Lokuð í klefa með klósetti og sjónvarpi Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 22. febrúar 2014 07:00 Síðustu helgi efndu stuðningskonur Hjördísar til mótmæla fyrir framan fangelsið í Horsens vegna handtöku án dóms og laga. Vísir/aðsend Fyrsta manneskjan sem fékk að heimsækja Hjördísi Svan Aðalheiðardóttur í fangelsi í Horsens, fyrir utan lögmann hennar, er Þórey Guðmundsdóttir, íslenskur prestur sem búsett er í Noregi. Hún heimsótti Hjördísi á miðvikudaginn síðastliðinn og fékk drjúga stund með henni. Hún segir Hjördísi dvelja á álmu með mikilli öryggisgæslu þar sem fangar þurfa að lúta ströngum reglum. Þórey segir að Hjördís þurfi að vera inni í klefa sínum í nítján klukkustundir á sólarhring. Þar sé hún eingöngu með klósett og sjónvarp. Hún sé í fangelsi með bæði körlum og konum og að hún hafi séð á samföngum hennar að margir þeirra hafi marga fjöruna sopið. „Ég skil ekki hvernig hún nær að halda sér svona rólegri, ég gæti ekki höndlað þessar aðstæður svona vel,“ segir Þórey. Hún segir Hjördísi þó ekki ætla að sækja um flutning innan fangelsisins en helst vildi hún fá að afplána varðhaldið í heimahúsi með staðsetningartæki um ökklann. Hjördís var handtekin á Íslandi í byrjun mánaðar vegna ákæru um ólöglegt brottnám dætra sinna í ágúst síðastliðnum, eftir að dönsk dómsvöld höfðu dæmt dönskum barnsföður hennar forræðið. Þórey Guðmundsdóttir, prestur í Noregi, heimsótti Hjördísi Svan í fangelsi í Horsens.Hún var dæmd í farbann í Danmörku en var svo handtekin fáeinum dögum síðar þegar hún mætti á lögreglustöðina til að tilkynna sig án útskýringa eða viðveru lögmanns. Fyrstu tvo sólarhringana eftir handtökuna fékk hún ekki að tala við neinn og fékk engar upplýsingar, eða þar til hún og lögmaður hennar fengu að vita að hún hafði verið dæmd í fjögurra vikna gæsluvarðhald. Íslenska sendiráðið í Kaupmannahöfn lagði fram beiðni um að Hjördís fengi heimsókn en ferlið var bæði langt og flókið. Eftir níu daga í gæsluvarðhaldi fékk Þórey að fara í heimsókn og voru það fyrstu samskiptin sem Hjördís fékk að eiga við vin eða fjölskyldu eftir handtökuna. „Þessi handtaka án dóms og laga hefur verið gagnrýnd af mörgum. Aðeins danskir lögmenn geta gert athugasemdir við hana en það hafa þeir ekki gert. Nefnd á vegum Evrópuþingsins, sem hefur kannað kærur foreldra vegna forsjársmála í Danmörku, hefur veitt danskri stjórnsýslu tvær áminningar fyrir ómannúðlega meðferð á Hjördísi og ellefu öðrum mæðrum, vegna handtöku og fangelsisvistar,“ segir Þórey. Hjördís Svan Mest lesið Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Erfiður tími þegar barnið kom út sem trans Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Fleiri fréttir Erfiður tími þegar barnið kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sjá meira
Fyrsta manneskjan sem fékk að heimsækja Hjördísi Svan Aðalheiðardóttur í fangelsi í Horsens, fyrir utan lögmann hennar, er Þórey Guðmundsdóttir, íslenskur prestur sem búsett er í Noregi. Hún heimsótti Hjördísi á miðvikudaginn síðastliðinn og fékk drjúga stund með henni. Hún segir Hjördísi dvelja á álmu með mikilli öryggisgæslu þar sem fangar þurfa að lúta ströngum reglum. Þórey segir að Hjördís þurfi að vera inni í klefa sínum í nítján klukkustundir á sólarhring. Þar sé hún eingöngu með klósett og sjónvarp. Hún sé í fangelsi með bæði körlum og konum og að hún hafi séð á samföngum hennar að margir þeirra hafi marga fjöruna sopið. „Ég skil ekki hvernig hún nær að halda sér svona rólegri, ég gæti ekki höndlað þessar aðstæður svona vel,“ segir Þórey. Hún segir Hjördísi þó ekki ætla að sækja um flutning innan fangelsisins en helst vildi hún fá að afplána varðhaldið í heimahúsi með staðsetningartæki um ökklann. Hjördís var handtekin á Íslandi í byrjun mánaðar vegna ákæru um ólöglegt brottnám dætra sinna í ágúst síðastliðnum, eftir að dönsk dómsvöld höfðu dæmt dönskum barnsföður hennar forræðið. Þórey Guðmundsdóttir, prestur í Noregi, heimsótti Hjördísi Svan í fangelsi í Horsens.Hún var dæmd í farbann í Danmörku en var svo handtekin fáeinum dögum síðar þegar hún mætti á lögreglustöðina til að tilkynna sig án útskýringa eða viðveru lögmanns. Fyrstu tvo sólarhringana eftir handtökuna fékk hún ekki að tala við neinn og fékk engar upplýsingar, eða þar til hún og lögmaður hennar fengu að vita að hún hafði verið dæmd í fjögurra vikna gæsluvarðhald. Íslenska sendiráðið í Kaupmannahöfn lagði fram beiðni um að Hjördís fengi heimsókn en ferlið var bæði langt og flókið. Eftir níu daga í gæsluvarðhaldi fékk Þórey að fara í heimsókn og voru það fyrstu samskiptin sem Hjördís fékk að eiga við vin eða fjölskyldu eftir handtökuna. „Þessi handtaka án dóms og laga hefur verið gagnrýnd af mörgum. Aðeins danskir lögmenn geta gert athugasemdir við hana en það hafa þeir ekki gert. Nefnd á vegum Evrópuþingsins, sem hefur kannað kærur foreldra vegna forsjársmála í Danmörku, hefur veitt danskri stjórnsýslu tvær áminningar fyrir ómannúðlega meðferð á Hjördísi og ellefu öðrum mæðrum, vegna handtöku og fangelsisvistar,“ segir Þórey.
Hjördís Svan Mest lesið Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Erfiður tími þegar barnið kom út sem trans Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Fleiri fréttir Erfiður tími þegar barnið kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sjá meira