Kafli úr sögu eftir óþekktan ástarsöguhöfund Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar 22. janúar 2014 06:00 Sigurborg þeytti smjörið og sykurinn saman á ógnarhraða í postulínsskálinni góðu. Smjörið myndaði toppa sem minntu á þýsku Alpana. Sigurborgu fannst hún um stund vera stödd „im milden Alpenklima“ en hún hafði sem ung stúlka unnið sjö sumur á heilsuhæli í Bæjaralandi. Henni hlýnaði við tilhugsunina um liðna tíma og veitti víst ekki af eftir volkið fyrr um daginn. Sigurborg hafði þurft að gera að meinum austurrísks puttaferðalangs sem hún hafði sótt upp á miðja Hellisheiði fyrr um daginn og var af þeim sökum með einhverja slæmsku í hægri öxlinni. Varð því af og til að gera hlé á þeytingnum og aka öxlinni réttsælis og rangsælis til að létta á seyðingsverknum. Hún endurlifði viðburði dagsins. Þannig hafði háttað til að nóttina áður hafði hún unnið aukavakt á slysavarðstofunni og rétt undir morgun hafði borist neyðarsímtal frá útlendum ferðamanni. Enginn sjúkrabíll hafði verið nærtækur sökum manneklu. Sjúkraflutningamenn höfðu að auki sammælst um að vinna ekki þessa helgi sökum samningsbrota ríkisins og funduðu nú í sumarbústað sjúkraflutningamanna í Ytri-Njarðvík. Enginn á vaktinni hjá 112 talaði þýsku og því voru góð ráð dýr. Símtalið var áframsent á slysavarðstofuna og þar tók ekki betra við.Beið ekki boðanna Vakthafandi deildarlæknir sem hafði starfað við spítalann fyrst sem vaktmaður en var nú nýkominn heim með læknanám upp á vasann frá einhverri menntastofnun í Ungverjalandi reyndist alls ófær um að ræða við manninn á nokkru auðkennilegu tungumáli. Sigurborg undraðist vankunnáttu læknisins unga því hann fór úr ensku yfir í dönsku og af og til mælti hann orð og gaf frá sér hljóðasambönd sem hún ályktaði að hlytu að vera ungverska. Hún gat aðeins gert sér í hugarlund hvernig vesalings puttalingnum liði að vera í nauðum staddur einn í ókunnu landi og þurfa að hlusta á þessa óáheyrilegu kakófóníu. Hún afréð því að leggja hönd á herðar læknisins unga og með augngotum og handapati gerði hún honum það skiljanlegt að hún skyldi taka við og að hann gæti sem hæglegast bara fengið sér sæti. Sigurborg hafði yfirgripsmikla reynslu á sviði áfallahjálpar og tókst að lempa manninn til á kjarnyrtri þýsku. Henni skildist á honum að hann hefði verið einn á ferð, dottið um stein í hríðinni og sennilega brotið eða brákað á sér báða leggina. Sigurborgu tókst eftir nokkurt þóf að staðsetja manninn, því hann gat að endingu með hjálp snjallsíma gefið Sigurborgu hnit sem hún undireins þekkti. Sigurborg beið því ekki boðanna og setti í hendingskasti niður í veski sitt blóðþrýstingsmæli, neyðarblóð, kraga, sáraumbúðir og ambúpoka greip hún, ef illa færi.Fyrirfólk í heimahúsum Hún átti engan annan kost í stöðunni en þann að fara á smábíl í eigu Ríkisspítalanna sem ætlaður var næturlæknum. Bíll þessi var lítt notaður nema þegar vitja þurfti fyrirfólks í heimahúsum ef óhapp bar að garði eða einhverri illskupest sló niður og ótækt var að viðkomandi gæti látið sjá sig á meðal óbreyttra borgara á almennum biðstofum. Heiðin var að tilskipun lögreglu lokuð jafnvel sérbúnum bílum en Sigurborg sem gjörþekkti undirlendið eins og lófana á sér lét það ekki aftra sér og hugðist reyndar heldur fara slóðann. Hún vippaði sér því upp í litla gráa Yarisinn, skellti sírenunni upp á þakið og fór í forgangi í gegnum Breiðholtið. Leiðin upp heiðina gekk greiðlega þrátt fyrir að skyggni væri slæmt en það kom ekki að sök. Hér var Sigurborg á heimavelli og þegar hún var komin til móts við skíðaskálann sveigði hún af þjóðvegi eitt inn á gamla gangnamannaslóðann. Hún vissi upp á hár hvar sá austurríski væri niðurkominn, hann lá samkvæmt hnitum skammt austan Stóra-Meitils, sem kom á daginn að var hárrétt reiknað.Tjóðraður með startköplum Austurríkismaðurinn ungi hafði misst meðvitund en andaði eðlilega. Hann hafði misst mikið blóð og því var ekki um annað að ræða en að setja upp hjá honum nál og gefa honum eina einingu af neyðarblóði. Þá lagði hún spelkur að báðum fótum og setti á hann hálskraga því hún óttaðist að hann hefði skaddast á hálsi. En nú voru góð ráð dýr, hvernig átti hún að koma honum útafliggjandi til byggða? Yarisinn var aðeins tveggja dyra og hún sá að það yrði ekki vinnandi vegur að skjáskjóta drengnum inn í bílinn. Hennar eina von var að hefja drenginn upp á toppgrindina og tjóðra hann niður með startköplunum. Að reyra sjúklinga niður voru ekki starfshættir sem henni voru að skapi en hvað átti hún að gera, nauðsyn braut lög! Sigurborg andvarpaði og nuddaði sára öxlina. Hún þakkaði forsjóninni fyrir að allt hafði gengið að óskum. Drengnum heilsaðist vel. Þrátt fyrir að hún væri ofurlítið eftir sig og aum í öxlinni lét hún það ekki aftra sér frá að ljúka bakstrinum. Hún hafði heitið þess að ef hún kæmi drengnum lifandi til byggða myndi hún baka fyrir hann ilmandi apfelstrudel. Við það ætlaði hún standa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Ólína Mest lesið Halldór 11.01.2025 Rafn Ágúst Ragnarsson Halldór Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson Skoðun
Sigurborg þeytti smjörið og sykurinn saman á ógnarhraða í postulínsskálinni góðu. Smjörið myndaði toppa sem minntu á þýsku Alpana. Sigurborgu fannst hún um stund vera stödd „im milden Alpenklima“ en hún hafði sem ung stúlka unnið sjö sumur á heilsuhæli í Bæjaralandi. Henni hlýnaði við tilhugsunina um liðna tíma og veitti víst ekki af eftir volkið fyrr um daginn. Sigurborg hafði þurft að gera að meinum austurrísks puttaferðalangs sem hún hafði sótt upp á miðja Hellisheiði fyrr um daginn og var af þeim sökum með einhverja slæmsku í hægri öxlinni. Varð því af og til að gera hlé á þeytingnum og aka öxlinni réttsælis og rangsælis til að létta á seyðingsverknum. Hún endurlifði viðburði dagsins. Þannig hafði háttað til að nóttina áður hafði hún unnið aukavakt á slysavarðstofunni og rétt undir morgun hafði borist neyðarsímtal frá útlendum ferðamanni. Enginn sjúkrabíll hafði verið nærtækur sökum manneklu. Sjúkraflutningamenn höfðu að auki sammælst um að vinna ekki þessa helgi sökum samningsbrota ríkisins og funduðu nú í sumarbústað sjúkraflutningamanna í Ytri-Njarðvík. Enginn á vaktinni hjá 112 talaði þýsku og því voru góð ráð dýr. Símtalið var áframsent á slysavarðstofuna og þar tók ekki betra við.Beið ekki boðanna Vakthafandi deildarlæknir sem hafði starfað við spítalann fyrst sem vaktmaður en var nú nýkominn heim með læknanám upp á vasann frá einhverri menntastofnun í Ungverjalandi reyndist alls ófær um að ræða við manninn á nokkru auðkennilegu tungumáli. Sigurborg undraðist vankunnáttu læknisins unga því hann fór úr ensku yfir í dönsku og af og til mælti hann orð og gaf frá sér hljóðasambönd sem hún ályktaði að hlytu að vera ungverska. Hún gat aðeins gert sér í hugarlund hvernig vesalings puttalingnum liði að vera í nauðum staddur einn í ókunnu landi og þurfa að hlusta á þessa óáheyrilegu kakófóníu. Hún afréð því að leggja hönd á herðar læknisins unga og með augngotum og handapati gerði hún honum það skiljanlegt að hún skyldi taka við og að hann gæti sem hæglegast bara fengið sér sæti. Sigurborg hafði yfirgripsmikla reynslu á sviði áfallahjálpar og tókst að lempa manninn til á kjarnyrtri þýsku. Henni skildist á honum að hann hefði verið einn á ferð, dottið um stein í hríðinni og sennilega brotið eða brákað á sér báða leggina. Sigurborgu tókst eftir nokkurt þóf að staðsetja manninn, því hann gat að endingu með hjálp snjallsíma gefið Sigurborgu hnit sem hún undireins þekkti. Sigurborg beið því ekki boðanna og setti í hendingskasti niður í veski sitt blóðþrýstingsmæli, neyðarblóð, kraga, sáraumbúðir og ambúpoka greip hún, ef illa færi.Fyrirfólk í heimahúsum Hún átti engan annan kost í stöðunni en þann að fara á smábíl í eigu Ríkisspítalanna sem ætlaður var næturlæknum. Bíll þessi var lítt notaður nema þegar vitja þurfti fyrirfólks í heimahúsum ef óhapp bar að garði eða einhverri illskupest sló niður og ótækt var að viðkomandi gæti látið sjá sig á meðal óbreyttra borgara á almennum biðstofum. Heiðin var að tilskipun lögreglu lokuð jafnvel sérbúnum bílum en Sigurborg sem gjörþekkti undirlendið eins og lófana á sér lét það ekki aftra sér og hugðist reyndar heldur fara slóðann. Hún vippaði sér því upp í litla gráa Yarisinn, skellti sírenunni upp á þakið og fór í forgangi í gegnum Breiðholtið. Leiðin upp heiðina gekk greiðlega þrátt fyrir að skyggni væri slæmt en það kom ekki að sök. Hér var Sigurborg á heimavelli og þegar hún var komin til móts við skíðaskálann sveigði hún af þjóðvegi eitt inn á gamla gangnamannaslóðann. Hún vissi upp á hár hvar sá austurríski væri niðurkominn, hann lá samkvæmt hnitum skammt austan Stóra-Meitils, sem kom á daginn að var hárrétt reiknað.Tjóðraður með startköplum Austurríkismaðurinn ungi hafði misst meðvitund en andaði eðlilega. Hann hafði misst mikið blóð og því var ekki um annað að ræða en að setja upp hjá honum nál og gefa honum eina einingu af neyðarblóði. Þá lagði hún spelkur að báðum fótum og setti á hann hálskraga því hún óttaðist að hann hefði skaddast á hálsi. En nú voru góð ráð dýr, hvernig átti hún að koma honum útafliggjandi til byggða? Yarisinn var aðeins tveggja dyra og hún sá að það yrði ekki vinnandi vegur að skjáskjóta drengnum inn í bílinn. Hennar eina von var að hefja drenginn upp á toppgrindina og tjóðra hann niður með startköplunum. Að reyra sjúklinga niður voru ekki starfshættir sem henni voru að skapi en hvað átti hún að gera, nauðsyn braut lög! Sigurborg andvarpaði og nuddaði sára öxlina. Hún þakkaði forsjóninni fyrir að allt hafði gengið að óskum. Drengnum heilsaðist vel. Þrátt fyrir að hún væri ofurlítið eftir sig og aum í öxlinni lét hún það ekki aftra sér frá að ljúka bakstrinum. Hún hafði heitið þess að ef hún kæmi drengnum lifandi til byggða myndi hún baka fyrir hann ilmandi apfelstrudel. Við það ætlaði hún standa.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun