Fylgjum smyglað af fæðingardeildinni Jóhannes Stefánsson skrifar 6. mars 2014 08:30 Sumir telja neyslu fylgjunnar leiða af sér heilsufarslegan ávinning. vísir/pjetur/Jeremy Kemp Mörg dæmi eru um að ljósmæður hafi orðið við beiðni nýbakaðra mæðra sem hafa viljað taka fylgjuna með sér heim af fæðingardeildinni. Þetta tíðkast þó að óheimilt sé samkvæmt reglugerð að fjarlægja líkamshluta eða vefi af spítalanum. „Frá mínum bæjardyrum séð þá er ekki eðlilegt að afhenda líffæri og meðhöndla utan stofnunarinnar,“ segir Hildur Harðardóttir, yfirlæknir á kvennadeild Landspítalans. Hildur segir að sóttvarnasjónarmið vegi þar þyngst. „Það kemur til greina að setja þetta í sérstaka verklagsreglu, um hvernig fylgjan er meðhöndluð,“ segir Hildur. Undir þessi sjónarmið tekur Haraldur Briem sóttvarnalæknir. „Þetta hljómar ekki vel og er eitthvað sem þarf að skoða nánar,“ segir Haraldur.Hildur HarðardóttirSamkvæmt verklagsreglum Landspítalans og reglugerð um meðhöndlun úrgangs eru fylgjan og aðrir líkamshlutar sem falla til jafnan brenndir. Kona, sem starfar sem dúla og vildi ekki láta nafns síns getið, segir afar sjaldgæft að mæður vilji taka fylgjuna heim af fæðingardeildinni. „Það er alltaf gert í samráði við starfsfólk spítalans,“ segir konan. Hún segir ólíkar ástæður geta verið fyrir því en sumar mæður vilji borða fylgjuna. „Ég hef aðstoðað þær með að útbúa hylki með þurrkaðri fylgju,“ segir konan. Í þeim tilfellum er fylgjan þurrkuð og mulin og sett í hylki, sem móðirin tekur síðan inn. Hún segir það gert fyrir þær mæður sem hugnist ekki að borða fylgjuna en vilji samt neyta hennar. Sumar borði hana þó án þurrkunar að sögn konunnar. Á netinu og í bókum má finna fjölda uppskrifta þar sem fylgjan er hluti af matreiðslunni. Konan segist ekki þiggja greiðslu fyrir þessa þjónustu. „Þetta er ekki hefðbundin dúluþjónusta.“ Hún neitar því að mæðurnar óski eftir þjónustunni vegna ráðlegginga hennar. „Það eru til rannsóknir sem að hafa sýnt fram á ávinning af þessu,“ segir konan. Hvað er dúla?„Dúlur eru konur sem aðstoða barnshafandi konur og fjölskyldur þeirra í, fyrir og eftir fæðingu og veita samfellda þjónustu og eru stuðningsaðilar,“ segir Soffía Bæringsdóttir dúla. „Hlutverk þeirra er ekki klínískt og við vinnum fyrir fjölskyldurnar á þeirra forsendum,“ bætir hún við. Soffía segir að dúlur geti meðal annars hjálpað til við að veita jákvæðari upplifun af fæðingum. Soffía segir það af og frá að matreiðsla fylgju sé hefðbundin þjónusta dúlu. Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Sjá meira
Mörg dæmi eru um að ljósmæður hafi orðið við beiðni nýbakaðra mæðra sem hafa viljað taka fylgjuna með sér heim af fæðingardeildinni. Þetta tíðkast þó að óheimilt sé samkvæmt reglugerð að fjarlægja líkamshluta eða vefi af spítalanum. „Frá mínum bæjardyrum séð þá er ekki eðlilegt að afhenda líffæri og meðhöndla utan stofnunarinnar,“ segir Hildur Harðardóttir, yfirlæknir á kvennadeild Landspítalans. Hildur segir að sóttvarnasjónarmið vegi þar þyngst. „Það kemur til greina að setja þetta í sérstaka verklagsreglu, um hvernig fylgjan er meðhöndluð,“ segir Hildur. Undir þessi sjónarmið tekur Haraldur Briem sóttvarnalæknir. „Þetta hljómar ekki vel og er eitthvað sem þarf að skoða nánar,“ segir Haraldur.Hildur HarðardóttirSamkvæmt verklagsreglum Landspítalans og reglugerð um meðhöndlun úrgangs eru fylgjan og aðrir líkamshlutar sem falla til jafnan brenndir. Kona, sem starfar sem dúla og vildi ekki láta nafns síns getið, segir afar sjaldgæft að mæður vilji taka fylgjuna heim af fæðingardeildinni. „Það er alltaf gert í samráði við starfsfólk spítalans,“ segir konan. Hún segir ólíkar ástæður geta verið fyrir því en sumar mæður vilji borða fylgjuna. „Ég hef aðstoðað þær með að útbúa hylki með þurrkaðri fylgju,“ segir konan. Í þeim tilfellum er fylgjan þurrkuð og mulin og sett í hylki, sem móðirin tekur síðan inn. Hún segir það gert fyrir þær mæður sem hugnist ekki að borða fylgjuna en vilji samt neyta hennar. Sumar borði hana þó án þurrkunar að sögn konunnar. Á netinu og í bókum má finna fjölda uppskrifta þar sem fylgjan er hluti af matreiðslunni. Konan segist ekki þiggja greiðslu fyrir þessa þjónustu. „Þetta er ekki hefðbundin dúluþjónusta.“ Hún neitar því að mæðurnar óski eftir þjónustunni vegna ráðlegginga hennar. „Það eru til rannsóknir sem að hafa sýnt fram á ávinning af þessu,“ segir konan. Hvað er dúla?„Dúlur eru konur sem aðstoða barnshafandi konur og fjölskyldur þeirra í, fyrir og eftir fæðingu og veita samfellda þjónustu og eru stuðningsaðilar,“ segir Soffía Bæringsdóttir dúla. „Hlutverk þeirra er ekki klínískt og við vinnum fyrir fjölskyldurnar á þeirra forsendum,“ bætir hún við. Soffía segir að dúlur geti meðal annars hjálpað til við að veita jákvæðari upplifun af fæðingum. Soffía segir það af og frá að matreiðsla fylgju sé hefðbundin þjónusta dúlu.
Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Sjá meira