Verða oftar fyrir fordómum Eva Bjarnadóttir skrifar 30. janúar 2014 10:00 Innflytjendur verða mun oftar fyrir fordómafullri hegðun heldur en Íslendingar. fréttablaðið/Vilhelm Mikill meirihluti fólks af erlendum uppruna upplifir reglulega fordóma og mismunun. Í rannsókn sem stóð yfir í tvær vikur árið 2012 voru þátttakendur af bæði erlendum og íslenskum uppruna beðnir um segja frá upplifun sinni af fordómafullri hegðun í sinn garð. Í ljós kom að 93 prósent fólks af erlendum uppruna hafði upplifað einhverjar birtingarmyndir fordóma eða mismununar einu sinni eða oftar á tveggja vikna tímabili en 35 prósent fólks af íslenskum uppruna. Þegar horft er til fjölda tilvika þá vekur athygli að 36 prósent fólks af erlendum uppruna höfðu upplifað slíka hegðun í sinn garð tíu sinnum eða oftar á tímabilinu, Niðurstöður rannsóknarinnar lýsa því að reynsla fólks af erlendum uppruna af íslensku samfélagi er ólík reynslu meirihluta Íslendinga, þar sem fólk af erlendum uppruna upplifi reglulega virðingarleysi og mismunun. Aðeins fimm af 72 erlendum þátttakendum töldu sig ekki hafa upplifað neina fordóma. Flest atvikin áttu sér stað á vinnustað viðkomandi og lýstu þátttakendur líðan sinni eftir atvikin með orðum á borð við misboðið, uppgefin, niðurlægð, einmana, einangruð, vonbrigði, kvíði, grátur og auðmýkjandi.Guðrún Pétursdóttir félagsfræðingur stóð að rannsókninni. Hún segir einkennandi fyrir fordóma að þeir eru oft aðeins sýnilegir þeim sem fyrir þeim verða og er yfirleitt afar erfitt að sanna að þeir hafi átt sér stað. Ef um þá sé talað sé ábyrgðin gjarnan færð yfir á þann sem verður fyrir þeim, að hann hafi misskilið eða sé ofurviðkvæmur í stað þess að taka upplifun fólks á aðstæðunum trúanlegar. Guðrún segir að fordómafull hegðun snúist alltaf um vald, það er vald ríkjandi hóps til að mismuna. Mismunun eigi ekki aðeins við í lagalegum skilningi, heldur geti hún einnig átt sér stað í samskiptum einstaklinga.Guðrún PétursdóttirMynd/GVAÍslendingar telja sig jákvæða gagnvart innflytjendum „Íslendingar telja sig hafa frekar jákvæð viðhorf gagnvart innflytjendum, en það er nokkuð dæmigert að ríkjandi hópur afneiti fordómafullri framkomu, því hún er almennt ekki viðurkennd sem jákvætt samfélagsnorm,“ segir Guðrún Pétursdóttir, félagsfræðingur og framkvæmdastjóri InterCultural Iceland. Hún kýs að kalla þetta hversdagsfordóma, því um sé að ræða lítil atvik í daglegu lífi en ekki einangruð tilfelli eða líkamlegt ofbeldi. Guðrún segir mikilvægt að tekið sé mark á fólki þegar það lýsir líðan sinni við þær aðstæður þegar það upplifir hversdagsfordóma og að ekki sé gert lítið úr þeirri líðan þó aðstæðurnar geti þótt lítilvægar í augum þeirra sem sjaldan eða aldrei upplifa þær í sínu daglega lífi. „Allt eru þetta atvik sem snerta okkur ekki endilega djúpt þegar við upplifum þau einstaka sinnum en geta leitt til alvarlegrar andlegrar vanlíðanar ef við upplifum slíkt virðingarleysi og jafnvel niðurlægingu aftur og aftur í daglegu lífi. Aðeins með því móti að taka mark á því þegar fólk einlæglega lýsir ítrekaðri slæmri líðan sinni við viðkomandi aðstæður, er möguleiki á breytingum,“ bendir Guðrún á. Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Sjá meira
