Eigum við að mótmæla harðlega? Elvar Örn Arason og Gunnar Alexander Ólafsson skrifar 5. mars 2014 06:00 Það er ótrúlegt að fylgjast með atburðum í Úkraínu. Þar hafa Rússar ákveðið að beita hervaldi til að freista þess að knésetja ný stjórnvöld í Kænugarði. Byltingin í Úkraínu var gerð í kjölfar mikilla mótmæla frá almenningi. Almenningur var ósáttur við stefnu þáverandi forseta að hætta við að undirrita samstarfssamning við ESB og þróa nánara samstarf við Rússland, sem lofaði úkraínskum stjórnvöldum ríflegum fjárstuðningi ef þau hættu við samstarfið við ESB. Þetta átti almenningur í vesturhluta Úkraínu erfitt með að sætta sig við og í kjölfarið brutust út hörð mótmæli sem leiddu til þess að Janúkovítsj forseti hrökklaðist frá völdum. Vladímír Pútín, forseti Rússlands, vill fá að stjórna því hvernig stjórnarfarið er í ríkjunum í kringum Rússland. Hann kærir sig kollóttan um að virða mannréttindi og koma á vestrænu lýðræði á áhrifasvæði þess. Almenningur í Úkraínu vill ekki nánari samskipti við Rússland, heldur treysta lýðræðisþróunina í landinu sem hófst árið 1991 með falli Sovétríkjanna og styrkja tengslin við ESB. Átökin gætu haft alvarlegar afleiðingar í för með sér og hrint af stað ófriðaröldu á svæðinu. Þessi þróun hefur leitt til neyðarfunda hjá ESB og NATO, þar sem nágrannaríki Rússlands hafa sett af stað nánari útfærslu á stofnsamningi NATÓ (Litháen skoðar nánar 4. gr. NATO-sáttmálans). Ástandið er afar eldfimt og allir aðilar þurfa að gæta þess að stigmagna ekki deiluna og leita eftir friðsamlegum lausnum. Athyglisvert er að frá íslenskum stjórnvöldum koma varfærin viðbrögð. Þvert á móti hafa íslensk stjórnvöld undanfarin misseri fjandskapast við samstarfsþjóðir okkar í ESB (tillaga um slit á ESB-viðræðum), mært rússnesk stjórnvöld (viðtal forsetans við rússneskt dagblað), sýnt þeim of mikla virðingu (ráðherra og forseti fara á Vetrarólympíuleika). Það skiptir máli að Vesturlönd standi saman og fordæmi rússnesk stjórnvöld harðlega fyrir að beita vopnavaldi gegn sjálfstæðu ríki. Ísland á að mótmæla með virkari hætti en hefur verið gert, t.d. með því að fylgja fordæmi stjórnvalda í Bretlandi og hætta við að senda ráðherra á Vetrarólympíuleika fatlaðra sem haldnir verða í Rússlandi. Að okkar mati eiga íslensk stjórnvöld ekki að efla samskipti sín við Rússland, heldur þvert á móti kæla þau samskipti í stað þess að eyða allri sinni orku í að draga úr samskiptum við lýðræðisþjóðir í Evrópu. Lesendur Vísis geta sent inn greinar á greinar@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Alexander Ólafsson Mest lesið Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Sjá meira
Það er ótrúlegt að fylgjast með atburðum í Úkraínu. Þar hafa Rússar ákveðið að beita hervaldi til að freista þess að knésetja ný stjórnvöld í Kænugarði. Byltingin í Úkraínu var gerð í kjölfar mikilla mótmæla frá almenningi. Almenningur var ósáttur við stefnu þáverandi forseta að hætta við að undirrita samstarfssamning við ESB og þróa nánara samstarf við Rússland, sem lofaði úkraínskum stjórnvöldum ríflegum fjárstuðningi ef þau hættu við samstarfið við ESB. Þetta átti almenningur í vesturhluta Úkraínu erfitt með að sætta sig við og í kjölfarið brutust út hörð mótmæli sem leiddu til þess að Janúkovítsj forseti hrökklaðist frá völdum. Vladímír Pútín, forseti Rússlands, vill fá að stjórna því hvernig stjórnarfarið er í ríkjunum í kringum Rússland. Hann kærir sig kollóttan um að virða mannréttindi og koma á vestrænu lýðræði á áhrifasvæði þess. Almenningur í Úkraínu vill ekki nánari samskipti við Rússland, heldur treysta lýðræðisþróunina í landinu sem hófst árið 1991 með falli Sovétríkjanna og styrkja tengslin við ESB. Átökin gætu haft alvarlegar afleiðingar í för með sér og hrint af stað ófriðaröldu á svæðinu. Þessi þróun hefur leitt til neyðarfunda hjá ESB og NATO, þar sem nágrannaríki Rússlands hafa sett af stað nánari útfærslu á stofnsamningi NATÓ (Litháen skoðar nánar 4. gr. NATO-sáttmálans). Ástandið er afar eldfimt og allir aðilar þurfa að gæta þess að stigmagna ekki deiluna og leita eftir friðsamlegum lausnum. Athyglisvert er að frá íslenskum stjórnvöldum koma varfærin viðbrögð. Þvert á móti hafa íslensk stjórnvöld undanfarin misseri fjandskapast við samstarfsþjóðir okkar í ESB (tillaga um slit á ESB-viðræðum), mært rússnesk stjórnvöld (viðtal forsetans við rússneskt dagblað), sýnt þeim of mikla virðingu (ráðherra og forseti fara á Vetrarólympíuleika). Það skiptir máli að Vesturlönd standi saman og fordæmi rússnesk stjórnvöld harðlega fyrir að beita vopnavaldi gegn sjálfstæðu ríki. Ísland á að mótmæla með virkari hætti en hefur verið gert, t.d. með því að fylgja fordæmi stjórnvalda í Bretlandi og hætta við að senda ráðherra á Vetrarólympíuleika fatlaðra sem haldnir verða í Rússlandi. Að okkar mati eiga íslensk stjórnvöld ekki að efla samskipti sín við Rússland, heldur þvert á móti kæla þau samskipti í stað þess að eyða allri sinni orku í að draga úr samskiptum við lýðræðisþjóðir í Evrópu. Lesendur Vísis geta sent inn greinar á greinar@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi.
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun