Við ætlum að leika til sigurs Henry Birgir Gunnarsson í Herning skrifar 22. janúar 2014 08:00 „Það verður gaman að mæta Dönum hérna í fullu Boxi eins og þeir kalla húsið. Hér hefur verið mikil stemning á öllum leikjum Dana þannig að við hlökkum til,“ segir landsliðsþjálfarinn Aron Kristjánsson og lýgur þar engu. Um fjórtán þúsund áhorfendur hafa skapað hreint ótrúlega stemningu á leikjum sinna manna í Herning. Ísland á enn möguleika á því að komast í undanúrslit mótsins. Þá þarf liðið að leggja Dani og treysta á að Makedónar skelli heimsmeisturum Spánar. Gangi það ekki eftir er enn von um að spila um fimmta sæti mótsins og þar gæti markatala ráðið úrslitum. Staðan mun liggja fyrir er Ísland spilar enda er það síðasti leikur milliriðilsins.Mikil breidd í danska liðinu „Danir eru með frábært lið og marga mjög góða leikmenn. Það er mikil breidd í danska liðinu og Wilbek hefur notað marga leikmenn í mótinu,“ segir Aron en þó svo Danir séu komnir áfram og ætli að hvíla einhverja menn er ekki þar með sagt að þeir mæti með lélegt lið til leiks. „Þeir hafa dreift álaginu og þó svo einhverjir leikmenn spili tíu mínútum skemur en þeir hafa verið að gera þá kemur bara annar heimsklassaleikmaður í hans stað.“ Það mun ekki skýrast fyrr en í dag hvort Arnór Atlason getur komið aftur inn í hópinn og svo mun það örugglega ekki skýrast fyrr en í leiknum hversu mikið Aron Pálmarsson getur beitt sér. Hann hefur tekið mjög takmarkaðan þátt í síðustu tveimur leikjum liðsins. Sem betur fer hefur það ekki komið að sök. Aðrir leikmenn hafa stigið upp og leikið virkilega vel.Þurfum að hægja á þeim „Til þess að eiga möguleika í þessum leik þá þurfum við að vera mjög fljótir til baka í vörnina. Við viljum skipta tveimur mönnum út í vörn og sókn og það hefur oft reynst erfitt á móti Dönum. Við verðum að spila góða vörn til þess að drepa hraðann hjá þeim. Þeirra sóknarleikur gengur út á að fá mikinn hraða í spilið. Við munum leika til sigurs,“ sagði Aron og brosti við. Hann leggur áherslu á að leikmenn láti áhorfendur og stemninguna í húsinu ekki slá sig út af laginu. „Við eigum að njóta þess. Menn eiga að njóta þess er þeir slökkva í áhorfendum. Njóta þess að áhorfendur bauli á sig. Það er málið. Að njóta og leggja allt sem menn eiga í leikinn.“Leikurinn hefst klukkan 19.30 í kvöld og er lýst beint á Bylgjunni. EM 2014 karla Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Fleiri fréttir Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Sjá meira
„Það verður gaman að mæta Dönum hérna í fullu Boxi eins og þeir kalla húsið. Hér hefur verið mikil stemning á öllum leikjum Dana þannig að við hlökkum til,“ segir landsliðsþjálfarinn Aron Kristjánsson og lýgur þar engu. Um fjórtán þúsund áhorfendur hafa skapað hreint ótrúlega stemningu á leikjum sinna manna í Herning. Ísland á enn möguleika á því að komast í undanúrslit mótsins. Þá þarf liðið að leggja Dani og treysta á að Makedónar skelli heimsmeisturum Spánar. Gangi það ekki eftir er enn von um að spila um fimmta sæti mótsins og þar gæti markatala ráðið úrslitum. Staðan mun liggja fyrir er Ísland spilar enda er það síðasti leikur milliriðilsins.Mikil breidd í danska liðinu „Danir eru með frábært lið og marga mjög góða leikmenn. Það er mikil breidd í danska liðinu og Wilbek hefur notað marga leikmenn í mótinu,“ segir Aron en þó svo Danir séu komnir áfram og ætli að hvíla einhverja menn er ekki þar með sagt að þeir mæti með lélegt lið til leiks. „Þeir hafa dreift álaginu og þó svo einhverjir leikmenn spili tíu mínútum skemur en þeir hafa verið að gera þá kemur bara annar heimsklassaleikmaður í hans stað.“ Það mun ekki skýrast fyrr en í dag hvort Arnór Atlason getur komið aftur inn í hópinn og svo mun það örugglega ekki skýrast fyrr en í leiknum hversu mikið Aron Pálmarsson getur beitt sér. Hann hefur tekið mjög takmarkaðan þátt í síðustu tveimur leikjum liðsins. Sem betur fer hefur það ekki komið að sök. Aðrir leikmenn hafa stigið upp og leikið virkilega vel.Þurfum að hægja á þeim „Til þess að eiga möguleika í þessum leik þá þurfum við að vera mjög fljótir til baka í vörnina. Við viljum skipta tveimur mönnum út í vörn og sókn og það hefur oft reynst erfitt á móti Dönum. Við verðum að spila góða vörn til þess að drepa hraðann hjá þeim. Þeirra sóknarleikur gengur út á að fá mikinn hraða í spilið. Við munum leika til sigurs,“ sagði Aron og brosti við. Hann leggur áherslu á að leikmenn láti áhorfendur og stemninguna í húsinu ekki slá sig út af laginu. „Við eigum að njóta þess. Menn eiga að njóta þess er þeir slökkva í áhorfendum. Njóta þess að áhorfendur bauli á sig. Það er málið. Að njóta og leggja allt sem menn eiga í leikinn.“Leikurinn hefst klukkan 19.30 í kvöld og er lýst beint á Bylgjunni.
EM 2014 karla Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Fleiri fréttir Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Sjá meira