Ris og fall Hildar Lilliendahl Freyr Bjarnason skrifar 1. mars 2014 00:01 Eftir að Hafdís Huld kom fram í Kastljósi hafa birst gróf ummæli sem Hildur eða kærasti hennar höfðu uppi um nafnkunna einstaklinga. Vísir/Stefán Hildur Lilliendahl hefur verið mikið í umræðunni undanfarna daga eftir að upp komst um meiðandi ummæli hennar í garð söngkonunnar Hafdísar Huldar á netinu. Síðustu ár hefur Hildur verið áberandi fyrir femíníska baráttu og unnið til verðlauna. Fréttablaðið tók saman ferilinn. 2004 Byrjar að blogga og tekur í framhaldinu virkan þátt í umræðum á póstlista femínista. Hún stundar einnig spjallborðið á vefsíðunni Barnalandi.is, sem núna heitir Bland.is.Apríl 2006 Tekur þátt í ljóðasamkeppni Fréttablaðsins, Sigurskáldið, og vekur athygli fyrir ljóðið Sweet Jane, sem fjallar um spúsu Tarzans og hvernig nútímakonan finnur sig í henni.Febrúar 2012 Býr til síðuna Karlar sem hata konur á Facebook þar sem hún tekur saman ummæli karla af netinu sem eru að hennar mati fjandsamleg konum. Síðan vekur mikil viðbrögð og Hildur verður áberandi í femínískri baráttu í kjölfarið.Nóvember 2012 Heiðruð, ásamt Hönnu Björgu Vilhjálmsdóttur, af samtökunum UN Women fyrir framlag sitt til baráttunnar gegn kynbundnu ofbeldi. Af því tilefni leiða þær hina árlegu ljósagöngu í Reykjavík.Nóvember 2012 Fær hugrekkisviðurkenningu frá Stígamótum fyrir Karlar sem hata konur. „Baráttukonan Hildur hefur hvað eftir annað brotið þær hefðir og venjur sem segja til um það hvað konum er leyfilegt. Hún hefur hispurslaust rætt um sín hjartans mál án þess að skeyta um hávær mótmæli varðhunda óbreytts ástands,“ segja Stígamót í rökstuðningi sínum fyrir valinu.Desember 2012 Valin hetja ársins af lesendum DV. Í frétt DV sagði: „Hún hefur barist fyrir jafnréttismálum hér á landi og gegn því að kvenfyrirlitning og lítillækkun á konum í orðræðu verði að eðlilegum hugsunarhætti. Fyrir þetta hefur hún meðal annars þurft að þola persónuárásir, hótanir og útskúfun á Facebook.“Júní 2013 Einn af nokkrum femínistum sem skráir sig í fegurðarsamkeppnina Ungfrú Ísland í því skyni að bjóða staðalímyndum byrginn. Af sömu ástæðu prýðir hún í júlímánuði forsíðu Vikunnar þar sem hún er umbreytt, með sítt ljóst hár og klædd flegnum kjól.Febrúar 2014 Söngkonan Hafdís Huld greinir frá því í viðtali við Kastljós að Hildur hafi farið fremst í flokki í því að leggja hana í einelti á netinu. Fleiri gróf ummæli sem hún eða eiginmaður hennar Páll Hilmarsson höfðu uppi á netinu, stundum undir dulnefninu NöttZ, eru dregin fram í dagsljósið. Þau hafa bæði beðist afsökunar á ummælunum. Talskona Stígamóta segir að Hildur hefði aldrei fengið hugrekkisviðurkenninguna árið 2012 ef samtökin hefðu vitað um ummæli hennar á netinu.Ummæli á Visir.is um málið „Þó að ég hafi aðrar skoðanir en Hildur Lilliendahl eða einhver annar þá hóta ég aldrei að berja fólk. Mér finnst það aumkunarvert.“ - Hlín Einarsdóttir. „Fólk má hafa skoðanir á list eins og það vill en það er samt alltaf ákveðin lína og þegar verið er að hóta manni nauðgun og öðru af slíkum toga þarf að taka það alvarlega.“ - Hafdís Huld. „Ég væri frekar til í að koma út úr skápnum en að lesa Bland.is. Maður hefur ekki geð í sér til að lesa vefi þar sem sjúkt fólk er að tjá sig.“ - Sveinn Andri Sveinsson. „NöttZ hefur bersýnilega hagað sér brjálæðislega miklu verr heldur en ég hafði áttað mig á, en ég held að notendurnir [á Bland.is] hafi allir skilið á þeim tíma að hvorki mér né nokkrum öðrum álíka ruddum hafi verið alvara með það sem við vorum að segja.“ - Hildur Lilliendahl. „Ég skammast mín ofan í tær.“ - Hildur Lilliendahl „Að segja að eitthvað sé grín er ekki lengur afsökun. Þó maður sé að grínast er svo erfitt að greina á milli gríns og alvöru á netinu. Netið er ekki einhver annar heimur. Orð hafa afleiðingar og það er annað fólk bak við skjáinn.“ - Björn Rúnar Egilsson, verkefnastjóri SAFT og Heimila og skóla.Ummæli Hildar eða kærasta hennar„Myndirðu nauðga Hafdísi Huld með tjaldhæl?“ „Hver vill koma út að drepa?“ „Nennir einhver að berja hana fyrir mig?“ „Er Svanhildur Hólm virkilega svona feit?“ „Helvítis mellan sagði að ég væri með sigin brjóst. Hún er réttdræp fyrir mér.“ „Mig langar svo ofboðslega að drepa þennan mann með hamri að það er vandræðalegt.“Eins gott að passa sig á netinu „Femínistar eru mjög leiðir yfir þessu,“ segir Steinunn Rögnvaldsdóttir, talskona Femínistafélags Íslands, en tekur fram að mál Hildar setji ekki strik í reikninginn fyrir þá. „Þeir hætta ekkert að vera femínistar. Femínistar eru líka eins misjafnir og þeir eru margir. Femínismi er miklu meira en bara Hildur Lilliendahl. Það eru ekki bara einn eða tveir femínistar til, þeir eru þúsundir. Hildur hefur aldrei tekið á sig ábyrgðarhlutverk fyrir femínista. Hún er í sinni baráttu og hefur gert góða hluti þar,“ segir hún. „Þetta sýnir kannski einmitt að það sem þú setur á internetið er þar áfram og fer ekkert. Það er eins gott að passa sig. Fyrst og fremst á fólk ekki að segja svona hluti, hvort sem þeir verða uppgötvaðir eða ekki,“ segir Steinunn.Hildur hefur breyst mikið „Þessi ummæli hennar og mannsins hennar eru ótrúlega ömurleg og mér dettur ekki í hug að verja þau. En þetta gerðist fyrir löngu og ég er ekki viss um að neitt okkar vilji svara fyrir allt sem við sögðum og gerðum fyrir fimm árum,“ segir Helga Þórey Jónsdóttir, samstarfskona Hildar. „Hildur hefur breyst mikið síðan þá og sú manneskja sem hún er í dag er einhvern veginn svo frábær. Það er ofsalega leiðinlegt að nota hennar gamla sjálf gegn þeim góðu hlutum sem hún er að gera núna.“ Helga Þórey vill ekki meina að Hildur hafi komið slæmu orði á baráttu femínista með ummælum sínum. „Við föllum öll í þá gryfju að gera þá óraunhæfu kröfu að fólk sem er að standa í réttindabaráttu þurfi að vera flekklaust á öllum sviðum. Hún er ekki flekklaus frekar en aðrir þannig að hennar persónulegu gallar eða mistök úr fortíðinni eiga ekki að varpa skugga á það sem hún er að gera í dag. Eins og með albúmið hennar Karlar sem hata konur þá dregur þetta ekkert úr þeim ömurlegu ummælum sem eru þar. Það er enginn að biðjast afsökunar á þeim en hún hefur beðist afsökunar og sýnt iðrun. Hún er sannarlega leið yfir þessu máli.“Leiðrétt klukkan 16: Sagt var að Björg Vilhelmsdóttir hefði verið kyndilberi UN Women árið 2012. Hið rétta er að Hanna Björg Vilhjálmsdóttir var kyndilberi. Tengdar fréttir Segir ummæli Hildar dæma sig sjálf "Ég var að sjá þessi ummæli í fyrsta skipti í dag og er algjörlega slegin yfir þeim,“ segir Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir. 28. febrúar 2014 17:30 „Við öll þau sem ég hef sært og meitt vil ég segja fyrirgefðu“ Yfirlýsing Hildar Lilliendahl varðandi ummæli hennar á netinu. 28. febrúar 2014 20:13 „Auðvitað er Hildur bara mennsk eins og við öll“ Harmageddon fór yfir Lilliendahl málið enda hefur það meira segja náð að stela senunni af skrípalátunum á Alþingi og mótmælum á Austurvelli. 28. febrúar 2014 11:27 „Engin alvara á bakvið strigakjaftinn í NöttZ“ "Samfélagið sem Barnaland er verður ekki útskýrt fyrir þeim sem hafa ekki stundað það,“ segir Hildur Lilliendahl í Fésbókarfærslu sem hún ritaði í nótt. 28. febrúar 2014 07:55 „Ég kenni bara í brjósti um hana“ NöttZ, notendanafn Hildar Lilliendahl, sagðist vilja drepa hæstaréttarlögmanninn Svein Andra Sveinsson með hamri á samskiptamiðlinum Bland.is árið 2010. 28. febrúar 2014 11:45 „Hefði aldrei fengið þessa viðurkenningu“ "Við hjá Stígamótum erum vissulega mjög leiðar yfir þessu og urðum fyrir miklum vonbrigðum,“ segir Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, í samtali við Vísi í kvöld. 27. febrúar 2014 21:49 Afsökunarbeiðni frá eiginmanni Hildar Páll Hilmarsson, eiginmaður Hildar Lilliendahl, hefur birt afsökunarbeiðni á bloggsíðu sinni vegna ummæla sem voru til umfjöllunar í Kastljósi í gærkvöldi. 28. febrúar 2014 16:03 „Ekki setja neitt á netið sem þú vilt ekki að endi á forsíðum fjölmiðla“ „Bráðum þurfa börnin að kenna fullorðnum hvernig eigi að hegða sér á netinu“, segir Björn Rúnar Egilsson, verkefnastjóri Heimilis og skóla um nethegðun fullorðinna. 28. febrúar 2014 15:15 Ekki merki um kvenfyrirlitningu að kalla konur mellur „Ég ætla ekki að standa hérna og halda því fram að Hildur Lilliendahl sé haldin kvenfyrirlitningu,“ segir Steinunn Rögnvaldsdóttir, talskona Femínistafélags Íslands. 28. febrúar 2014 14:06 Ritstjórn knuz.is fordæmir persónuníð á netinu Vefsíðan Knuz.is hefur nú sent frá sér yfirlýsingu varðandi ummæli Hildar Lillendahl. 28. febrúar 2014 19:33 Femínismi er meira en Hildur Lilliendahl „Þetta sýnir það einmitt að það sem þú setur á internetið það er á internetinu og það fer ekkert. Það er eins gott að passa sig“, segir Steinunn Rögnvaldsdóttir, talskona Femínista. 28. febrúar 2014 11:00 Hildur bað um að Hlín Einarsdóttir yrði barin Hildur Lilliendahl fór þess á leit á bloggsíðu sinni árið 2010 að einhver myndi "berja“ Hlín Einarsdóttur, ritstjóra bleikt.is, fyrir skrif sín. 27. febrúar 2014 22:09 „Aldrei haldið því fram að ég sé einhver engill“ Hildur Lilliendahl segir málið slitið úr samhengi og að hennar hlið hafi ekki fengið að koma nægjanlega vel fram í umfjöllun Kastljóss 27. febrúar 2014 21:20 Sagði lýtalækni réttdræpan Notandinn NöttZ á bland.is sagði að nafngreindur lýtalæknir væri „mella“ sem ætti að berja og væri réttdræp. 27. febrúar 2014 23:36 „Myndirðu nauðga Hafdísi Huld með tjaldhæl?“ Hildur Lilliendahl og maður hennar hafa gengist við að hafa viðhaft gróft persónuníð í garð söngkonunnar Hafdísar Huld. Þetta kom fram í Kastljósi í kvöld. 27. febrúar 2014 19:48 Mest lesið Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Titringur á Alþingi Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Fleiri fréttir Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sjá meira
Hildur Lilliendahl hefur verið mikið í umræðunni undanfarna daga eftir að upp komst um meiðandi ummæli hennar í garð söngkonunnar Hafdísar Huldar á netinu. Síðustu ár hefur Hildur verið áberandi fyrir femíníska baráttu og unnið til verðlauna. Fréttablaðið tók saman ferilinn. 2004 Byrjar að blogga og tekur í framhaldinu virkan þátt í umræðum á póstlista femínista. Hún stundar einnig spjallborðið á vefsíðunni Barnalandi.is, sem núna heitir Bland.is.Apríl 2006 Tekur þátt í ljóðasamkeppni Fréttablaðsins, Sigurskáldið, og vekur athygli fyrir ljóðið Sweet Jane, sem fjallar um spúsu Tarzans og hvernig nútímakonan finnur sig í henni.Febrúar 2012 Býr til síðuna Karlar sem hata konur á Facebook þar sem hún tekur saman ummæli karla af netinu sem eru að hennar mati fjandsamleg konum. Síðan vekur mikil viðbrögð og Hildur verður áberandi í femínískri baráttu í kjölfarið.Nóvember 2012 Heiðruð, ásamt Hönnu Björgu Vilhjálmsdóttur, af samtökunum UN Women fyrir framlag sitt til baráttunnar gegn kynbundnu ofbeldi. Af því tilefni leiða þær hina árlegu ljósagöngu í Reykjavík.Nóvember 2012 Fær hugrekkisviðurkenningu frá Stígamótum fyrir Karlar sem hata konur. „Baráttukonan Hildur hefur hvað eftir annað brotið þær hefðir og venjur sem segja til um það hvað konum er leyfilegt. Hún hefur hispurslaust rætt um sín hjartans mál án þess að skeyta um hávær mótmæli varðhunda óbreytts ástands,“ segja Stígamót í rökstuðningi sínum fyrir valinu.Desember 2012 Valin hetja ársins af lesendum DV. Í frétt DV sagði: „Hún hefur barist fyrir jafnréttismálum hér á landi og gegn því að kvenfyrirlitning og lítillækkun á konum í orðræðu verði að eðlilegum hugsunarhætti. Fyrir þetta hefur hún meðal annars þurft að þola persónuárásir, hótanir og útskúfun á Facebook.“Júní 2013 Einn af nokkrum femínistum sem skráir sig í fegurðarsamkeppnina Ungfrú Ísland í því skyni að bjóða staðalímyndum byrginn. Af sömu ástæðu prýðir hún í júlímánuði forsíðu Vikunnar þar sem hún er umbreytt, með sítt ljóst hár og klædd flegnum kjól.Febrúar 2014 Söngkonan Hafdís Huld greinir frá því í viðtali við Kastljós að Hildur hafi farið fremst í flokki í því að leggja hana í einelti á netinu. Fleiri gróf ummæli sem hún eða eiginmaður hennar Páll Hilmarsson höfðu uppi á netinu, stundum undir dulnefninu NöttZ, eru dregin fram í dagsljósið. Þau hafa bæði beðist afsökunar á ummælunum. Talskona Stígamóta segir að Hildur hefði aldrei fengið hugrekkisviðurkenninguna árið 2012 ef samtökin hefðu vitað um ummæli hennar á netinu.Ummæli á Visir.is um málið „Þó að ég hafi aðrar skoðanir en Hildur Lilliendahl eða einhver annar þá hóta ég aldrei að berja fólk. Mér finnst það aumkunarvert.“ - Hlín Einarsdóttir. „Fólk má hafa skoðanir á list eins og það vill en það er samt alltaf ákveðin lína og þegar verið er að hóta manni nauðgun og öðru af slíkum toga þarf að taka það alvarlega.“ - Hafdís Huld. „Ég væri frekar til í að koma út úr skápnum en að lesa Bland.is. Maður hefur ekki geð í sér til að lesa vefi þar sem sjúkt fólk er að tjá sig.“ - Sveinn Andri Sveinsson. „NöttZ hefur bersýnilega hagað sér brjálæðislega miklu verr heldur en ég hafði áttað mig á, en ég held að notendurnir [á Bland.is] hafi allir skilið á þeim tíma að hvorki mér né nokkrum öðrum álíka ruddum hafi verið alvara með það sem við vorum að segja.“ - Hildur Lilliendahl. „Ég skammast mín ofan í tær.“ - Hildur Lilliendahl „Að segja að eitthvað sé grín er ekki lengur afsökun. Þó maður sé að grínast er svo erfitt að greina á milli gríns og alvöru á netinu. Netið er ekki einhver annar heimur. Orð hafa afleiðingar og það er annað fólk bak við skjáinn.“ - Björn Rúnar Egilsson, verkefnastjóri SAFT og Heimila og skóla.Ummæli Hildar eða kærasta hennar„Myndirðu nauðga Hafdísi Huld með tjaldhæl?“ „Hver vill koma út að drepa?“ „Nennir einhver að berja hana fyrir mig?“ „Er Svanhildur Hólm virkilega svona feit?“ „Helvítis mellan sagði að ég væri með sigin brjóst. Hún er réttdræp fyrir mér.“ „Mig langar svo ofboðslega að drepa þennan mann með hamri að það er vandræðalegt.“Eins gott að passa sig á netinu „Femínistar eru mjög leiðir yfir þessu,“ segir Steinunn Rögnvaldsdóttir, talskona Femínistafélags Íslands, en tekur fram að mál Hildar setji ekki strik í reikninginn fyrir þá. „Þeir hætta ekkert að vera femínistar. Femínistar eru líka eins misjafnir og þeir eru margir. Femínismi er miklu meira en bara Hildur Lilliendahl. Það eru ekki bara einn eða tveir femínistar til, þeir eru þúsundir. Hildur hefur aldrei tekið á sig ábyrgðarhlutverk fyrir femínista. Hún er í sinni baráttu og hefur gert góða hluti þar,“ segir hún. „Þetta sýnir kannski einmitt að það sem þú setur á internetið er þar áfram og fer ekkert. Það er eins gott að passa sig. Fyrst og fremst á fólk ekki að segja svona hluti, hvort sem þeir verða uppgötvaðir eða ekki,“ segir Steinunn.Hildur hefur breyst mikið „Þessi ummæli hennar og mannsins hennar eru ótrúlega ömurleg og mér dettur ekki í hug að verja þau. En þetta gerðist fyrir löngu og ég er ekki viss um að neitt okkar vilji svara fyrir allt sem við sögðum og gerðum fyrir fimm árum,“ segir Helga Þórey Jónsdóttir, samstarfskona Hildar. „Hildur hefur breyst mikið síðan þá og sú manneskja sem hún er í dag er einhvern veginn svo frábær. Það er ofsalega leiðinlegt að nota hennar gamla sjálf gegn þeim góðu hlutum sem hún er að gera núna.“ Helga Þórey vill ekki meina að Hildur hafi komið slæmu orði á baráttu femínista með ummælum sínum. „Við föllum öll í þá gryfju að gera þá óraunhæfu kröfu að fólk sem er að standa í réttindabaráttu þurfi að vera flekklaust á öllum sviðum. Hún er ekki flekklaus frekar en aðrir þannig að hennar persónulegu gallar eða mistök úr fortíðinni eiga ekki að varpa skugga á það sem hún er að gera í dag. Eins og með albúmið hennar Karlar sem hata konur þá dregur þetta ekkert úr þeim ömurlegu ummælum sem eru þar. Það er enginn að biðjast afsökunar á þeim en hún hefur beðist afsökunar og sýnt iðrun. Hún er sannarlega leið yfir þessu máli.“Leiðrétt klukkan 16: Sagt var að Björg Vilhelmsdóttir hefði verið kyndilberi UN Women árið 2012. Hið rétta er að Hanna Björg Vilhjálmsdóttir var kyndilberi.
Tengdar fréttir Segir ummæli Hildar dæma sig sjálf "Ég var að sjá þessi ummæli í fyrsta skipti í dag og er algjörlega slegin yfir þeim,“ segir Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir. 28. febrúar 2014 17:30 „Við öll þau sem ég hef sært og meitt vil ég segja fyrirgefðu“ Yfirlýsing Hildar Lilliendahl varðandi ummæli hennar á netinu. 28. febrúar 2014 20:13 „Auðvitað er Hildur bara mennsk eins og við öll“ Harmageddon fór yfir Lilliendahl málið enda hefur það meira segja náð að stela senunni af skrípalátunum á Alþingi og mótmælum á Austurvelli. 28. febrúar 2014 11:27 „Engin alvara á bakvið strigakjaftinn í NöttZ“ "Samfélagið sem Barnaland er verður ekki útskýrt fyrir þeim sem hafa ekki stundað það,“ segir Hildur Lilliendahl í Fésbókarfærslu sem hún ritaði í nótt. 28. febrúar 2014 07:55 „Ég kenni bara í brjósti um hana“ NöttZ, notendanafn Hildar Lilliendahl, sagðist vilja drepa hæstaréttarlögmanninn Svein Andra Sveinsson með hamri á samskiptamiðlinum Bland.is árið 2010. 28. febrúar 2014 11:45 „Hefði aldrei fengið þessa viðurkenningu“ "Við hjá Stígamótum erum vissulega mjög leiðar yfir þessu og urðum fyrir miklum vonbrigðum,“ segir Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, í samtali við Vísi í kvöld. 27. febrúar 2014 21:49 Afsökunarbeiðni frá eiginmanni Hildar Páll Hilmarsson, eiginmaður Hildar Lilliendahl, hefur birt afsökunarbeiðni á bloggsíðu sinni vegna ummæla sem voru til umfjöllunar í Kastljósi í gærkvöldi. 28. febrúar 2014 16:03 „Ekki setja neitt á netið sem þú vilt ekki að endi á forsíðum fjölmiðla“ „Bráðum þurfa börnin að kenna fullorðnum hvernig eigi að hegða sér á netinu“, segir Björn Rúnar Egilsson, verkefnastjóri Heimilis og skóla um nethegðun fullorðinna. 28. febrúar 2014 15:15 Ekki merki um kvenfyrirlitningu að kalla konur mellur „Ég ætla ekki að standa hérna og halda því fram að Hildur Lilliendahl sé haldin kvenfyrirlitningu,“ segir Steinunn Rögnvaldsdóttir, talskona Femínistafélags Íslands. 28. febrúar 2014 14:06 Ritstjórn knuz.is fordæmir persónuníð á netinu Vefsíðan Knuz.is hefur nú sent frá sér yfirlýsingu varðandi ummæli Hildar Lillendahl. 28. febrúar 2014 19:33 Femínismi er meira en Hildur Lilliendahl „Þetta sýnir það einmitt að það sem þú setur á internetið það er á internetinu og það fer ekkert. Það er eins gott að passa sig“, segir Steinunn Rögnvaldsdóttir, talskona Femínista. 28. febrúar 2014 11:00 Hildur bað um að Hlín Einarsdóttir yrði barin Hildur Lilliendahl fór þess á leit á bloggsíðu sinni árið 2010 að einhver myndi "berja“ Hlín Einarsdóttur, ritstjóra bleikt.is, fyrir skrif sín. 27. febrúar 2014 22:09 „Aldrei haldið því fram að ég sé einhver engill“ Hildur Lilliendahl segir málið slitið úr samhengi og að hennar hlið hafi ekki fengið að koma nægjanlega vel fram í umfjöllun Kastljóss 27. febrúar 2014 21:20 Sagði lýtalækni réttdræpan Notandinn NöttZ á bland.is sagði að nafngreindur lýtalæknir væri „mella“ sem ætti að berja og væri réttdræp. 27. febrúar 2014 23:36 „Myndirðu nauðga Hafdísi Huld með tjaldhæl?“ Hildur Lilliendahl og maður hennar hafa gengist við að hafa viðhaft gróft persónuníð í garð söngkonunnar Hafdísar Huld. Þetta kom fram í Kastljósi í kvöld. 27. febrúar 2014 19:48 Mest lesið Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Titringur á Alþingi Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Fleiri fréttir Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sjá meira
Segir ummæli Hildar dæma sig sjálf "Ég var að sjá þessi ummæli í fyrsta skipti í dag og er algjörlega slegin yfir þeim,“ segir Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir. 28. febrúar 2014 17:30
„Við öll þau sem ég hef sært og meitt vil ég segja fyrirgefðu“ Yfirlýsing Hildar Lilliendahl varðandi ummæli hennar á netinu. 28. febrúar 2014 20:13
„Auðvitað er Hildur bara mennsk eins og við öll“ Harmageddon fór yfir Lilliendahl málið enda hefur það meira segja náð að stela senunni af skrípalátunum á Alþingi og mótmælum á Austurvelli. 28. febrúar 2014 11:27
„Engin alvara á bakvið strigakjaftinn í NöttZ“ "Samfélagið sem Barnaland er verður ekki útskýrt fyrir þeim sem hafa ekki stundað það,“ segir Hildur Lilliendahl í Fésbókarfærslu sem hún ritaði í nótt. 28. febrúar 2014 07:55
„Ég kenni bara í brjósti um hana“ NöttZ, notendanafn Hildar Lilliendahl, sagðist vilja drepa hæstaréttarlögmanninn Svein Andra Sveinsson með hamri á samskiptamiðlinum Bland.is árið 2010. 28. febrúar 2014 11:45
„Hefði aldrei fengið þessa viðurkenningu“ "Við hjá Stígamótum erum vissulega mjög leiðar yfir þessu og urðum fyrir miklum vonbrigðum,“ segir Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, í samtali við Vísi í kvöld. 27. febrúar 2014 21:49
Afsökunarbeiðni frá eiginmanni Hildar Páll Hilmarsson, eiginmaður Hildar Lilliendahl, hefur birt afsökunarbeiðni á bloggsíðu sinni vegna ummæla sem voru til umfjöllunar í Kastljósi í gærkvöldi. 28. febrúar 2014 16:03
„Ekki setja neitt á netið sem þú vilt ekki að endi á forsíðum fjölmiðla“ „Bráðum þurfa börnin að kenna fullorðnum hvernig eigi að hegða sér á netinu“, segir Björn Rúnar Egilsson, verkefnastjóri Heimilis og skóla um nethegðun fullorðinna. 28. febrúar 2014 15:15
Ekki merki um kvenfyrirlitningu að kalla konur mellur „Ég ætla ekki að standa hérna og halda því fram að Hildur Lilliendahl sé haldin kvenfyrirlitningu,“ segir Steinunn Rögnvaldsdóttir, talskona Femínistafélags Íslands. 28. febrúar 2014 14:06
Ritstjórn knuz.is fordæmir persónuníð á netinu Vefsíðan Knuz.is hefur nú sent frá sér yfirlýsingu varðandi ummæli Hildar Lillendahl. 28. febrúar 2014 19:33
Femínismi er meira en Hildur Lilliendahl „Þetta sýnir það einmitt að það sem þú setur á internetið það er á internetinu og það fer ekkert. Það er eins gott að passa sig“, segir Steinunn Rögnvaldsdóttir, talskona Femínista. 28. febrúar 2014 11:00
Hildur bað um að Hlín Einarsdóttir yrði barin Hildur Lilliendahl fór þess á leit á bloggsíðu sinni árið 2010 að einhver myndi "berja“ Hlín Einarsdóttur, ritstjóra bleikt.is, fyrir skrif sín. 27. febrúar 2014 22:09
„Aldrei haldið því fram að ég sé einhver engill“ Hildur Lilliendahl segir málið slitið úr samhengi og að hennar hlið hafi ekki fengið að koma nægjanlega vel fram í umfjöllun Kastljóss 27. febrúar 2014 21:20
Sagði lýtalækni réttdræpan Notandinn NöttZ á bland.is sagði að nafngreindur lýtalæknir væri „mella“ sem ætti að berja og væri réttdræp. 27. febrúar 2014 23:36
„Myndirðu nauðga Hafdísi Huld með tjaldhæl?“ Hildur Lilliendahl og maður hennar hafa gengist við að hafa viðhaft gróft persónuníð í garð söngkonunnar Hafdísar Huld. Þetta kom fram í Kastljósi í kvöld. 27. febrúar 2014 19:48