Vissi ekki hvað osteópati var Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 21. mars 2014 06:00 Chynna Brown í leik með Snæfelli. Vísir/Valli Flestir innanbúðarmenn í Snæfelli voru búnir að afskrifa hina bandarísku Chynnu Brown eftir að hún skaddaði liðband í rist í leik liðsins gegn Val um helgina. Það var fyrsta viðureign liðanna í undanúrslitum úrslitakeppni Domino‘s-deildar kvenna og lyktaði með sigri Snæfellinga. Brown missti svo af næsta leik og Valur náði að jafna metin með nokkuð öruggum sigri. Snæfell tryggði sér deildarmeistaratitilinn með þó nokkrum yfirburðum í vetur en Brown var þar í mjög stóru hlutverki. Því var jafnvel talið að fjarvera hennar, auk meiðsla Hugrúnar Evu Valdimarsdóttur, myndi kosta liðið sæti í lokaúrslitunum. En svo birtist nafn Brown á leikskýrslu fyrir þriðja leik liðanna í fyrrakvöld eins og skrattinn úr sauðarleggnum. Brown spilaði í rúmar 20 mínútur og Snæfell vann leikinn. Að honum loknum sagði Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari liðsins, að hann hefði sent Brown til Keflavíkur þar sem hún fór í meðferð hjá Pétri Péturssyni, osteópata (sérfræðing í hrygg- og liðskekkjumeðferð) í Keflavík. Brown segir í samtali við Fréttablaðið að það hefði komið mörgum á óvart að meðferðin hjá Pétri hefði skilað svo góðum árangri. „Ekki síst sjálfri mér,“ segir hún. „Í stuttu máli þá fiktaði hann aðeins í löppinni á mér. Það var sársaukafullt en algjörlega þess virði.“ Hún segist hafa eðlilega verið aum eftir leikinn í gær. „Það var við því að búast en þetta er þó ekkert of slæmt,“ segir hún og bætir við að liðbandið sjálft sé ekki slitið – aðeins tognað. „Annars fann hann eitthvað í mjöðminni sem hann gat unnið með. Hann talaði um að það hefði mögulega orsakað meiðslin,“ segir Brown sem hafði enga reynslu af því að leita óhefðbundinna lækninga. „Ég hafði aldrei heyrt um osteópata áður en var til í að prófa allt. Ég hitti hann svo aftur í dag [í gær] og er klár í næsta leik.“ Hún segist ekki hafa óttast að gera sér óleik með því að fara of snemma aftur af stað eftir meiðslin. „Alls ekki. Ég sagði bara þjálfaranum að byrja með mig á bekknum og að ég myndi svo koma inn þegar þess þyrfti. Ég var svo ekkert að hugsa um meiðslin þegar ég kom inn á – ég einbeitti mér bara að því að spila.“ Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Lykilmenn meiddir hjá Snæfelli Snæfell vann sannfærandi sigur á Val í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Dominos-deildar kvenna. Leikurinn varð þó dýr fyrir Snæfellsliðið. 16. mars 2014 12:15 Ingi Þór fann kraftaverkið í Keflavík "Ég komst í samband við góðan mann í Keflavík og hann kom henni í gang," sagði Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, um ótrúlega endurkomu Chynnu Brown í sigri liðsins á Val í kvöld. 19. mars 2014 22:18 Tímabilið líklega búið hjá Brown Deildarmeistarar Snæfells verða líklega án hinnar bandarísku Chynnu Brown, sem meiddist strax í fyrsta leik úrslitakeppninnar, þegar liðið mætir Val í þriðja leik undanúrslitarimmu liðanna klukkan 19.15 í kvöld. 19. mars 2014 10:45 Chynna Brown ekki með Snæfelli í kvöld Chynna Unique Brown og Hugrún Eva Valdimarsdóttir verða ekki með Snæfelli í kvöld þegar liðið mætir Val í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Dominos-deildar kvenna í körfubolta. Þetta kemur fram á heimasíðu Snæfells. 17. mars 2014 16:48 Kraftaverkakonan Brown spilaði og Snæfell vann Chynna Brown var óvænt í liði Snæfells sem er aftur komið í foyrstu í undanúrslitarimmu liðsins gegn Val í úrslitakeppni Domino's-deildar kvenna. Snæfell vann leik liðanna í Stykkishólmi í kvöld, 81-67. 19. mars 2014 20:48 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Sjá meira
Flestir innanbúðarmenn í Snæfelli voru búnir að afskrifa hina bandarísku Chynnu Brown eftir að hún skaddaði liðband í rist í leik liðsins gegn Val um helgina. Það var fyrsta viðureign liðanna í undanúrslitum úrslitakeppni Domino‘s-deildar kvenna og lyktaði með sigri Snæfellinga. Brown missti svo af næsta leik og Valur náði að jafna metin með nokkuð öruggum sigri. Snæfell tryggði sér deildarmeistaratitilinn með þó nokkrum yfirburðum í vetur en Brown var þar í mjög stóru hlutverki. Því var jafnvel talið að fjarvera hennar, auk meiðsla Hugrúnar Evu Valdimarsdóttur, myndi kosta liðið sæti í lokaúrslitunum. En svo birtist nafn Brown á leikskýrslu fyrir þriðja leik liðanna í fyrrakvöld eins og skrattinn úr sauðarleggnum. Brown spilaði í rúmar 20 mínútur og Snæfell vann leikinn. Að honum loknum sagði Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari liðsins, að hann hefði sent Brown til Keflavíkur þar sem hún fór í meðferð hjá Pétri Péturssyni, osteópata (sérfræðing í hrygg- og liðskekkjumeðferð) í Keflavík. Brown segir í samtali við Fréttablaðið að það hefði komið mörgum á óvart að meðferðin hjá Pétri hefði skilað svo góðum árangri. „Ekki síst sjálfri mér,“ segir hún. „Í stuttu máli þá fiktaði hann aðeins í löppinni á mér. Það var sársaukafullt en algjörlega þess virði.“ Hún segist hafa eðlilega verið aum eftir leikinn í gær. „Það var við því að búast en þetta er þó ekkert of slæmt,“ segir hún og bætir við að liðbandið sjálft sé ekki slitið – aðeins tognað. „Annars fann hann eitthvað í mjöðminni sem hann gat unnið með. Hann talaði um að það hefði mögulega orsakað meiðslin,“ segir Brown sem hafði enga reynslu af því að leita óhefðbundinna lækninga. „Ég hafði aldrei heyrt um osteópata áður en var til í að prófa allt. Ég hitti hann svo aftur í dag [í gær] og er klár í næsta leik.“ Hún segist ekki hafa óttast að gera sér óleik með því að fara of snemma aftur af stað eftir meiðslin. „Alls ekki. Ég sagði bara þjálfaranum að byrja með mig á bekknum og að ég myndi svo koma inn þegar þess þyrfti. Ég var svo ekkert að hugsa um meiðslin þegar ég kom inn á – ég einbeitti mér bara að því að spila.“
Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Lykilmenn meiddir hjá Snæfelli Snæfell vann sannfærandi sigur á Val í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Dominos-deildar kvenna. Leikurinn varð þó dýr fyrir Snæfellsliðið. 16. mars 2014 12:15 Ingi Þór fann kraftaverkið í Keflavík "Ég komst í samband við góðan mann í Keflavík og hann kom henni í gang," sagði Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, um ótrúlega endurkomu Chynnu Brown í sigri liðsins á Val í kvöld. 19. mars 2014 22:18 Tímabilið líklega búið hjá Brown Deildarmeistarar Snæfells verða líklega án hinnar bandarísku Chynnu Brown, sem meiddist strax í fyrsta leik úrslitakeppninnar, þegar liðið mætir Val í þriðja leik undanúrslitarimmu liðanna klukkan 19.15 í kvöld. 19. mars 2014 10:45 Chynna Brown ekki með Snæfelli í kvöld Chynna Unique Brown og Hugrún Eva Valdimarsdóttir verða ekki með Snæfelli í kvöld þegar liðið mætir Val í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Dominos-deildar kvenna í körfubolta. Þetta kemur fram á heimasíðu Snæfells. 17. mars 2014 16:48 Kraftaverkakonan Brown spilaði og Snæfell vann Chynna Brown var óvænt í liði Snæfells sem er aftur komið í foyrstu í undanúrslitarimmu liðsins gegn Val í úrslitakeppni Domino's-deildar kvenna. Snæfell vann leik liðanna í Stykkishólmi í kvöld, 81-67. 19. mars 2014 20:48 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Sjá meira
Lykilmenn meiddir hjá Snæfelli Snæfell vann sannfærandi sigur á Val í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Dominos-deildar kvenna. Leikurinn varð þó dýr fyrir Snæfellsliðið. 16. mars 2014 12:15
Ingi Þór fann kraftaverkið í Keflavík "Ég komst í samband við góðan mann í Keflavík og hann kom henni í gang," sagði Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, um ótrúlega endurkomu Chynnu Brown í sigri liðsins á Val í kvöld. 19. mars 2014 22:18
Tímabilið líklega búið hjá Brown Deildarmeistarar Snæfells verða líklega án hinnar bandarísku Chynnu Brown, sem meiddist strax í fyrsta leik úrslitakeppninnar, þegar liðið mætir Val í þriðja leik undanúrslitarimmu liðanna klukkan 19.15 í kvöld. 19. mars 2014 10:45
Chynna Brown ekki með Snæfelli í kvöld Chynna Unique Brown og Hugrún Eva Valdimarsdóttir verða ekki með Snæfelli í kvöld þegar liðið mætir Val í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Dominos-deildar kvenna í körfubolta. Þetta kemur fram á heimasíðu Snæfells. 17. mars 2014 16:48
Kraftaverkakonan Brown spilaði og Snæfell vann Chynna Brown var óvænt í liði Snæfells sem er aftur komið í foyrstu í undanúrslitarimmu liðsins gegn Val í úrslitakeppni Domino's-deildar kvenna. Snæfell vann leik liðanna í Stykkishólmi í kvöld, 81-67. 19. mars 2014 20:48