Mér finnst ég vera með lið framtíðarinnar í höndunum Henry Birgir Gunnarsson í Álaborg skrifar 11. janúar 2014 10:00 Róbert Gunnarsson skoraði síðasta markið í dramatískum sigri á Norðmönnum á EM fyrir tveimur árum. Mynd/Vilhelm Það er komið að stóru stundinni og strákanna okkar bíður gríðarlega erfitt verkefni í fyrsta leik á morgun. Það eru frændur vorir Norðmenn sem hafa reynst okkur erfiður ljár í þúfu síðustu árin. Leikir þessara liða hafa oftar en ekki verið jafnir en sem betur fer hefur Ísland oftast unnið. Liðin mættust á síðasta EM og þá vann Ísland sætan 34-32 sigur eftir að hafa lent í miklu basli og verið fjórum mörkum undir um tíma í síðari hálfleik. Það má búast við álíka spennu á morgun í leik sem margir stilla upp sem úrslitaleik um hvort liðið kemst áfram í milliriðil. Það má ýmislegt segja um það en leikurinn er gríðarlega mikilvægur og má helst ekki tapast ef Ísland ætlar sér áfram í keppninni. Þetta er lykilleikur.Þetta er lið framtíðarinnar Norðmenn eru sem fyrr öflugir en þeir eru að byggja upp lið fyrir framtíðina. „Mér finnst ég vera með lið framtíðarinnar í höndunum. Það þýðir ekki að liðið muni springa út á EM núna en á allra næstu árum á þetta lið að geta staðið í bestu liðunum,“ sagði hinn sænski þjálfari Norðmanna, Robert Hedin, en nokkur pressa er á honum. Strákarnir hans stóðu sig mjög vel á æfingamóti í heimalandinu í byrjun nóvember. Þá unnu Norðmenn glæsilegan sigur á Dönum og töpuðu naumlega fyrir sterkum liðum Króatíu og Frakklands. Ekki gekk eins vel hjá þeim á æfingamóti um síðustu helgi. Þá tapaði liðið með tólf marka mun fyrir Dönum og með sjö mörkum gegn Katar. Þeir sýndu þó í lokaleiknum hvað er spunnið í liðið með því að stríða Frökkum og tapa aðeins með einu marki. Það lyfti liðinu og gaf því sjálfstraust.Verða á heimavelli Norðmenn verða klárlega á heimavelli í þessum leik. Ákveðið var að spila riðilinn í Álaborg svo það væri stutt fyrir Norðmenn að komast á völlinn. Þess utan spila markvörðurinn Ole Erevik og hornamaðurinn Håvard Tvedten með liði Álaborgar í dönsku deildinni. Aðalstjarna norska liðsins, Kristian Kjelling, spilaði með Álaborgarliðinu í fyrra þannig að stuðningur við Norðmenn verður vafalítið mikill í leiknum. Íslendingarnir sem mæta á völlinn verða því heldur betur að láta í sér heyra. „Það er mikil hefð fyrir því hjá Norðmönnum að koma til Álaborgar, skemmta sér og njóta lífsins. Ég vona að þeir komi líka á völlinn til þess að styðja okkur. Vonandi getum við unnið einn leik í riðlinum og komist áfram,“ sagði Hedin en hann veit sem er að þetta er lykilleikur riðilsins fyrir bæði lið. Það er góð blanda í norska liðinu. Reyndir menn í bland við unga og efnilega. Kristian Kjelling er maðurinn sem Norðmenn treysta á. Norðmenn eiga líka fínar örvhentar skyttur eins og Christoffer Rambo. Varnarleikur liðsins er öflugur og Erevik sterkur þar fyrir aftan. Bjarte Myrhol línumaður fer fyrir varnarleiknum og er ávallt hættulegur á línunni þess utan.Verður besti leikmaður heims Eins og áður segir eru margir ungir og spennandi leikmenn að koma upp hjá Norðmönnum. Nægir þar að nefna hinn 21 árs gamla Harald Reinkind og svo 18 ára undrið Sander Sagosen. „Hann spilar eins og leikmaður sem hefur mun meiri reynslu en 18 ára strákur. Hann er frábær miðjumaður sem býr yfir meiri skotógnun en flestir miðjumenn,“ sagði Hedin en hann sparar ekki stóru orðin þegar kemur að þessum efnilega gutta. „Hann á ekki bara eftir að verða besti handboltamaður Noregs. Hann á eftir að verða besti handboltamaður heims.“Leikurinn hefst klukkan 15.00 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. EM 2014 karla Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Sjá meira
Það er komið að stóru stundinni og strákanna okkar bíður gríðarlega erfitt verkefni í fyrsta leik á morgun. Það eru frændur vorir Norðmenn sem hafa reynst okkur erfiður ljár í þúfu síðustu árin. Leikir þessara liða hafa oftar en ekki verið jafnir en sem betur fer hefur Ísland oftast unnið. Liðin mættust á síðasta EM og þá vann Ísland sætan 34-32 sigur eftir að hafa lent í miklu basli og verið fjórum mörkum undir um tíma í síðari hálfleik. Það má búast við álíka spennu á morgun í leik sem margir stilla upp sem úrslitaleik um hvort liðið kemst áfram í milliriðil. Það má ýmislegt segja um það en leikurinn er gríðarlega mikilvægur og má helst ekki tapast ef Ísland ætlar sér áfram í keppninni. Þetta er lykilleikur.Þetta er lið framtíðarinnar Norðmenn eru sem fyrr öflugir en þeir eru að byggja upp lið fyrir framtíðina. „Mér finnst ég vera með lið framtíðarinnar í höndunum. Það þýðir ekki að liðið muni springa út á EM núna en á allra næstu árum á þetta lið að geta staðið í bestu liðunum,“ sagði hinn sænski þjálfari Norðmanna, Robert Hedin, en nokkur pressa er á honum. Strákarnir hans stóðu sig mjög vel á æfingamóti í heimalandinu í byrjun nóvember. Þá unnu Norðmenn glæsilegan sigur á Dönum og töpuðu naumlega fyrir sterkum liðum Króatíu og Frakklands. Ekki gekk eins vel hjá þeim á æfingamóti um síðustu helgi. Þá tapaði liðið með tólf marka mun fyrir Dönum og með sjö mörkum gegn Katar. Þeir sýndu þó í lokaleiknum hvað er spunnið í liðið með því að stríða Frökkum og tapa aðeins með einu marki. Það lyfti liðinu og gaf því sjálfstraust.Verða á heimavelli Norðmenn verða klárlega á heimavelli í þessum leik. Ákveðið var að spila riðilinn í Álaborg svo það væri stutt fyrir Norðmenn að komast á völlinn. Þess utan spila markvörðurinn Ole Erevik og hornamaðurinn Håvard Tvedten með liði Álaborgar í dönsku deildinni. Aðalstjarna norska liðsins, Kristian Kjelling, spilaði með Álaborgarliðinu í fyrra þannig að stuðningur við Norðmenn verður vafalítið mikill í leiknum. Íslendingarnir sem mæta á völlinn verða því heldur betur að láta í sér heyra. „Það er mikil hefð fyrir því hjá Norðmönnum að koma til Álaborgar, skemmta sér og njóta lífsins. Ég vona að þeir komi líka á völlinn til þess að styðja okkur. Vonandi getum við unnið einn leik í riðlinum og komist áfram,“ sagði Hedin en hann veit sem er að þetta er lykilleikur riðilsins fyrir bæði lið. Það er góð blanda í norska liðinu. Reyndir menn í bland við unga og efnilega. Kristian Kjelling er maðurinn sem Norðmenn treysta á. Norðmenn eiga líka fínar örvhentar skyttur eins og Christoffer Rambo. Varnarleikur liðsins er öflugur og Erevik sterkur þar fyrir aftan. Bjarte Myrhol línumaður fer fyrir varnarleiknum og er ávallt hættulegur á línunni þess utan.Verður besti leikmaður heims Eins og áður segir eru margir ungir og spennandi leikmenn að koma upp hjá Norðmönnum. Nægir þar að nefna hinn 21 árs gamla Harald Reinkind og svo 18 ára undrið Sander Sagosen. „Hann spilar eins og leikmaður sem hefur mun meiri reynslu en 18 ára strákur. Hann er frábær miðjumaður sem býr yfir meiri skotógnun en flestir miðjumenn,“ sagði Hedin en hann sparar ekki stóru orðin þegar kemur að þessum efnilega gutta. „Hann á ekki bara eftir að verða besti handboltamaður Noregs. Hann á eftir að verða besti handboltamaður heims.“Leikurinn hefst klukkan 15.00 og verður í beinni textalýsingu á Vísi.
EM 2014 karla Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti