Innlent

Gæsluvarðhald framlengt en lögmaður bjartsýnn

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
Mótmælt hefur verið fyrir framan fangelsið vegna gæsluvarðhalds Hjördísar.
Mótmælt hefur verið fyrir framan fangelsið vegna gæsluvarðhalds Hjördísar. Vísir/aðsend
Gæsluvarðhald Hjördísar Svan Aðalheiðardóttur hefur verið framlengt um fjórar vikur. Hún hefur setið í fangelsi í Horsens frá 10. febrúar síðastliðnum og er gefið að sök að hafa flutt dætur sínar þrjár frá Danmörku til Íslands síðastliðið sumar án leyfis föður stúlknanna, sem hefur forræði yfir þeim.

Lögmaður Hjördísar í Danmörku, Thomas Berg, segir ríkissaksóknaraembættið vera að undirbúa ákæruna og vonast hann til að ákæran verði gefin út innan sex vikna. Í kjölfarið munu réttarhöld yfir Hjördísi hefjast.

Aðspurður um refsirammann fyrir brot Hjördísar og hvers megi vænta ef hún verður fundin sek segist Thomas Berg vera nokkuð bjartsýnn.

„Saksóknarinn í málinu hefur fengið skýrslu frá íslenskum sálfræðingi. Það er skýrsla byggð á viðtali við stúlkurnar sem mun að öllum líkindum hafa áhrif á dóminn. Ég hef lagt til að íslensk yfirvöld fái afrit af þessari skýrslu, mín trú er að það mun verða til þess að þær verða aldrei sendar aftur til Danmerkur.“

Thomas segir Hjördísi vissulega hafa brotið lög með því að fara með dæturnar úr landi. Aftur á móti skýri sálfræðiskýrslan forsendur hennar og trúi hann að það muni milda dóminn. Hann telur ólíklegt að hún muni þurfa að sitja lengur í fangelsi en þessar átta vikur sem hún mun sitja í gæsluvarðhaldi.


Tengdar fréttir

Lokuð í klefa með klósetti og sjónvarpi

Hjördís Svan Aðalheiðardóttir fékk sinn fyrsta gest í fangelsi í Horsens í Danmörku. Nefnd á vegum Evrópuþingsins hefur sent Dönum tvær kvartanir vegna handtöku Hjördísar.

Saksóknari hefur áfrýjað

Búist er við niðurstöðu frá Landsrétti í dag um hvort Hjördís verði sett í gæsluvarðhald.

Sýndu Hjördísi stuðning

Boðað var til mótmæla í gær fyrir framan fangelsið þar sem Hjördís Svan Aðalheiðardóttir er í haldi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×