Finnur tók metið af Sigga Ingimundar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. mars 2014 07:00 Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari deildarmeistara KR. Vísir/Stefán Það er einn leikur eftir hjá nýkrýndum deildarmeisturum KR-inga en þjálfari liðsins, hinn 30 ára gamli Finnur Freyr Stefánsson, er þegar búinn að endurskrifa söguna. Enginn þjálfari hefur gert betur á sínu fyrsta tímabili í efstu deild. KR-ingar hafa unnið 20 leiki af 21 í Dominos-deild karla á tímabilinu og þeir fengu deildarmeistarabikarinn afhentan eftir 101-78 sigur á Val í gær. Finnur var aðstoðarþjálfari Helga Más Magnússonar seinni hluta síðasta tímabils og stjórnaði liðinu þá af bekknum. Hann tók síðan við KR-liðinu í haust og hefur liðið verið í sérflokki í deildinni í vetur. Keflvíkingurinn Sigurður Ingimundarson var búinn að eiga metið í sautján ár eða síðan hann tók það af bróður sínum, Val Ingimundarsyni, og Danny Shouse, sem höfðu þá átt það saman í áratug. Njarðvíkurliðið vann sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil árið 1981 með Shouse sem spilandi þjálfara en Ingi Gunnarsson var þá liðstjóri. Valur var einnig spilandi þjálfari. Finnur Freyr á þó ekki möguleika á því að jafna titlasöfnun Sigurðar á sínu fyrsta tímabili en Keflavíkurliðið vann fjórfalt veturinn 1996-97. Keflavík vann Grindavík 3-0 í lokaúrslitum um Íslandsmeistarabikarinn, vann KR 77-66 í bikarúrslitaleiknum, vann KR 107-101 í úrslitaleik Fyrirtækjabikarsins og vann einnig deildarmeistaratitilinn með fjögurra stiga mun. Keflavíkurliðið vann alls 37 af 40 leikjum sínum þennan vetur. Þetta er annað árið í röð sem þjálfari kemst inn á þennan lista því Grindvíkingar unnu 81,8 prósent leikja sinna á síðasta tímabili þegar Sverrir Þór Sverrisson stjórnaði karlaliði í fyrsta sinn í efstu deild. Líkt og þeir Sigurður og Finnur Freyr hafði Sverrir Þór áður þjálfað kvennalið í efstu deild og enginn þeirra var því „algjör“ nýliði í þjálfun. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Vonir ÍR-inga dóu í tapi í tvíframlengdum leik - úrslit kvöldins í körfunni ÍR-ingar eiga ekki lengur möguleika á sæti í úrslitakeppni Dominos-deildar karla í körfubolta eftir þriggja stiga tap fyrir Keflavík, 126-123, í mögnuðu tvíframlengdum leik í TM-höllinni í Keflavík í kvöld. 13. mars 2014 21:30 Tuttugasti sigur KR í vetur og deildarmeistaratitilinn á loft - myndir KR-ingar fengu afhentan deildarmeistaratitilinn í kvöld eftir öruggan 101-78 sigur á botnliði Vals en þetta var níundi sigur Vesturbæjarliðsins í röð og tuttugasti deildarsigur liðsins á leiktíðinni. 13. mars 2014 21:42 Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Snæfell 83-81 | Elvar tryggði Njarðvík fjórða sætið Elvar Már Friðriksson tryggði Njarðvík 83-81 sigur á Snæfelli í Ljónagryfjunni í kvöld en sigurkarfa hans skömmu fyrir leikslok gulltryggði ekki bara sigurinn heldur einnig fjórða sætið í Dominos-deildinni og þar með heimavallarrétt í úrslitakeppninni. 13. mars 2014 18:45 Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Fleiri fréttir „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Sjá meira
Það er einn leikur eftir hjá nýkrýndum deildarmeisturum KR-inga en þjálfari liðsins, hinn 30 ára gamli Finnur Freyr Stefánsson, er þegar búinn að endurskrifa söguna. Enginn þjálfari hefur gert betur á sínu fyrsta tímabili í efstu deild. KR-ingar hafa unnið 20 leiki af 21 í Dominos-deild karla á tímabilinu og þeir fengu deildarmeistarabikarinn afhentan eftir 101-78 sigur á Val í gær. Finnur var aðstoðarþjálfari Helga Más Magnússonar seinni hluta síðasta tímabils og stjórnaði liðinu þá af bekknum. Hann tók síðan við KR-liðinu í haust og hefur liðið verið í sérflokki í deildinni í vetur. Keflvíkingurinn Sigurður Ingimundarson var búinn að eiga metið í sautján ár eða síðan hann tók það af bróður sínum, Val Ingimundarsyni, og Danny Shouse, sem höfðu þá átt það saman í áratug. Njarðvíkurliðið vann sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil árið 1981 með Shouse sem spilandi þjálfara en Ingi Gunnarsson var þá liðstjóri. Valur var einnig spilandi þjálfari. Finnur Freyr á þó ekki möguleika á því að jafna titlasöfnun Sigurðar á sínu fyrsta tímabili en Keflavíkurliðið vann fjórfalt veturinn 1996-97. Keflavík vann Grindavík 3-0 í lokaúrslitum um Íslandsmeistarabikarinn, vann KR 77-66 í bikarúrslitaleiknum, vann KR 107-101 í úrslitaleik Fyrirtækjabikarsins og vann einnig deildarmeistaratitilinn með fjögurra stiga mun. Keflavíkurliðið vann alls 37 af 40 leikjum sínum þennan vetur. Þetta er annað árið í röð sem þjálfari kemst inn á þennan lista því Grindvíkingar unnu 81,8 prósent leikja sinna á síðasta tímabili þegar Sverrir Þór Sverrisson stjórnaði karlaliði í fyrsta sinn í efstu deild. Líkt og þeir Sigurður og Finnur Freyr hafði Sverrir Þór áður þjálfað kvennalið í efstu deild og enginn þeirra var því „algjör“ nýliði í þjálfun.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Vonir ÍR-inga dóu í tapi í tvíframlengdum leik - úrslit kvöldins í körfunni ÍR-ingar eiga ekki lengur möguleika á sæti í úrslitakeppni Dominos-deildar karla í körfubolta eftir þriggja stiga tap fyrir Keflavík, 126-123, í mögnuðu tvíframlengdum leik í TM-höllinni í Keflavík í kvöld. 13. mars 2014 21:30 Tuttugasti sigur KR í vetur og deildarmeistaratitilinn á loft - myndir KR-ingar fengu afhentan deildarmeistaratitilinn í kvöld eftir öruggan 101-78 sigur á botnliði Vals en þetta var níundi sigur Vesturbæjarliðsins í röð og tuttugasti deildarsigur liðsins á leiktíðinni. 13. mars 2014 21:42 Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Snæfell 83-81 | Elvar tryggði Njarðvík fjórða sætið Elvar Már Friðriksson tryggði Njarðvík 83-81 sigur á Snæfelli í Ljónagryfjunni í kvöld en sigurkarfa hans skömmu fyrir leikslok gulltryggði ekki bara sigurinn heldur einnig fjórða sætið í Dominos-deildinni og þar með heimavallarrétt í úrslitakeppninni. 13. mars 2014 18:45 Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Fleiri fréttir „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Sjá meira
Vonir ÍR-inga dóu í tapi í tvíframlengdum leik - úrslit kvöldins í körfunni ÍR-ingar eiga ekki lengur möguleika á sæti í úrslitakeppni Dominos-deildar karla í körfubolta eftir þriggja stiga tap fyrir Keflavík, 126-123, í mögnuðu tvíframlengdum leik í TM-höllinni í Keflavík í kvöld. 13. mars 2014 21:30
Tuttugasti sigur KR í vetur og deildarmeistaratitilinn á loft - myndir KR-ingar fengu afhentan deildarmeistaratitilinn í kvöld eftir öruggan 101-78 sigur á botnliði Vals en þetta var níundi sigur Vesturbæjarliðsins í röð og tuttugasti deildarsigur liðsins á leiktíðinni. 13. mars 2014 21:42
Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Snæfell 83-81 | Elvar tryggði Njarðvík fjórða sætið Elvar Már Friðriksson tryggði Njarðvík 83-81 sigur á Snæfelli í Ljónagryfjunni í kvöld en sigurkarfa hans skömmu fyrir leikslok gulltryggði ekki bara sigurinn heldur einnig fjórða sætið í Dominos-deildinni og þar með heimavallarrétt í úrslitakeppninni. 13. mars 2014 18:45