Bændur vildu síma 1905, „þeir vildu gemsann“ Guðni Ágústsson skrifar 3. mars 2014 08:00 Aftur og aftur hendir það hálærða menn að fara með sömu lygatugguna um að bændur hafi riðið til Reykjavíkur 1905 til að mótmæla símanum, já símanum. Hið sanna er að þeir vildu loftskeytasamand við Ísland í stað ritsímasambands um sæstreng. Gemsinn er nú nefndur til gamans sem skilgetið afkvæmi þess þráðlausa. En um ritsímann og sæstrenginn og hins vegar loftskeytasambandið stóðu pólitískar deilur og snerust þær um hvort ekki bæri fremur að fara í þráðlaust samband eða loftskeytasamband. Fyrir þessum pólitísku hreyfingum fóru tveir af glæsilegustu mönnum Íslandssögunnar, annars vegar Hannes Hafstein, ráðherra og skáld. Hann var sæstrengsmaður. Hins vegar Einar Benediktsson, skáld og athafnamaður. Hann vildi loftskeytasamband og var sjálfur með umboð og einkaleyfi Marconifélagsins á Norðurlöndunum.Um hvað var deilt 1905? Nú hendir þetta slys Bolla Héðinsson, ágætan mann, að tengja símadeiluna 1905 inn í þá umræðu að núverandi ríkisstjórn hefur ákveðið að koma hreint fram við Brussel og draga aðlögunina að ESB til baka og fylgja þar með eftir hálfnuðu verki fyrri ríkisstjórnar sem hafði lagt viðræðurnar í frost af því að þær voru að stranda á stóru málunum um landbúnað og sjávarútveg, ekki síst landhelginni. Spyrjið bara þá Steingrím J. Sigfússon og Ögmund Jónasson um staðreyndir málsins. Bolli verður að lesa betur heima, hann getur farið í bæði ævisögu Einars Benediktssonar eftir Guðjón Friðriksson eða Öldina okkar eða Söguþræði Símans og Sögu Símans í 100 ár. En þar segir frá Reykjavíkurreið bænda 1905 og virðist hún vera liður í mjög pólitískum átökum á Íslandi þá. Tillögur bændafundarins snerust um tvö stór pólitísk mál. Í fyrsta lagi ályktaði fundurinn um þann „stjórnarfarslega voða, sem sjálfstjórn hinnar íslensku þjóðar stafar af því, að forsætisráðherra Dana undirskrifi skipunarbréf Íslandsráðherra“. Í öðru lagi skorar „Bændafundurinn á Alþingi mjög alvarlega að hafna algerlega ritsímasamningi þeim, er ráðherra Íslands gerði sl. haust við stóra norræna símafélagið. Jafnframt skorar fundurinn á þing og stjórn að sinna tilboðum loftskeytafélaga um loftskeytasamband milli Íslands og útlanda og innan lands eða fresta málinu að öðrum kosti“.Hverjir voru í liði bænda? Þessir bændur voru ekki að mótmæla síma, þeir voru að mæla með nýjustu tækni og töluðu fyrir loftskeytasambandi við útlönd. Í hópi þessara bænda voru fyrirliðarnir ekki neinir afturhaldsmenn, þar fór sjálfur Einar Benediktsson, skáld og sýslumaður Rangæinga fyrir liði. Nú spyr ég þig Bolli og alla þá sem þekkja sögu Einars Benediktssonar en hann stóð að þessari hópreið: Hver trúir þeirri vitleysu að hann, framsæknasti Íslendingurinn í upphafi síðustu aldar, heimsborgari og mestur framfaramaður landsins, hafi barist gegn símanum, ég spyr? Einar var langt á undan samtímanum, búinn að hanna rafvæðingu landsins fyrir fyrri heimsstyrjöld, sá alls staðar tækifæri, vildi selja norðurljósin sem gert er nú eitt hundrað árum síðar. Hver trúir að hann hafi barist gegn símasambandi eða samskiptum við umheiminn? En Einar var á heimavelli hvar sem hann kom á mannfagnaði erlendis, viðskiftajöfur Íslands. Það voru heldur engir aukvisar í hans liði. Þar má nefna þá Björn Jónsson, síðar ráðherra, Valtý Guðmundsson, alþingismann og ritstjóra, og Eyjólf Guðmundsson, landshöfðingja í Hvammi, Gest Einarsson á Hæli, Þorstein Thorarensen á Móeiðarhvoli og séra Jens Pálsson í Görðum.Frumburður landsins Að lokum þakkaði Guðmundur Finnbogason, mestur menntamaður þá, bændum skörungsskapinn að sýna, að þeir vildu ekki selja frumburðarrétt sinn eins og Esaú forðum. Bændurnir 1905 voru í sömu hugleiðingum og fólkið sem nú stendur á Austurvelli. Þeir komu til að mótmæla stjórnvöldum. Deilan nú snýst kannski enn frekar um frumburðarrétt okkar og landsins. Og hverjir ráði lífi og lögum, auðlindum og ákvörðunum Íslendinga í framtíðinni. En í þeim efnum voru þeir samherjar, Hannes Hafstein og Einar Benediktsson. Þeir vildu frelsi landsins, fjárfestingu og framfarir. Eins og ég trúi reyndar að allir Íslendingar vilji hvar sem þeir standa í Evrópusambandsmálinu. Bændurnir 1905 voru á undan í hugsuninni en ekki afturhaldsmenn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðni Ágústsson Mest lesið Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Setjum kröfur um grunn í tungumálinu okkar Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson Skoðun Skoðun Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Setjum kröfur um grunn í tungumálinu okkar Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Sjá meira
Aftur og aftur hendir það hálærða menn að fara með sömu lygatugguna um að bændur hafi riðið til Reykjavíkur 1905 til að mótmæla símanum, já símanum. Hið sanna er að þeir vildu loftskeytasamand við Ísland í stað ritsímasambands um sæstreng. Gemsinn er nú nefndur til gamans sem skilgetið afkvæmi þess þráðlausa. En um ritsímann og sæstrenginn og hins vegar loftskeytasambandið stóðu pólitískar deilur og snerust þær um hvort ekki bæri fremur að fara í þráðlaust samband eða loftskeytasamband. Fyrir þessum pólitísku hreyfingum fóru tveir af glæsilegustu mönnum Íslandssögunnar, annars vegar Hannes Hafstein, ráðherra og skáld. Hann var sæstrengsmaður. Hins vegar Einar Benediktsson, skáld og athafnamaður. Hann vildi loftskeytasamband og var sjálfur með umboð og einkaleyfi Marconifélagsins á Norðurlöndunum.Um hvað var deilt 1905? Nú hendir þetta slys Bolla Héðinsson, ágætan mann, að tengja símadeiluna 1905 inn í þá umræðu að núverandi ríkisstjórn hefur ákveðið að koma hreint fram við Brussel og draga aðlögunina að ESB til baka og fylgja þar með eftir hálfnuðu verki fyrri ríkisstjórnar sem hafði lagt viðræðurnar í frost af því að þær voru að stranda á stóru málunum um landbúnað og sjávarútveg, ekki síst landhelginni. Spyrjið bara þá Steingrím J. Sigfússon og Ögmund Jónasson um staðreyndir málsins. Bolli verður að lesa betur heima, hann getur farið í bæði ævisögu Einars Benediktssonar eftir Guðjón Friðriksson eða Öldina okkar eða Söguþræði Símans og Sögu Símans í 100 ár. En þar segir frá Reykjavíkurreið bænda 1905 og virðist hún vera liður í mjög pólitískum átökum á Íslandi þá. Tillögur bændafundarins snerust um tvö stór pólitísk mál. Í fyrsta lagi ályktaði fundurinn um þann „stjórnarfarslega voða, sem sjálfstjórn hinnar íslensku þjóðar stafar af því, að forsætisráðherra Dana undirskrifi skipunarbréf Íslandsráðherra“. Í öðru lagi skorar „Bændafundurinn á Alþingi mjög alvarlega að hafna algerlega ritsímasamningi þeim, er ráðherra Íslands gerði sl. haust við stóra norræna símafélagið. Jafnframt skorar fundurinn á þing og stjórn að sinna tilboðum loftskeytafélaga um loftskeytasamband milli Íslands og útlanda og innan lands eða fresta málinu að öðrum kosti“.Hverjir voru í liði bænda? Þessir bændur voru ekki að mótmæla síma, þeir voru að mæla með nýjustu tækni og töluðu fyrir loftskeytasambandi við útlönd. Í hópi þessara bænda voru fyrirliðarnir ekki neinir afturhaldsmenn, þar fór sjálfur Einar Benediktsson, skáld og sýslumaður Rangæinga fyrir liði. Nú spyr ég þig Bolli og alla þá sem þekkja sögu Einars Benediktssonar en hann stóð að þessari hópreið: Hver trúir þeirri vitleysu að hann, framsæknasti Íslendingurinn í upphafi síðustu aldar, heimsborgari og mestur framfaramaður landsins, hafi barist gegn símanum, ég spyr? Einar var langt á undan samtímanum, búinn að hanna rafvæðingu landsins fyrir fyrri heimsstyrjöld, sá alls staðar tækifæri, vildi selja norðurljósin sem gert er nú eitt hundrað árum síðar. Hver trúir að hann hafi barist gegn símasambandi eða samskiptum við umheiminn? En Einar var á heimavelli hvar sem hann kom á mannfagnaði erlendis, viðskiftajöfur Íslands. Það voru heldur engir aukvisar í hans liði. Þar má nefna þá Björn Jónsson, síðar ráðherra, Valtý Guðmundsson, alþingismann og ritstjóra, og Eyjólf Guðmundsson, landshöfðingja í Hvammi, Gest Einarsson á Hæli, Þorstein Thorarensen á Móeiðarhvoli og séra Jens Pálsson í Görðum.Frumburður landsins Að lokum þakkaði Guðmundur Finnbogason, mestur menntamaður þá, bændum skörungsskapinn að sýna, að þeir vildu ekki selja frumburðarrétt sinn eins og Esaú forðum. Bændurnir 1905 voru í sömu hugleiðingum og fólkið sem nú stendur á Austurvelli. Þeir komu til að mótmæla stjórnvöldum. Deilan nú snýst kannski enn frekar um frumburðarrétt okkar og landsins. Og hverjir ráði lífi og lögum, auðlindum og ákvörðunum Íslendinga í framtíðinni. En í þeim efnum voru þeir samherjar, Hannes Hafstein og Einar Benediktsson. Þeir vildu frelsi landsins, fjárfestingu og framfarir. Eins og ég trúi reyndar að allir Íslendingar vilji hvar sem þeir standa í Evrópusambandsmálinu. Bændurnir 1905 voru á undan í hugsuninni en ekki afturhaldsmenn.
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun