Bændur vildu síma 1905, „þeir vildu gemsann“ Guðni Ágústsson skrifar 3. mars 2014 08:00 Aftur og aftur hendir það hálærða menn að fara með sömu lygatugguna um að bændur hafi riðið til Reykjavíkur 1905 til að mótmæla símanum, já símanum. Hið sanna er að þeir vildu loftskeytasamand við Ísland í stað ritsímasambands um sæstreng. Gemsinn er nú nefndur til gamans sem skilgetið afkvæmi þess þráðlausa. En um ritsímann og sæstrenginn og hins vegar loftskeytasambandið stóðu pólitískar deilur og snerust þær um hvort ekki bæri fremur að fara í þráðlaust samband eða loftskeytasamband. Fyrir þessum pólitísku hreyfingum fóru tveir af glæsilegustu mönnum Íslandssögunnar, annars vegar Hannes Hafstein, ráðherra og skáld. Hann var sæstrengsmaður. Hins vegar Einar Benediktsson, skáld og athafnamaður. Hann vildi loftskeytasamband og var sjálfur með umboð og einkaleyfi Marconifélagsins á Norðurlöndunum.Um hvað var deilt 1905? Nú hendir þetta slys Bolla Héðinsson, ágætan mann, að tengja símadeiluna 1905 inn í þá umræðu að núverandi ríkisstjórn hefur ákveðið að koma hreint fram við Brussel og draga aðlögunina að ESB til baka og fylgja þar með eftir hálfnuðu verki fyrri ríkisstjórnar sem hafði lagt viðræðurnar í frost af því að þær voru að stranda á stóru málunum um landbúnað og sjávarútveg, ekki síst landhelginni. Spyrjið bara þá Steingrím J. Sigfússon og Ögmund Jónasson um staðreyndir málsins. Bolli verður að lesa betur heima, hann getur farið í bæði ævisögu Einars Benediktssonar eftir Guðjón Friðriksson eða Öldina okkar eða Söguþræði Símans og Sögu Símans í 100 ár. En þar segir frá Reykjavíkurreið bænda 1905 og virðist hún vera liður í mjög pólitískum átökum á Íslandi þá. Tillögur bændafundarins snerust um tvö stór pólitísk mál. Í fyrsta lagi ályktaði fundurinn um þann „stjórnarfarslega voða, sem sjálfstjórn hinnar íslensku þjóðar stafar af því, að forsætisráðherra Dana undirskrifi skipunarbréf Íslandsráðherra“. Í öðru lagi skorar „Bændafundurinn á Alþingi mjög alvarlega að hafna algerlega ritsímasamningi þeim, er ráðherra Íslands gerði sl. haust við stóra norræna símafélagið. Jafnframt skorar fundurinn á þing og stjórn að sinna tilboðum loftskeytafélaga um loftskeytasamband milli Íslands og útlanda og innan lands eða fresta málinu að öðrum kosti“.Hverjir voru í liði bænda? Þessir bændur voru ekki að mótmæla síma, þeir voru að mæla með nýjustu tækni og töluðu fyrir loftskeytasambandi við útlönd. Í hópi þessara bænda voru fyrirliðarnir ekki neinir afturhaldsmenn, þar fór sjálfur Einar Benediktsson, skáld og sýslumaður Rangæinga fyrir liði. Nú spyr ég þig Bolli og alla þá sem þekkja sögu Einars Benediktssonar en hann stóð að þessari hópreið: Hver trúir þeirri vitleysu að hann, framsæknasti Íslendingurinn í upphafi síðustu aldar, heimsborgari og mestur framfaramaður landsins, hafi barist gegn símanum, ég spyr? Einar var langt á undan samtímanum, búinn að hanna rafvæðingu landsins fyrir fyrri heimsstyrjöld, sá alls staðar tækifæri, vildi selja norðurljósin sem gert er nú eitt hundrað árum síðar. Hver trúir að hann hafi barist gegn símasambandi eða samskiptum við umheiminn? En Einar var á heimavelli hvar sem hann kom á mannfagnaði erlendis, viðskiftajöfur Íslands. Það voru heldur engir aukvisar í hans liði. Þar má nefna þá Björn Jónsson, síðar ráðherra, Valtý Guðmundsson, alþingismann og ritstjóra, og Eyjólf Guðmundsson, landshöfðingja í Hvammi, Gest Einarsson á Hæli, Þorstein Thorarensen á Móeiðarhvoli og séra Jens Pálsson í Görðum.Frumburður landsins Að lokum þakkaði Guðmundur Finnbogason, mestur menntamaður þá, bændum skörungsskapinn að sýna, að þeir vildu ekki selja frumburðarrétt sinn eins og Esaú forðum. Bændurnir 1905 voru í sömu hugleiðingum og fólkið sem nú stendur á Austurvelli. Þeir komu til að mótmæla stjórnvöldum. Deilan nú snýst kannski enn frekar um frumburðarrétt okkar og landsins. Og hverjir ráði lífi og lögum, auðlindum og ákvörðunum Íslendinga í framtíðinni. En í þeim efnum voru þeir samherjar, Hannes Hafstein og Einar Benediktsson. Þeir vildu frelsi landsins, fjárfestingu og framfarir. Eins og ég trúi reyndar að allir Íslendingar vilji hvar sem þeir standa í Evrópusambandsmálinu. Bændurnir 1905 voru á undan í hugsuninni en ekki afturhaldsmenn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðni Ágústsson Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Hefur þú ekkert að gera?” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Hvatning um stuðning við strandveiðar Örn Pálsson skrifar Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin – íslenskt skólastarf Jón Torfi Jónasson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameinumst, hjálpum þeim Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Halló manneskja Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun „Getið þið ekki talað um eitthvað annað en þessa vegi!?“ Gerður Björk Sveinsdóttir skrifar Skoðun Gaman og gott að eldast – eflum lýðheilsu Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð fanga kemur okkur öllum við Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Óréttlát lög sem þarf að lagfæra Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Bless Borgarlína, halló Sundabraut Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd blasir við Íslendingum Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Það er ekki allt að fara til fjandans! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir skrifar Skoðun Ískaldur veruleiki, ekki skuggamyndir á vegg fræðimanna Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Tölum um fólkið, ekki kerfin María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vegur vinstrisins til áhrifa Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Börnin á biðlistunum - það er ekki hægt að skálda þetta Dilja Ámundadóttir Zoega skrifar Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir skrifar Sjá meira
Aftur og aftur hendir það hálærða menn að fara með sömu lygatugguna um að bændur hafi riðið til Reykjavíkur 1905 til að mótmæla símanum, já símanum. Hið sanna er að þeir vildu loftskeytasamand við Ísland í stað ritsímasambands um sæstreng. Gemsinn er nú nefndur til gamans sem skilgetið afkvæmi þess þráðlausa. En um ritsímann og sæstrenginn og hins vegar loftskeytasambandið stóðu pólitískar deilur og snerust þær um hvort ekki bæri fremur að fara í þráðlaust samband eða loftskeytasamband. Fyrir þessum pólitísku hreyfingum fóru tveir af glæsilegustu mönnum Íslandssögunnar, annars vegar Hannes Hafstein, ráðherra og skáld. Hann var sæstrengsmaður. Hins vegar Einar Benediktsson, skáld og athafnamaður. Hann vildi loftskeytasamband og var sjálfur með umboð og einkaleyfi Marconifélagsins á Norðurlöndunum.Um hvað var deilt 1905? Nú hendir þetta slys Bolla Héðinsson, ágætan mann, að tengja símadeiluna 1905 inn í þá umræðu að núverandi ríkisstjórn hefur ákveðið að koma hreint fram við Brussel og draga aðlögunina að ESB til baka og fylgja þar með eftir hálfnuðu verki fyrri ríkisstjórnar sem hafði lagt viðræðurnar í frost af því að þær voru að stranda á stóru málunum um landbúnað og sjávarútveg, ekki síst landhelginni. Spyrjið bara þá Steingrím J. Sigfússon og Ögmund Jónasson um staðreyndir málsins. Bolli verður að lesa betur heima, hann getur farið í bæði ævisögu Einars Benediktssonar eftir Guðjón Friðriksson eða Öldina okkar eða Söguþræði Símans og Sögu Símans í 100 ár. En þar segir frá Reykjavíkurreið bænda 1905 og virðist hún vera liður í mjög pólitískum átökum á Íslandi þá. Tillögur bændafundarins snerust um tvö stór pólitísk mál. Í fyrsta lagi ályktaði fundurinn um þann „stjórnarfarslega voða, sem sjálfstjórn hinnar íslensku þjóðar stafar af því, að forsætisráðherra Dana undirskrifi skipunarbréf Íslandsráðherra“. Í öðru lagi skorar „Bændafundurinn á Alþingi mjög alvarlega að hafna algerlega ritsímasamningi þeim, er ráðherra Íslands gerði sl. haust við stóra norræna símafélagið. Jafnframt skorar fundurinn á þing og stjórn að sinna tilboðum loftskeytafélaga um loftskeytasamband milli Íslands og útlanda og innan lands eða fresta málinu að öðrum kosti“.Hverjir voru í liði bænda? Þessir bændur voru ekki að mótmæla síma, þeir voru að mæla með nýjustu tækni og töluðu fyrir loftskeytasambandi við útlönd. Í hópi þessara bænda voru fyrirliðarnir ekki neinir afturhaldsmenn, þar fór sjálfur Einar Benediktsson, skáld og sýslumaður Rangæinga fyrir liði. Nú spyr ég þig Bolli og alla þá sem þekkja sögu Einars Benediktssonar en hann stóð að þessari hópreið: Hver trúir þeirri vitleysu að hann, framsæknasti Íslendingurinn í upphafi síðustu aldar, heimsborgari og mestur framfaramaður landsins, hafi barist gegn símanum, ég spyr? Einar var langt á undan samtímanum, búinn að hanna rafvæðingu landsins fyrir fyrri heimsstyrjöld, sá alls staðar tækifæri, vildi selja norðurljósin sem gert er nú eitt hundrað árum síðar. Hver trúir að hann hafi barist gegn símasambandi eða samskiptum við umheiminn? En Einar var á heimavelli hvar sem hann kom á mannfagnaði erlendis, viðskiftajöfur Íslands. Það voru heldur engir aukvisar í hans liði. Þar má nefna þá Björn Jónsson, síðar ráðherra, Valtý Guðmundsson, alþingismann og ritstjóra, og Eyjólf Guðmundsson, landshöfðingja í Hvammi, Gest Einarsson á Hæli, Þorstein Thorarensen á Móeiðarhvoli og séra Jens Pálsson í Görðum.Frumburður landsins Að lokum þakkaði Guðmundur Finnbogason, mestur menntamaður þá, bændum skörungsskapinn að sýna, að þeir vildu ekki selja frumburðarrétt sinn eins og Esaú forðum. Bændurnir 1905 voru í sömu hugleiðingum og fólkið sem nú stendur á Austurvelli. Þeir komu til að mótmæla stjórnvöldum. Deilan nú snýst kannski enn frekar um frumburðarrétt okkar og landsins. Og hverjir ráði lífi og lögum, auðlindum og ákvörðunum Íslendinga í framtíðinni. En í þeim efnum voru þeir samherjar, Hannes Hafstein og Einar Benediktsson. Þeir vildu frelsi landsins, fjárfestingu og framfarir. Eins og ég trúi reyndar að allir Íslendingar vilji hvar sem þeir standa í Evrópusambandsmálinu. Bændurnir 1905 voru á undan í hugsuninni en ekki afturhaldsmenn.
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar
Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun