Fæðuöryggi og franskar Ólafur Þ. Stephensen skrifar 21. mars 2014 00:00 Þegar hinir himinháu tollar sem ríkið leggur á innfluttar búvörur eru til umræðu, grípa talsmenn landbúnaðarkerfisins oft til röksemdarinnar um fæðuöryggi. Með tollverndinni sé tryggt að samkeppnin frá útlöndum verði ekki of skæð, heldur blómstri innlend framleiðsla og séð sé til þess að Ísland geti verið sjálfu sér nógt um mat, til dæmis ef heimsstyrjöld eða drepsóttir koma í veg fyrir að hægt yrði að flytja hingað matvæli. Í röksemdafærsluna vantar reyndar yfirleitt að ef skorið yrði á aðföng til landsins myndi okkur vanta eldsneytið, áburðinn, vélarnar og fóðrið sem þarf til að framleiða innlenda búvöru, að ekki sé talað um landbúnaðarafurðir sem ekki eru framleiddar á Íslandi, til dæmis mestallan kornmat sem við látum ofan í okkur. Þannig að það yrði samt eitthvert vesen með fæðuöryggið. Eins og önnur ríki eigum við mest undir frjálsum milliríkjaviðskiptum og friðsamlegum samskiptum ríkja. Í Fréttablaðinu í gær er hins vegar rakið dæmi, þar sem jafnvel vinir landbúnaðarkerfisins hljóta að eiga ákaflega erfitt með að nota fæðuöryggisröksemdina fyrir álagningu ofurtolla. Félag atvinnurekenda hefur vakið athygli á því að 76 prósenta tollur er lagður á innfluttar franskar kartöflur. Það er gert til að vernda einn framleiðanda, Kartöfluverksmiðju Þykkvabæjar, sem annar um fimm prósentum innanlandseftirspurnar eftir frönskum kartöflum. Hluti af framleiðslu verksmiðjunnar er raunar ekki úr íslenzkum kartöflum, heldur innfluttum. Í þessu tilviki er ekki um það að ræða að stjórnvöld hleypi upp verðinu á innflutningi sem er lítið hlutfall innanlandsneyzlu eins og á við til dæmis um innflutning á osti, skinku eða jógúrt. Verðið á yfirgnæfandi meirihluta allra franskra kartaflna sem neytendur kaupa úti í búð er 45 prósentum hærra en það þyrfti að vera af því að það þarf að vernda einn vinnustað í Þykkvabænum. Árið 2012 borguðu íslenzkir neytendur 200 milljónir króna í tolla af frönskum kartöflum. Sennilega hefði fólk verið til í að nota þá peninga í annað. Ef þessa eina verksmiðja í Þykkvabænum færi á hausinn myndi það engu máli skipta fyrir fæðuöryggi Íslendinga. Verndartollarnir sem lagðir eru á til að vernda starfsemi hennar eru svo augljóslega sóun á peningum og skerðing á lífskjörum almennings. Dæmið um frönsku kartöflurnar vekur áhugaverðar spurningar um það hvernig stjórnvöldum, sem finnst landbúnaðarkerfið frábært, finnst að það eigi að virka. Sumir telja til dæmis að það sé vel hægt að rækta hveiti á Íslandi, þótt það sé örugglega miklu dýrara og óhagkvæmara en í rótgrónum hveitiræktarlöndum. Segjum sem svo að framtakssamur hveitibóndi næði að anna svona tveimur til þremur prósentum innanlandseftirspurnar. Ætti þá að skella verndartolli á allt innflutt hveiti til að passa að hann færi ekki á hausinn við sína óhagkvæmu iðju? Kerfi hafta, miðstýringar og tollverndar í landbúnaði hefur fyrir löngu gengið sér til húðar. Dæmið um frönsku kartöflurnar er óneitanlega ýkt, en sýnir samt í tærleika sínum hvað þetta er vitlaust kerfi og mikil þörf á að breyta því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun
Þegar hinir himinháu tollar sem ríkið leggur á innfluttar búvörur eru til umræðu, grípa talsmenn landbúnaðarkerfisins oft til röksemdarinnar um fæðuöryggi. Með tollverndinni sé tryggt að samkeppnin frá útlöndum verði ekki of skæð, heldur blómstri innlend framleiðsla og séð sé til þess að Ísland geti verið sjálfu sér nógt um mat, til dæmis ef heimsstyrjöld eða drepsóttir koma í veg fyrir að hægt yrði að flytja hingað matvæli. Í röksemdafærsluna vantar reyndar yfirleitt að ef skorið yrði á aðföng til landsins myndi okkur vanta eldsneytið, áburðinn, vélarnar og fóðrið sem þarf til að framleiða innlenda búvöru, að ekki sé talað um landbúnaðarafurðir sem ekki eru framleiddar á Íslandi, til dæmis mestallan kornmat sem við látum ofan í okkur. Þannig að það yrði samt eitthvert vesen með fæðuöryggið. Eins og önnur ríki eigum við mest undir frjálsum milliríkjaviðskiptum og friðsamlegum samskiptum ríkja. Í Fréttablaðinu í gær er hins vegar rakið dæmi, þar sem jafnvel vinir landbúnaðarkerfisins hljóta að eiga ákaflega erfitt með að nota fæðuöryggisröksemdina fyrir álagningu ofurtolla. Félag atvinnurekenda hefur vakið athygli á því að 76 prósenta tollur er lagður á innfluttar franskar kartöflur. Það er gert til að vernda einn framleiðanda, Kartöfluverksmiðju Þykkvabæjar, sem annar um fimm prósentum innanlandseftirspurnar eftir frönskum kartöflum. Hluti af framleiðslu verksmiðjunnar er raunar ekki úr íslenzkum kartöflum, heldur innfluttum. Í þessu tilviki er ekki um það að ræða að stjórnvöld hleypi upp verðinu á innflutningi sem er lítið hlutfall innanlandsneyzlu eins og á við til dæmis um innflutning á osti, skinku eða jógúrt. Verðið á yfirgnæfandi meirihluta allra franskra kartaflna sem neytendur kaupa úti í búð er 45 prósentum hærra en það þyrfti að vera af því að það þarf að vernda einn vinnustað í Þykkvabænum. Árið 2012 borguðu íslenzkir neytendur 200 milljónir króna í tolla af frönskum kartöflum. Sennilega hefði fólk verið til í að nota þá peninga í annað. Ef þessa eina verksmiðja í Þykkvabænum færi á hausinn myndi það engu máli skipta fyrir fæðuöryggi Íslendinga. Verndartollarnir sem lagðir eru á til að vernda starfsemi hennar eru svo augljóslega sóun á peningum og skerðing á lífskjörum almennings. Dæmið um frönsku kartöflurnar vekur áhugaverðar spurningar um það hvernig stjórnvöldum, sem finnst landbúnaðarkerfið frábært, finnst að það eigi að virka. Sumir telja til dæmis að það sé vel hægt að rækta hveiti á Íslandi, þótt það sé örugglega miklu dýrara og óhagkvæmara en í rótgrónum hveitiræktarlöndum. Segjum sem svo að framtakssamur hveitibóndi næði að anna svona tveimur til þremur prósentum innanlandseftirspurnar. Ætti þá að skella verndartolli á allt innflutt hveiti til að passa að hann færi ekki á hausinn við sína óhagkvæmu iðju? Kerfi hafta, miðstýringar og tollverndar í landbúnaði hefur fyrir löngu gengið sér til húðar. Dæmið um frönsku kartöflurnar er óneitanlega ýkt, en sýnir samt í tærleika sínum hvað þetta er vitlaust kerfi og mikil þörf á að breyta því.