Lavrov hunsaði kollega frá Úkraínu Freyr Bjarnason skrifar 6. mars 2014 07:00 Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, tekur í höndina á François Hollande, forseta Frakklands, í gær. Nordicphotos/AFP Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússa, fundaði í París í gær með John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna og kollegum sínum frá stærstu ríkjum Evrópusambandsins. ESB hefur boðið Úkraínu fimmtán milljarða evra björgunarpakka en Úkraínumenn segjast þurfa 35 milljarða evra til að komast hjá gjaldþroti. Samkvæmt upplýsingum frá háttsettum frönskum samningamanni vildi Lavrov ekki hitta úkraínska kollega sína í gær. Lavrov sagði Rússa vera opna fyrir samningaumleitunum en vandamálið væri að þeir þverneituðu að viðurkenna nýja ríkisstjórn Úkraínu og hvað þá að sitja með henni til borðs og ræða málin. Herlið Rússa er enn staðsett á Krímskaga. Rússar telja Úkraínu vera mikilvægan hluta af sínu pólitíska landslagi. Lavrov sagði á fundinum í París að Vesturlönd hefðu stutt atburði í Úkraínu sem Rússar líti á sem valdarán. Um leið hafi þau með stuðningi sínum sett slæmt fordæmi fyrir þá sem hyggi á valdarán í öðrum ríkjum. Ríkisstjórn Bandaríkjanna er byrjuð að styrkja varnir bandamanna sinna í Evrópu vegna ástandsins á Krímskaga. Að sögn Chucks Hagel, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, eru sameiginlegar flugæfingar hafnar með pólska lofthernum. Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna ætlar einnig að taka meiri þátt en áður í herflugi NATO-ríkjanna innan Eystrasaltsríkjanna. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra átti fund með Urmas Paet, utanríkisráðherra Eistlands, í Tallin í gær. Þeir ræddu framvindu mála í Úkraínu síðustu daga og með hvaða hætti alþjóðasamfélagið geti brugðist við hernaðaraðgerðum Rússa á Krímskaga. Gunnar Bragi ítrekaði fordæmingu Íslands á framferði Rússa. Hann sagði aðgerðir þeirra á Krímskaga brot á alþjóðalögum og undirstrikaði að rússneskur liðsafli yrði að hverfa aftur til bækistöðva sinna svo hægt verði að leita sátta með friðsamlegum hætti. Úkraína Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Titringur á Alþingi Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fleiri fréttir Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Sjá meira
Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússa, fundaði í París í gær með John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna og kollegum sínum frá stærstu ríkjum Evrópusambandsins. ESB hefur boðið Úkraínu fimmtán milljarða evra björgunarpakka en Úkraínumenn segjast þurfa 35 milljarða evra til að komast hjá gjaldþroti. Samkvæmt upplýsingum frá háttsettum frönskum samningamanni vildi Lavrov ekki hitta úkraínska kollega sína í gær. Lavrov sagði Rússa vera opna fyrir samningaumleitunum en vandamálið væri að þeir þverneituðu að viðurkenna nýja ríkisstjórn Úkraínu og hvað þá að sitja með henni til borðs og ræða málin. Herlið Rússa er enn staðsett á Krímskaga. Rússar telja Úkraínu vera mikilvægan hluta af sínu pólitíska landslagi. Lavrov sagði á fundinum í París að Vesturlönd hefðu stutt atburði í Úkraínu sem Rússar líti á sem valdarán. Um leið hafi þau með stuðningi sínum sett slæmt fordæmi fyrir þá sem hyggi á valdarán í öðrum ríkjum. Ríkisstjórn Bandaríkjanna er byrjuð að styrkja varnir bandamanna sinna í Evrópu vegna ástandsins á Krímskaga. Að sögn Chucks Hagel, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, eru sameiginlegar flugæfingar hafnar með pólska lofthernum. Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna ætlar einnig að taka meiri þátt en áður í herflugi NATO-ríkjanna innan Eystrasaltsríkjanna. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra átti fund með Urmas Paet, utanríkisráðherra Eistlands, í Tallin í gær. Þeir ræddu framvindu mála í Úkraínu síðustu daga og með hvaða hætti alþjóðasamfélagið geti brugðist við hernaðaraðgerðum Rússa á Krímskaga. Gunnar Bragi ítrekaði fordæmingu Íslands á framferði Rússa. Hann sagði aðgerðir þeirra á Krímskaga brot á alþjóðalögum og undirstrikaði að rússneskur liðsafli yrði að hverfa aftur til bækistöðva sinna svo hægt verði að leita sátta með friðsamlegum hætti.
Úkraína Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Titringur á Alþingi Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fleiri fréttir Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Sjá meira