Mikill meirihluti fólks af erlendum uppruna upplifir reglulega fordóma og mismunun. Í rannsókn sem stóð yfir í tvær vikur árið 2012 voru þátttakendur af bæði erlendum og íslenskum uppruna beðnir um segja frá upplifun sinni af fordómafullri hegðun í sinn garð. Í ljós kom að 93 prósent fólks af erlendum uppruna hafði upplifað einhverjar birtingarmyndir fordóma eða mismununar einu sinni eða oftar á tveggja vikna tímabili en 35 prósent fólks af íslenskum uppruna. Þegar horft er til fjölda tilvika þá vekur athygli að 36 prósent fólks af erlendum uppruna höfðu upplifað slíka hegðun í sinn garð tíu sinnum eða oftar á tímabilinu, Niðurstöður rannsóknarinnar lýsa því að reynsla fólks af erlendum uppruna af íslensku samfélagi er ólík reynslu meirihluta Íslendinga, þar sem fólk af erlendum uppruna upplifi reglulega virðingarleysi og mismunun. Aðeins fimm af 72 erlendum þátttakendum töldu sig ekki hafa upplifað neina fordóma. Flest atvikin áttu sér stað á vinnustað viðkomandi og lýstu þátttakendur líðan sinni eftir atvikin með orðum á borð við misboðið, uppgefin, niðurlægð, einmana, einangruð, vonbrigði, kvíði, grátur og auðmýkjandi.Guðrún Pétursdóttir félagsfræðingur stóð að rannsókninni. Hún segir einkennandi fyrir fordóma að þeir eru oft aðeins sýnilegir þeim sem fyrir þeim verða og er yfirleitt afar erfitt að sanna að þeir hafi átt sér stað. Ef um þá sé talað sé ábyrgðin gjarnan færð yfir á þann sem verður fyrir þeim, að hann hafi misskilið eða sé ofurviðkvæmur í stað þess að taka upplifun fólks á aðstæðunum trúanlegar. Guðrún segir að fordómafull hegðun snúist alltaf um vald, það er vald ríkjandi hóps til að mismuna. Mismunun eigi ekki aðeins við í lagalegum skilningi, heldur geti hún einnig átt sér stað í samskiptum einstaklinga.Guðrún PétursdóttirMynd/GVAÍslendingar telja sig jákvæða gagnvart innflytjendum „Íslendingar telja sig hafa frekar jákvæð viðhorf gagnvart innflytjendum, en það er nokkuð dæmigert að ríkjandi hópur afneiti fordómafullri framkomu, því hún er almennt ekki viðurkennd sem jákvætt samfélagsnorm,“ segir Guðrún Pétursdóttir, félagsfræðingur og framkvæmdastjóri InterCultural Iceland. Hún kýs að kalla þetta hversdagsfordóma, því um sé að ræða lítil atvik í daglegu lífi en ekki einangruð tilfelli eða líkamlegt ofbeldi. Guðrún segir mikilvægt að tekið sé mark á fólki þegar það lýsir líðan sinni við þær aðstæður þegar það upplifir hversdagsfordóma og að ekki sé gert lítið úr þeirri líðan þó aðstæðurnar geti þótt lítilvægar í augum þeirra sem sjaldan eða aldrei upplifa þær í sínu daglega lífi. „Allt eru þetta atvik sem snerta okkur ekki endilega djúpt þegar við upplifum þau einstaka sinnum en geta leitt til alvarlegrar andlegrar vanlíðanar ef við upplifum slíkt virðingarleysi og jafnvel niðurlægingu aftur og aftur í daglegu lífi. Aðeins með því móti að taka mark á því þegar fólk einlæglega lýsir ítrekaðri slæmri líðan sinni við viðkomandi aðstæður, er möguleiki á breytingum,“ bendir Guðrún á.
Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent