Hún hefur algjörlega helgað körfuboltanum líf sitt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. janúar 2014 08:00 Hildur Sigurðardóttir er að daðra við þrennu í hverjum leik. Vísir/Daníel „Hún hefur algjörlega helgað körfuboltanum líf sitt og það eru ekki rosalega margar stelpur á Íslandi sem hafa gert það. Hún hefur sett allt annað til hliðar og það eina sem kemst að hjá henni er karfan,“ segir Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari kvennaliðs Snæfells, um fyrirliða og leikstjórnanda sinn, Hildi Sigurðardóttur, sem náði tvennum tímamótum á dögunum. Hildur rauf þá bæði fjögur þúsund stiga múrinn í efstu deild kvenna og komst upp fyrir Jón Arnar Ingvarsson á listanum yfir þá leikmenn sem hafa gefið flestar stoðsendingar í efstu deild karla og kvenna á Íslandi. Aðeins tvær konur voru meðlimir í fjögur þúsund stiga klúbbnum áður en Hildur tryggði sér aðganginn á dögunum. Birna Valgarðsdóttir bætti stigamet Önnu Maríu Sveinsdóttur á síðasta tímabili en þær hafa báðar komist yfir fimm þúsund stigin. Hildur lék fyrst í efstu deild með ÍR veturinn 1998-1999 og var þá kosin besti nýliðinn. Hún fór árið eftir yfir í KR þar sem hún hefur spilað stærstan hluta síns ferils. Hildur lék einnig með Grindavík og sem atvinnumaður í Svíþjóð en fyrir tæpum þremur árum kom hún heim í Stykkishólm og hóf að leika með Snæfelli. „Hún hefur alla tíð verið íþróttastelpa og aldrei liðið vel nema hún sé að æfa þótt skrokkurinn sé núna farinn að kalla aðeins á það að fara róa sig niður,“ segir Ingi Þór sem hefur hjálpað Hildi að sameina vinnu, skóla og körfuboltann í vetur. „Hún er leiðtogi fyrst og fremst í því hvernig hún spilar og hvernig hún leggur sig fram. Hún er ekki þessi „vókal“ týpa en það er samt að koma hjá henni. Tölurnar segja að hún sé ofboðslega góður leikstjórnandi og hún er líkamlega sterk. Hún hefur í gegnum tíðina lært að nýta sér íþróttahæfileika sína. Hún er góður íþróttamaður, þekkir skrokk sinn vel og þekkir jafnframt sín takmörk. Hún er ein af lykilmanneskjunum hjá mér. Ég er með góðan kjarna í höndunum en Hildur keyrir þetta áfram og stýrir þessu,“ segir Ingi. Hildur og félagar hafa fjögurra stiga forskot á toppi Dominos-deildar kvenna en liðið hefur unnið sex síðustu leiki sína. Hildur er nálægt því að vera með þrennu að meðaltali en hún er með 15,1 stig, 7,7 fráköst og 7,8 stoðsendingar að meðaltali í leik. Hildur er að ná þessum tímamótum bæði með því að skora og búa til fyrir liðsfélaga sína. „Hún býr mikið til og gerir það bæði í hraðaupphlaupum og á hálfum velli. Það er því ekki hægt að stoppa eitthvað eitt hjá henni,“ segir Ingi Þór að lokum.Hildur Sigurðardóttir í leik með Snæfelli í vetur. Vísir/VilhelmTölfræðin hjá Hildi Sigurðardóttur:Flest stig í efstu deild kvenna 1. Birna Valgarðsdóttir 5067 2. Anna María Sveinsdóttir 5005 3. Hildur Sigurðardóttir 4040 4. Linda Stefánsdóttir 3487 5. Kristrún Sigurjónsdóttir 3284 6. Guðbjörg Norðfjörð 3281 7. Hafdís Helgadóttir 3180 8. Alda Leif Jónsdóttir 2955Flestar stoðsendingar í efstu deild karla og kvenna 1. Hildur Sigurðardóttir 1417 2. Jón Arnar Ingvarsson 1393 3. Jón Kristinn Gíslason 1359 4. Eiríkur Sverrir Önundarson 1308 5. Sverrir Þór Sverrisson 1300 6. Teitur Örlygsson 1168 7. Justin Shouse 1121 8. Friðrik Pétur Ragnarsson 1101Tölur Hildar í efstu deild Leikir - 308 Stig - 4040 (13,1 í leik) Fráköst - 2506 (8,1 í leik) Stoðendingar - 1417 (4,6 í leik)Stigaskor með liðum ÍR - 169 (8,9 í leik) KR - 2284 (13,0) Snæfell - 1003 (13,7) Grindavík - 584 (14,6)Stoðsendingar með liðum ÍR - 24 (1,3 í leik) KR - 793 (4,5) Snæfell - 450 (6,2) Dominos-deild kvenna Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Sjá meira
„Hún hefur algjörlega helgað körfuboltanum líf sitt og það eru ekki rosalega margar stelpur á Íslandi sem hafa gert það. Hún hefur sett allt annað til hliðar og það eina sem kemst að hjá henni er karfan,“ segir Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari kvennaliðs Snæfells, um fyrirliða og leikstjórnanda sinn, Hildi Sigurðardóttur, sem náði tvennum tímamótum á dögunum. Hildur rauf þá bæði fjögur þúsund stiga múrinn í efstu deild kvenna og komst upp fyrir Jón Arnar Ingvarsson á listanum yfir þá leikmenn sem hafa gefið flestar stoðsendingar í efstu deild karla og kvenna á Íslandi. Aðeins tvær konur voru meðlimir í fjögur þúsund stiga klúbbnum áður en Hildur tryggði sér aðganginn á dögunum. Birna Valgarðsdóttir bætti stigamet Önnu Maríu Sveinsdóttur á síðasta tímabili en þær hafa báðar komist yfir fimm þúsund stigin. Hildur lék fyrst í efstu deild með ÍR veturinn 1998-1999 og var þá kosin besti nýliðinn. Hún fór árið eftir yfir í KR þar sem hún hefur spilað stærstan hluta síns ferils. Hildur lék einnig með Grindavík og sem atvinnumaður í Svíþjóð en fyrir tæpum þremur árum kom hún heim í Stykkishólm og hóf að leika með Snæfelli. „Hún hefur alla tíð verið íþróttastelpa og aldrei liðið vel nema hún sé að æfa þótt skrokkurinn sé núna farinn að kalla aðeins á það að fara róa sig niður,“ segir Ingi Þór sem hefur hjálpað Hildi að sameina vinnu, skóla og körfuboltann í vetur. „Hún er leiðtogi fyrst og fremst í því hvernig hún spilar og hvernig hún leggur sig fram. Hún er ekki þessi „vókal“ týpa en það er samt að koma hjá henni. Tölurnar segja að hún sé ofboðslega góður leikstjórnandi og hún er líkamlega sterk. Hún hefur í gegnum tíðina lært að nýta sér íþróttahæfileika sína. Hún er góður íþróttamaður, þekkir skrokk sinn vel og þekkir jafnframt sín takmörk. Hún er ein af lykilmanneskjunum hjá mér. Ég er með góðan kjarna í höndunum en Hildur keyrir þetta áfram og stýrir þessu,“ segir Ingi. Hildur og félagar hafa fjögurra stiga forskot á toppi Dominos-deildar kvenna en liðið hefur unnið sex síðustu leiki sína. Hildur er nálægt því að vera með þrennu að meðaltali en hún er með 15,1 stig, 7,7 fráköst og 7,8 stoðsendingar að meðaltali í leik. Hildur er að ná þessum tímamótum bæði með því að skora og búa til fyrir liðsfélaga sína. „Hún býr mikið til og gerir það bæði í hraðaupphlaupum og á hálfum velli. Það er því ekki hægt að stoppa eitthvað eitt hjá henni,“ segir Ingi Þór að lokum.Hildur Sigurðardóttir í leik með Snæfelli í vetur. Vísir/VilhelmTölfræðin hjá Hildi Sigurðardóttur:Flest stig í efstu deild kvenna 1. Birna Valgarðsdóttir 5067 2. Anna María Sveinsdóttir 5005 3. Hildur Sigurðardóttir 4040 4. Linda Stefánsdóttir 3487 5. Kristrún Sigurjónsdóttir 3284 6. Guðbjörg Norðfjörð 3281 7. Hafdís Helgadóttir 3180 8. Alda Leif Jónsdóttir 2955Flestar stoðsendingar í efstu deild karla og kvenna 1. Hildur Sigurðardóttir 1417 2. Jón Arnar Ingvarsson 1393 3. Jón Kristinn Gíslason 1359 4. Eiríkur Sverrir Önundarson 1308 5. Sverrir Þór Sverrisson 1300 6. Teitur Örlygsson 1168 7. Justin Shouse 1121 8. Friðrik Pétur Ragnarsson 1101Tölur Hildar í efstu deild Leikir - 308 Stig - 4040 (13,1 í leik) Fráköst - 2506 (8,1 í leik) Stoðendingar - 1417 (4,6 í leik)Stigaskor með liðum ÍR - 169 (8,9 í leik) KR - 2284 (13,0) Snæfell - 1003 (13,7) Grindavík - 584 (14,6)Stoðsendingar með liðum ÍR - 24 (1,3 í leik) KR - 793 (4,5) Snæfell - 450 (6,2)
Dominos-deild kvenna Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Sjá meira