Viðskipti erlent

Rafbókasala mun dragast saman

Karl Ólafur Hallbjörnsson skrifar
Amazon Kindle er ein vinsælasta rafbókin á markaðnum.
Amazon Kindle er ein vinsælasta rafbókin á markaðnum. Nordicphotos/AFP
Rafbókasala mun falla í Bretlandi, segir Tim Waterstone, stofnandi keðjubókabúðarinnar Waterstone.

Fullyrti Waterstone að hefðbundnar bækur yrðu þeim rafrænu vinsælli næstu áratugina. BBC greinir frá þessu.

Fyrstu átta mánuði síðasta árs var rafbókasala 800 milljóna dala virði í Bandaríkjunum, en það er fimm prósenta lækkun frá árinu 2012. Á sama tíma jókst sala á hefðbundnum pappírsbókum um 11.5 prósent.

„Ég held að mesta rugl sem ég hef lesið og heyrt sé um sprengikraft rafbókabyltingarinnar,“ sagði Waterstone.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×