Tónlistarverðlaunin eru tuttugu ára í ár Gunnar Leó Pálsson skrifar 14. mars 2014 11:30 Björk Guðmundsdóttir hefur hlotið flest verðlaun á Íslensku tónlistarverðlaununum eða tuttugu alls. Vísir/Getty Íslensku tónlistarverðlaunin verða afhent í 20. sinn í kvöld við hátíðlega athöfn. Fyrsta verðlaunaathöfnin fór fram á Hótel Sögu 1993. Tilnefnt var í fjórtán flokkum og voru tónlistarmenn í popp- og rokkgeiranum aðallega verðlaunir. Í ár verða veitt verðlaun í 24 flokkum. Í ár gefst almenningi í fyrsta skiptið kostur á að mæta á hátíðina og fer miðasala fram á miði.is. Það eru nokkrir tónlistarmenn sem hafa verið tíðir gestir á verðlaununum.Andrea Gylfadóttir, sem tilnefnd er sem söngkona ársins í kvöld, var einnig tilnefnd sem söngkona ársins þegar hátíðin fór fram í fyrsta sinn árið 1993.Bubbi Morthens er tilnefndur sem textahöfundur ársins. Hann var einnig tilnefndur sem textahöfundur ársins árið 1993.Bjartasta vonin árið 1995 var hljómsveitin Botnleðja.Vísir/Anton BrinkÁrið 1999 voru hljóðfæraleikarar ársins valdir í síðasta sinn, það er að segja gítarleikari, bassaleikari, trommuleikari, hljómborðsleikari og blásturshljóðfæraleikari ársins. Í ár eru tilnefningarnar í flokknum Bjartasta vonin í popp-, rokk- og blústónlist:Vök - Kaleo - Kött Grá Pjé Grísalappalísa - Highlands Flokkurinn Bjartasta vonin hefur ávallt staðið undir nafni en árið 1994 var Emilíana Torrini valin bjartasta vonin og átti hún heldur betur eftir að láta á sér kveða. Bjartasta vonin árið 1995 var hljómsveitin Botnleðja. Hún átti Lag ársins 1996, Hausverkun og var einnig valin hljómsveit ársins sama ár.Bjartasta vonin árið 2011, sem var þá valin á Rás 2, var hljómsveitin Of Monsters and Men.Vísir/GettyBjartasta vonin árið 2011, sem var þá valin á Rás 2, var hljómsveitin Of Monsters and Men, en sveitin er í dag orðin heimsfræg og hefur til að mynda hlotið platínuplötu fyrir plötu sína My Head Is an Animal í Bandaríkjunum og því selt yfir 1.000.000 eintaka þar í landi. Þá hefur platan selst um 27.000 eintökum á Íslandi. Bjartasta vonin í fyrra var Ásgeir Trausti. Hann hefur unnið marga sigra að undanförnu og hefur plata hans, In the Silence, fengið prýðisdóma í erlendum miðlum. Hann var í fyrsta sæti á Billboard Hot Overseas-listanum í Japan með smáskífulagið King and Cross og vann einnig Ebba-verðlaunin á síðasta ári. Það má með sanni segja að björtustu vonirnar hafi orðið enn bjartari í kjölfar viðurkenningarinnar. Íslensku tónlistarverðlaunin Kaleo Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Fleiri fréttir Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Sjá meira
Íslensku tónlistarverðlaunin verða afhent í 20. sinn í kvöld við hátíðlega athöfn. Fyrsta verðlaunaathöfnin fór fram á Hótel Sögu 1993. Tilnefnt var í fjórtán flokkum og voru tónlistarmenn í popp- og rokkgeiranum aðallega verðlaunir. Í ár verða veitt verðlaun í 24 flokkum. Í ár gefst almenningi í fyrsta skiptið kostur á að mæta á hátíðina og fer miðasala fram á miði.is. Það eru nokkrir tónlistarmenn sem hafa verið tíðir gestir á verðlaununum.Andrea Gylfadóttir, sem tilnefnd er sem söngkona ársins í kvöld, var einnig tilnefnd sem söngkona ársins þegar hátíðin fór fram í fyrsta sinn árið 1993.Bubbi Morthens er tilnefndur sem textahöfundur ársins. Hann var einnig tilnefndur sem textahöfundur ársins árið 1993.Bjartasta vonin árið 1995 var hljómsveitin Botnleðja.Vísir/Anton BrinkÁrið 1999 voru hljóðfæraleikarar ársins valdir í síðasta sinn, það er að segja gítarleikari, bassaleikari, trommuleikari, hljómborðsleikari og blásturshljóðfæraleikari ársins. Í ár eru tilnefningarnar í flokknum Bjartasta vonin í popp-, rokk- og blústónlist:Vök - Kaleo - Kött Grá Pjé Grísalappalísa - Highlands Flokkurinn Bjartasta vonin hefur ávallt staðið undir nafni en árið 1994 var Emilíana Torrini valin bjartasta vonin og átti hún heldur betur eftir að láta á sér kveða. Bjartasta vonin árið 1995 var hljómsveitin Botnleðja. Hún átti Lag ársins 1996, Hausverkun og var einnig valin hljómsveit ársins sama ár.Bjartasta vonin árið 2011, sem var þá valin á Rás 2, var hljómsveitin Of Monsters and Men.Vísir/GettyBjartasta vonin árið 2011, sem var þá valin á Rás 2, var hljómsveitin Of Monsters and Men, en sveitin er í dag orðin heimsfræg og hefur til að mynda hlotið platínuplötu fyrir plötu sína My Head Is an Animal í Bandaríkjunum og því selt yfir 1.000.000 eintaka þar í landi. Þá hefur platan selst um 27.000 eintökum á Íslandi. Bjartasta vonin í fyrra var Ásgeir Trausti. Hann hefur unnið marga sigra að undanförnu og hefur plata hans, In the Silence, fengið prýðisdóma í erlendum miðlum. Hann var í fyrsta sæti á Billboard Hot Overseas-listanum í Japan með smáskífulagið King and Cross og vann einnig Ebba-verðlaunin á síðasta ári. Það má með sanni segja að björtustu vonirnar hafi orðið enn bjartari í kjölfar viðurkenningarinnar.
Íslensku tónlistarverðlaunin Kaleo Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Fleiri fréttir Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“