Innlent

Saksóknari hefur áfrýjað

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
Börn Hjördísar dvelja á Íslandi hjá móðurfjölskyldu sinni en Hjördís er í Horsens og hefur verið dæmd í fjögurra vikna farbann.
Börn Hjördísar dvelja á Íslandi hjá móðurfjölskyldu sinni en Hjördís er í Horsens og hefur verið dæmd í fjögurra vikna farbann.
Danskur saksóknari í máli Hjördísar Svan Aðalheiðardóttur hefur áfrýjað til Landsréttar þeirri ákvörðun dómarans að Hjördís sitji ekki í gæsluvarðhaldi heldur fari í fjögurra vikna farbann.

Að sögn heimildarmanns Fréttablaðsins í Horsens í Danmörku, þar sem málið er rekið, gæti komið niðurstaða í málinu í dag.

Hjördís Svan var flutt til Danmerkur í fylgd lögreglu í síðustu viku og var sett strax í gæsluvarðhald. Saksóknari krafðist fjögurra vikna gæsluvarðhalds en ólöglegt brottnám Hjördísar á börnum sínum frá Danmörku er til meðferðar fyrir dönskum dómstólum.

Hjördís er með danskan lögmann úti sem telur góðar líkur á sýknu þar sem Hjördísi Svan hafi ekki aðeins verið rétt heldur skylt á grundvelli nauðvarnar að forða börnunum úr þeim aðstæðum sem þau bjuggu við. Einnig verður þess krafist að nýleg gögn er varða meint harðræði verði tekin til umfjöllunar. Þetta kemur fram í yfirlýsingu íslenskra lögmanna Hjördísar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×