Stjórnarflokkarnir með 41% stuðning Brjánn Jónasson skrifar 3. mars 2014 08:38 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hafa horft á bak talsverðu fylgi frá kosningum. Fréttablaðið/GVA Stuðningur við Sjálfstæðisflokkinn hefur minnkað úr 30,5 prósentum í 26,8 prósent á síðasta mánuði samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Um 13,9 prósent styðja Framsóknarflokkinn. Samanlagt styðja því 40,7 prósent kjósenda stjórnarflokkana tvo. Yrðu niðurstöður kosninga í takt við þetta fengju þeir samtals 26 þingmenn, en eru með 38 þingmenn í dag. Til að halda þingmeirihluta þyrftu þeir að hafa 32 þingmenn af 63, sex fleiri en þeir fengju yrði gengið til kosninga nú.Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar, og Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, stýra jafn stórum flokkum samkvæmt könnuninni.Fréttablaðið/DaníelBjört framtíð og Samfylkingin mælast nú með nær sama fylgi á landsvísu samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar. Báðir flokkarnir mælast með stuðning um 18 prósenta kjósenda, en stuðningur við Bjarta framtíð mælist á uppleið á meðan fylgi Samfylkingarinnar hefur dalað undanfarið. Alls myndu 18,4 prósent kjósenda merkja við A fyrir Bjarta framtíð yrði gengið til kosninga nú samkvæmt könnuninni. Stuðningur við flokkinn hefur tekið kipp frá síðustu könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2, en hann mældist 13,5 prósent í lok janúar. Kjörfylgi Bjartrar framtíðar í síðustu kosningum var 8,2 prósent og hefur fylgið því meira en tvöfaldast síðan. Kæmi þetta fylgi upp úr kjörkössunum tvöfaldaðist fjöldi þingmanna Bjartrar framtíðar og færi í 12, en flokkurinn er með sex þingmenn í dag. Samfylkingin er á sama róli þegar kemur að fylgi, en sækir ekki í sig veðrið nema síður sé. Flokkurinn mælist með um 18 prósenta stuðning í könnuninni, en 20,2 prósent í lok janúar. Fylgið er engu að síður vel yfir 12,9 prósenta kjörfylginu, og myndi skila flokknum 12 þingmönnum, en samfylkingarþingmennirnir eru níu í dag.Sjálfstæðisflokkurinn mælist enn stærsti flokkurinn, með 26,8 prósenta fylgi, nær sama fylgi og kom upp úr kjörkössunum í síðustu kosningum. Fylgi flokksins hefur minnkað talsvert á síðasta mánuði, en 30,5 prósent sögðust styðja flokkinn í lok janúar. Flokkurinn myndi tapa tveimur þingsætum yrði þetta niðurstaða kosninga, og fá 17 þingmenn kjörna. Fylgi hins stjórnarflokksins, Framsóknarflokksins, er komið á kunnuglegar slóðir. Um 13,9 prósent styðja flokkinn nú, og hefur hann tapað meira en tíu prósentustigum frá kosningum, þegar 24,4 prósent greiddu honum atkvæði sitt. Fylgi Framsóknar er nú nærri því sem það var í frá árinu 2009 út árið 2012. Framsókn myndi tapa meira en helmingi þingmanna sinna ef kosið yrði nú, samkvæmt könnuninni, fengi níu menn kjörna en er með 19 í dag. Litlar breytingar mælast á fylgi Vinstri grænna. Um 11,3 prósent myndu kjósa flokkinn í dag samkvæmt könnuninni, heldur fleiri en í síðasta mánuði, en fylgið er aðeins örlitlu hærra en kjörfylgið eftir fjögur erfið ár í ríkisstjórn. Flokkurinn er með sjö þingmenn og myndi halda þeim í kosningum í dag samkvæmt könnuninni. Stuðningur við Pírata mælist nú í fyrsta skipti með tveggja stafa tölu. Alls segjast 10,2 prósent myndu kjósa Pírata yrði gengið til kosninga nú, en 9,2 prósent voru sömu skoðunar í síðasta mánuði. Píratar hafa samkvæmt þessu tvöfaldað 5,1 prósents kjörfylgi sitt og fengju sex þingmenn í stað þriggja nú yrði gengið til kosninga í dag.Aðferðafræðin Hringt var í 1.309 manns þar til náðist í 805 manns samkvæmt lagskiptu úrtaki dagana 26. og 27. febrúar. Svarhlutfallið var 61,5 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til þingkosninga í dag? Ef ekki fékkst svar var spurt: Hvaða flokk er líklegast að þú myndir kjósa? Ef ekki fékkst svar var spurt Er líklegra að þú myndir kjósa Sjálfstæðisflokkinn, eða einhvern annan flokk? Það er gert í samræmi við aðferðafræði sem þróuð var á Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands. Alls tóku 65,5 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar. ESB-málið Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Stuðningur við Sjálfstæðisflokkinn hefur minnkað úr 30,5 prósentum í 26,8 prósent á síðasta mánuði samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Um 13,9 prósent styðja Framsóknarflokkinn. Samanlagt styðja því 40,7 prósent kjósenda stjórnarflokkana tvo. Yrðu niðurstöður kosninga í takt við þetta fengju þeir samtals 26 þingmenn, en eru með 38 þingmenn í dag. Til að halda þingmeirihluta þyrftu þeir að hafa 32 þingmenn af 63, sex fleiri en þeir fengju yrði gengið til kosninga nú.Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar, og Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, stýra jafn stórum flokkum samkvæmt könnuninni.Fréttablaðið/DaníelBjört framtíð og Samfylkingin mælast nú með nær sama fylgi á landsvísu samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar. Báðir flokkarnir mælast með stuðning um 18 prósenta kjósenda, en stuðningur við Bjarta framtíð mælist á uppleið á meðan fylgi Samfylkingarinnar hefur dalað undanfarið. Alls myndu 18,4 prósent kjósenda merkja við A fyrir Bjarta framtíð yrði gengið til kosninga nú samkvæmt könnuninni. Stuðningur við flokkinn hefur tekið kipp frá síðustu könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2, en hann mældist 13,5 prósent í lok janúar. Kjörfylgi Bjartrar framtíðar í síðustu kosningum var 8,2 prósent og hefur fylgið því meira en tvöfaldast síðan. Kæmi þetta fylgi upp úr kjörkössunum tvöfaldaðist fjöldi þingmanna Bjartrar framtíðar og færi í 12, en flokkurinn er með sex þingmenn í dag. Samfylkingin er á sama róli þegar kemur að fylgi, en sækir ekki í sig veðrið nema síður sé. Flokkurinn mælist með um 18 prósenta stuðning í könnuninni, en 20,2 prósent í lok janúar. Fylgið er engu að síður vel yfir 12,9 prósenta kjörfylginu, og myndi skila flokknum 12 þingmönnum, en samfylkingarþingmennirnir eru níu í dag.Sjálfstæðisflokkurinn mælist enn stærsti flokkurinn, með 26,8 prósenta fylgi, nær sama fylgi og kom upp úr kjörkössunum í síðustu kosningum. Fylgi flokksins hefur minnkað talsvert á síðasta mánuði, en 30,5 prósent sögðust styðja flokkinn í lok janúar. Flokkurinn myndi tapa tveimur þingsætum yrði þetta niðurstaða kosninga, og fá 17 þingmenn kjörna. Fylgi hins stjórnarflokksins, Framsóknarflokksins, er komið á kunnuglegar slóðir. Um 13,9 prósent styðja flokkinn nú, og hefur hann tapað meira en tíu prósentustigum frá kosningum, þegar 24,4 prósent greiddu honum atkvæði sitt. Fylgi Framsóknar er nú nærri því sem það var í frá árinu 2009 út árið 2012. Framsókn myndi tapa meira en helmingi þingmanna sinna ef kosið yrði nú, samkvæmt könnuninni, fengi níu menn kjörna en er með 19 í dag. Litlar breytingar mælast á fylgi Vinstri grænna. Um 11,3 prósent myndu kjósa flokkinn í dag samkvæmt könnuninni, heldur fleiri en í síðasta mánuði, en fylgið er aðeins örlitlu hærra en kjörfylgið eftir fjögur erfið ár í ríkisstjórn. Flokkurinn er með sjö þingmenn og myndi halda þeim í kosningum í dag samkvæmt könnuninni. Stuðningur við Pírata mælist nú í fyrsta skipti með tveggja stafa tölu. Alls segjast 10,2 prósent myndu kjósa Pírata yrði gengið til kosninga nú, en 9,2 prósent voru sömu skoðunar í síðasta mánuði. Píratar hafa samkvæmt þessu tvöfaldað 5,1 prósents kjörfylgi sitt og fengju sex þingmenn í stað þriggja nú yrði gengið til kosninga í dag.Aðferðafræðin Hringt var í 1.309 manns þar til náðist í 805 manns samkvæmt lagskiptu úrtaki dagana 26. og 27. febrúar. Svarhlutfallið var 61,5 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til þingkosninga í dag? Ef ekki fékkst svar var spurt: Hvaða flokk er líklegast að þú myndir kjósa? Ef ekki fékkst svar var spurt Er líklegra að þú myndir kjósa Sjálfstæðisflokkinn, eða einhvern annan flokk? Það er gert í samræmi við aðferðafræði sem þróuð var á Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands. Alls tóku 65,5 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar.
ESB-málið Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira