Ásgeir Örn: Þetta var lélegt hjá mér

Ísland tók ákveðna áhættu í lokasókninni með því að taka markvörðinn af velli og setja aukamann í sóknina. Sem betur fer fór skot Ásgeirs út af því annars hefðu Ungverjar getað skorað blóðugt mark.
„Við nýttum ekki vel að vera manni yfir í leiknum. Spiluðum ekki nógu vel í sókninni. Við gátum gert betur en þetta og fengum fullt af tækifærum til þess að klára leikinn þannig að þetta er frekar svekkjandi.“ Liðið er komið áfram í milliriðil þannig að það mátti gleðjast yfir einhverju.
„Við lítum samt á þetta sem tapað stig en eitt er betra en ekkert. Við munum bæta fyrir þetta síðar.“
Tengdar fréttir

Aron: Svekktur að hafa ekki unnið leikinn
"Þetta var gríðarlega erfiður leikur. Við byrjuðum illa og vorum allt of passífir í vörninni," sagði Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari eftir spennuleikinn mikla gegn Ungverjum.

Hefndin þarf að bíða betri tíma - myndir
Íslenska handboltalandsliðinu tókst ekki að hefna fyrir tapið á Ólympíuleikunum í kvöld þegar liðið gerði 27-27 jafntefli við Ungverjaland í 2. umferð B-riðils á EM í handbolta í Danmörku.

Arnór: Eigum að vinna þetta lið
Strákarnir okkar voru þungir á brún eftir leikinn gegn Ungverjum. Þeir eru komnir áfram í milliriðil en vildu sigur og ekkert annað í kvöld.

Kári: Verðum að hafa þor til þess að sækja á markið
"Getum við ekki bara verið sáttir með þetta? Einn punktur í leik þar sem þetta var orðið svolítið erfitt hjá okkur,“ sagði Fenrísúlfurinn Kári Kristján Kristjánsson eftir jafnteflið gegn Ungverjum.

Íslendingarnir sungu þjóðsönginn án undirspils | Myndband
Karlalandslið Íslands í handknattleik gerði jafntefli gegn Ungverjum á Evrópumótinu í dag. Íslenskir stuðningsmenn í Álaborg stóðu fyrir sínu.

Umfjöllun: Ísland - Ungverjaland 27-27 | Svekkjandi jafntefli gegn Ungverjum
Ísland varð að sætta sig við jafntefli gegn Ungverjum á EM í handbolta og náði þar með ekki að hefna fyrir tapið sára á Ólympíuleikunum í London. Ísland er þó öruggt áfram í milliriðlakeppnina.

Aron: Var brjálaður í leikslok
Aron Pálmarsson fór strax í kælingu eftir leikinn í kvöld og var með kælingu á hné og niður er blaðamaður ræddi við hann. Hann sagðist vera í lagi þó svo hann finndi fyrir verkjum.

Guðjón: Hárrétt ákvörðun hjá Ásgeiri
"Þetta var kaflaskiptur leikur. Margir hlutir gengu vel. Það sem gekk vel fór svo að ganga illa. Við áttum möguleika á sigri en gekk því miður ekki," sagði landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson eftir jafnteflið gegn Ungverjum í kvöld.

Aron: Þetta stig gæti orðið mjög dýrmætt í framhaldinu
Íslenska handboltalandsliðið var grátlega nálægt því að vinna annan leik sinn í röð á EM í Danmörku þegar liðið gerði 27-27 jafntefli við Ungverja í Álaborg í kvöld. Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari sá þetta bæði sem unnið og tapað stig.