"Það fyrsta sem ég sagði var nei, nei, nei“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. febrúar 2014 08:00 María ásamt Erlu Ásgeirsdóttur í æfingaferð stúlknanna í Austurríki í janúar. Mynd/Aðsend „Ég man eiginlega ekki eftir augnablikinu sem þetta gerðist. Það er eins og ég hafi dottið út,“ segir skíðakonan María Guðmundsdóttir. Akureyringurinn sem búsettur er ásamt fjölskyldu sinni í bænum Kongsberg í Noregi átti að verða einn fimm fulltrúa Íslands á Vetrarólympíuleikunum sem settir verða í Sotsjí á föstudag. Eftir slæma byltu í stórsvigskeppni í Jenner í Þýskalandi á mánudag er ljóst að draumur Maríu verður ekki að veruleika þetta árið. Skíðakonan, sem verður 21 árs í júní, segist hafa áttað sig á því um leið og hún féll að eitthvað var ekki eins og það átti að vera. „Það fyrsta sem ég sagði var nei, nei, nei,“ segir María. Þjálfari Maríu náði atvikinu á myndband en María segist engan áhuga hafa á að sjá það. Hún lá í brautinni í skamma stund áður en hún var borin út af brautinni á börum. Þaðan lá leiðin beint upp í sjúkrabíl og síðan á spítala. „Þar fór ég í röntgenmyndatöku og læknarnir skoðuðu mig. Fóturinn var settur í spelku og ég yfirgaf sjúkrahúsið á hækjum,“ segir María. Leiðin lá til sérfræðings í næsta bæ sem tók hné Maríu til skoðunar áður en Akureyringnum var ekið út á flugvöll. Hún segir það hafa verið létti þegar foreldrar hennar tóku á móti henni á Gardermoen í Ósló áður en ekið var heim til Kongsberg.Mynd/Skíðasamband Íslands Meiddist illa fyrir tveimur árum María varð fyrir alvarlegum meiðslum á hné á Landsmótinu árið 2012. Þá, líkt og nú, var hún í stórsvigskeppni og slasaði sig á hné, sama hné. Þá sleit hún krossband auk þess að eyðileggja báða liðþófa í hnénu. Endurhæfingin tók sinn tíma og var hún lengi vel nokkuð rög eftir það. Hún var þó komin yfir það og hlakkaði mikið til leikanna þegar blaðamaður hitti á hana við hátíðlega athöfn í sendiráði Rússa fyrir tveimur vikum. Skjótt skipast veður í lofti. „Þetta gerist á versta tíma. Þó það sé alltaf ömurlegt að meiðast er tímasetningin ömurleg. Þetta er eins slæmt og það getur verið,“ segir María. Hún stefndi á að feta í fótspor systur sinnar Írisar sem keppti í Vancouver fyrir fjórum árum. Lengi vel leit út fyrir að María myndi einnig keppa í Vancouver en kvótatakmarkanir og meiðsli komu í veg fyrir þátttöku.María ásamt Einari Kristni Kristgeirssyni í hófi rússneska sendiherrans í janúar.Vísir/VilhelmÓviss hvort hún haldi áfram María viðurkennir að hún sé nokkuð langt niðri þessa stundina. Framundan er segulómmyndataka í dag og þá mun hún hitta sama sérfræðing og var henni innan handar við hnémeiðslin fyrir tveimur árum. Hún hefur ekki ákveðið hvort hún leggi skíðin á hilluna eða haldi ótrauð áfram. „Ég hef velt því fyrir mér en þetta er bara svo nýskeð. Ég veit það ekki enn. Þetta er mjög erfitt.“ María telur að ekki verði erfitt fyrir sig að horfa á útsendingar frá Sotsjí þrátt fyrir vonbrigðin. Eins dauði er annars brauð og mun Erla Ásgeirsdóttir taka sæti Maríu á leikunum. Erla og María eru mjög góðar vinkonur. „Það er erfitt fyrir hana að fara við þessar aðstæður. En það er ekkert annað en sjálfsagt að hún fari og njóti þess fyrst svona fór.“ Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Tengdar fréttir Erla fer til Sotsjí í stað Maríu Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands tilkynnti í morgun að skíðakonan Erla Ásgeirsdóttir muni taka sæti Maríu Guðmundsdóttur á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí. 4. febrúar 2014 08:53 Ólympíudraumur Maríu úti María Guðmundsdóttir meiddist illa á hné í stórsvigskeppni í Þýskalandi í dag. Hún missir af Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí af þeim sökum. 3. febrúar 2014 20:19 Við þurfum að gera eitthvað á leikunum Fjalar Úlfarsson, landsliðsþjálfari Íslands í alpagreinum, leggur áherslu á að íslensku keppendurnir nái árangri á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí. Okkar fólk hafi þegar fengið smjörþefinn af stórviðburðum. 3. febrúar 2014 06:00 Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti Leik lokið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Fleiri fréttir „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Porto lagði Val í Portúgal Leik lokið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Atlético skoraði sex Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á alls oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Leik lokið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Andri Rúnar í Stjörnuna Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Littler gæti mætt Sherrock á HM Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Sjá meira
„Ég man eiginlega ekki eftir augnablikinu sem þetta gerðist. Það er eins og ég hafi dottið út,“ segir skíðakonan María Guðmundsdóttir. Akureyringurinn sem búsettur er ásamt fjölskyldu sinni í bænum Kongsberg í Noregi átti að verða einn fimm fulltrúa Íslands á Vetrarólympíuleikunum sem settir verða í Sotsjí á föstudag. Eftir slæma byltu í stórsvigskeppni í Jenner í Þýskalandi á mánudag er ljóst að draumur Maríu verður ekki að veruleika þetta árið. Skíðakonan, sem verður 21 árs í júní, segist hafa áttað sig á því um leið og hún féll að eitthvað var ekki eins og það átti að vera. „Það fyrsta sem ég sagði var nei, nei, nei,“ segir María. Þjálfari Maríu náði atvikinu á myndband en María segist engan áhuga hafa á að sjá það. Hún lá í brautinni í skamma stund áður en hún var borin út af brautinni á börum. Þaðan lá leiðin beint upp í sjúkrabíl og síðan á spítala. „Þar fór ég í röntgenmyndatöku og læknarnir skoðuðu mig. Fóturinn var settur í spelku og ég yfirgaf sjúkrahúsið á hækjum,“ segir María. Leiðin lá til sérfræðings í næsta bæ sem tók hné Maríu til skoðunar áður en Akureyringnum var ekið út á flugvöll. Hún segir það hafa verið létti þegar foreldrar hennar tóku á móti henni á Gardermoen í Ósló áður en ekið var heim til Kongsberg.Mynd/Skíðasamband Íslands Meiddist illa fyrir tveimur árum María varð fyrir alvarlegum meiðslum á hné á Landsmótinu árið 2012. Þá, líkt og nú, var hún í stórsvigskeppni og slasaði sig á hné, sama hné. Þá sleit hún krossband auk þess að eyðileggja báða liðþófa í hnénu. Endurhæfingin tók sinn tíma og var hún lengi vel nokkuð rög eftir það. Hún var þó komin yfir það og hlakkaði mikið til leikanna þegar blaðamaður hitti á hana við hátíðlega athöfn í sendiráði Rússa fyrir tveimur vikum. Skjótt skipast veður í lofti. „Þetta gerist á versta tíma. Þó það sé alltaf ömurlegt að meiðast er tímasetningin ömurleg. Þetta er eins slæmt og það getur verið,“ segir María. Hún stefndi á að feta í fótspor systur sinnar Írisar sem keppti í Vancouver fyrir fjórum árum. Lengi vel leit út fyrir að María myndi einnig keppa í Vancouver en kvótatakmarkanir og meiðsli komu í veg fyrir þátttöku.María ásamt Einari Kristni Kristgeirssyni í hófi rússneska sendiherrans í janúar.Vísir/VilhelmÓviss hvort hún haldi áfram María viðurkennir að hún sé nokkuð langt niðri þessa stundina. Framundan er segulómmyndataka í dag og þá mun hún hitta sama sérfræðing og var henni innan handar við hnémeiðslin fyrir tveimur árum. Hún hefur ekki ákveðið hvort hún leggi skíðin á hilluna eða haldi ótrauð áfram. „Ég hef velt því fyrir mér en þetta er bara svo nýskeð. Ég veit það ekki enn. Þetta er mjög erfitt.“ María telur að ekki verði erfitt fyrir sig að horfa á útsendingar frá Sotsjí þrátt fyrir vonbrigðin. Eins dauði er annars brauð og mun Erla Ásgeirsdóttir taka sæti Maríu á leikunum. Erla og María eru mjög góðar vinkonur. „Það er erfitt fyrir hana að fara við þessar aðstæður. En það er ekkert annað en sjálfsagt að hún fari og njóti þess fyrst svona fór.“
Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Tengdar fréttir Erla fer til Sotsjí í stað Maríu Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands tilkynnti í morgun að skíðakonan Erla Ásgeirsdóttir muni taka sæti Maríu Guðmundsdóttur á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí. 4. febrúar 2014 08:53 Ólympíudraumur Maríu úti María Guðmundsdóttir meiddist illa á hné í stórsvigskeppni í Þýskalandi í dag. Hún missir af Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí af þeim sökum. 3. febrúar 2014 20:19 Við þurfum að gera eitthvað á leikunum Fjalar Úlfarsson, landsliðsþjálfari Íslands í alpagreinum, leggur áherslu á að íslensku keppendurnir nái árangri á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí. Okkar fólk hafi þegar fengið smjörþefinn af stórviðburðum. 3. febrúar 2014 06:00 Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti Leik lokið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Fleiri fréttir „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Porto lagði Val í Portúgal Leik lokið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Atlético skoraði sex Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á alls oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Leik lokið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Andri Rúnar í Stjörnuna Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Littler gæti mætt Sherrock á HM Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Sjá meira
Erla fer til Sotsjí í stað Maríu Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands tilkynnti í morgun að skíðakonan Erla Ásgeirsdóttir muni taka sæti Maríu Guðmundsdóttur á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí. 4. febrúar 2014 08:53
Ólympíudraumur Maríu úti María Guðmundsdóttir meiddist illa á hné í stórsvigskeppni í Þýskalandi í dag. Hún missir af Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí af þeim sökum. 3. febrúar 2014 20:19
Við þurfum að gera eitthvað á leikunum Fjalar Úlfarsson, landsliðsþjálfari Íslands í alpagreinum, leggur áherslu á að íslensku keppendurnir nái árangri á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí. Okkar fólk hafi þegar fengið smjörþefinn af stórviðburðum. 3. febrúar 2014 06:00