Verða að halda vel á spöðunum Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar 1. apríl 2014 06:00 Þingmenn verða að halda vel á spöðunum ef á að nást að ljúka mörgum stórum málum sem bíða afgreiðslu áður en þing fer í sumarfrí um miðjan maí. Fréttablaðið/Daníel Sjávarútvegsráðherra lagði ekki fram frumvarp um breytingar á lögum um stjórn fiskveiða eða um veiðigjöld í gær eins og vænst hafði verið. Dagurinn í gær, 31. mars, var síðasti dagur til að leggja fram ný þingmál á Alþingi fyrir sumarfrí, án þess að leita afbrigða. Annað frumvarp sem beðið hafði verið eftir með nokkurri eftirvæntingu kom heldur ekki fram. Það er frumvarp um gjaldtöku á ferðamannastöðum. Þegar gerðar voru breytingar á lögum um veiðigjöld í fyrra voru þau til eins árs. Að sögn þingmanna er því ljóst að það verður að nota ákvæði þingskaparlaga um afbrigði til að leggja fram veiðigjaldafrumvarp fyrir þinglok svo ný lög geti tekið gildi þegar nýtt fiskveiðiár gengur í garð fyrsta september næstkomandi. Annað mál sem beðið hefur verið eftir en hillir ekki undir er frumvarp um afnám verðtryggingar. Á þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar voru á annað hundrað mál. Það styttist í þinglok, nú eru tólf þingfundardagar eftir áður en Alþingi fer í sumarfrí um miðjan maí. Rúmlega 80 mál bíða umræðu í þinginu. Stærstu málin eru leiðrétting verðtryggðra húsnæðislána og frumvarp um séreignarsparnað. Þá er umdeild þingsályktunartillaga utanríkisráðherra um að slíta aðildarviðræðum við Evrópusambandið til umfjöllunar í utanríkismálanefnd og kemur væntanlega til annarrar umræðu í þinginu í kringum páska. Félags- og húsnæðismálaráðherra lagði fram eitt af stóru málunum sínum í gær, um húsaleigubætur. Af málum sem efnahags- og fjármálaráðherra lagði fram má nefna frumvarp um eiginfjárviðmið Seðlabanka og frumvarp um breytingar á lögum um fjármálafyrirtæki, þriðja frumvarpið sem kom úr fjármálaráðuneytinu er frumvarp til laga um opinber fjármál. ESB-málið Mest lesið Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Erlent Fleiri fréttir Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Sjá meira
Sjávarútvegsráðherra lagði ekki fram frumvarp um breytingar á lögum um stjórn fiskveiða eða um veiðigjöld í gær eins og vænst hafði verið. Dagurinn í gær, 31. mars, var síðasti dagur til að leggja fram ný þingmál á Alþingi fyrir sumarfrí, án þess að leita afbrigða. Annað frumvarp sem beðið hafði verið eftir með nokkurri eftirvæntingu kom heldur ekki fram. Það er frumvarp um gjaldtöku á ferðamannastöðum. Þegar gerðar voru breytingar á lögum um veiðigjöld í fyrra voru þau til eins árs. Að sögn þingmanna er því ljóst að það verður að nota ákvæði þingskaparlaga um afbrigði til að leggja fram veiðigjaldafrumvarp fyrir þinglok svo ný lög geti tekið gildi þegar nýtt fiskveiðiár gengur í garð fyrsta september næstkomandi. Annað mál sem beðið hefur verið eftir en hillir ekki undir er frumvarp um afnám verðtryggingar. Á þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar voru á annað hundrað mál. Það styttist í þinglok, nú eru tólf þingfundardagar eftir áður en Alþingi fer í sumarfrí um miðjan maí. Rúmlega 80 mál bíða umræðu í þinginu. Stærstu málin eru leiðrétting verðtryggðra húsnæðislána og frumvarp um séreignarsparnað. Þá er umdeild þingsályktunartillaga utanríkisráðherra um að slíta aðildarviðræðum við Evrópusambandið til umfjöllunar í utanríkismálanefnd og kemur væntanlega til annarrar umræðu í þinginu í kringum páska. Félags- og húsnæðismálaráðherra lagði fram eitt af stóru málunum sínum í gær, um húsaleigubætur. Af málum sem efnahags- og fjármálaráðherra lagði fram má nefna frumvarp um eiginfjárviðmið Seðlabanka og frumvarp um breytingar á lögum um fjármálafyrirtæki, þriðja frumvarpið sem kom úr fjármálaráðuneytinu er frumvarp til laga um opinber fjármál.
ESB-málið Mest lesið Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Erlent Fleiri fréttir Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Sjá meira