Viðskipti erlent

Spenna í Úkraínu hækkar hveitiverð

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Í Kauphöllinni í New York í Bandaríkjunum.
Í Kauphöllinni í New York í Bandaríkjunum. Fréttablaðið/AP
Snörp verðhækkun varð á hveitiafleiðum á alþjóðamörkuðum í byrjun vikunnar af ótta við að áframhaldandi spennuástand í Úkraínu dragi úr útflutningi frá svæðinu.

Sautján prósent alls útflutnings á hveiti í heiminum er frá Úkraínu og Rússlandi.

Fréttastofa AP greinir frá því að verð á hveiti til afhendingar í maí hafi hækkað um 21,25 sent, eða um 3,1 prósent, í 7,15 dollara hver sekkur.

Það mun vera nálægt hæsta verði síðan í maí í fyrra. Þá hefur verð annara landbúnaðarvara, svo sem korns, og sojabauna, einnig hækkað.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×