Enginn James Bond-bragur á lífvörslu á Íslandi Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 9. janúar 2014 07:45 Stefán bjó í Bretlandi og var í tólf mánuði í breska hernum. Fréttablaðið/Stefán „Fólk hefur mismunandi hugmyndir um lífvörslu og sér hana í James Bond-bíómyndastíl. Lífvarsla er ekki það. Við höfum haldið svipuð námskeið hér heima síðan skólinn var stofnaður árið 2009 en þetta er fyrsta námskeiðið sem við höldum erlendis. Námskeiðin eru yfirleitt tvær vikur en námskeiðið í Mexíkó verður aðeins lengra,“ segir Stefán Stefánsson, stofnandi Öryggisvarðaskólans. Kynningarfundur á lífvarðanámskeiðið í Mexíkó verður haldinn í kvöld klukkan 19 á vegum skólans. „Lífvarsla snýst númer eitt, tvö og þrjú um skipulagningu. Við kennum fólki hvernig á að forðast áhættu og kennum líka sjálfsvörn og skotvopnaþjálfun svo eitthvað sé nefnt. Við kynnum líka hvaða starfsmöguleikar eru fyrir hendi í þessari grein. Við kennum nemendum að gera plön og prófíl um viðskiptavini. Sá prófíll inniheldur ýmsa hluti um viðskiptavininn – hvaða meðöl hann þarf ef hann veikist, í hvaða blóðflokki hann er og þar fram eftir götunum. Nemendur okkar eiga að geta brugðist við öllu,“ segir Stefán og bætir við að þeir sem vinni við lífvörslu þurfi að vinna nánast allan sólarhringinn. „Sumir standast ekki álagið. Kennsludagur hjá okkur er þrettán til fimmtán klukkutímar. Við viljum sjá hvernig fólk vinnur saman í hópi og undir þrýstingi. Nemendurnir þurfa alltaf að vera með allt hundrað prósent á hreinu því níutíu prósent vissa gæti leitt það af sér að viðskiptavinurinn deyr. Venjulega er fólk á tólf tíma vöktum. Ég veit að Ríkislögreglustjóri býður upp á lífvarðaþjónustu og þá eru launin 24 til 26 þúsund á klukkutímann. Því er hægt að hafa ágætlega upp úr þessu en þeir sem vinna við þetta vinna yfirleitt líka við eitthvað annað samhliða.“ Stefán segir mikið að gera í þessum bransa á Íslandi þó Íslendingar leiti sér ekki þessarar þjónustu. „Það hefur verið mikil aukning á starfseminni á Íslandi, sérstaklega í kringum Hollywood-stórmyndirnar sem hafa komið hingað. Pegasus og True North hafa leitað til okkar til að gæta stjarna á borð við Tom Cruise en Öryggismiðstöðin og Securitas bjóða líka upp á þessa þjónustu. Frægar stjörnur eru alltaf með lífvarðagæslu og Yoko Ono er til dæmis alltaf með slatta af vörðum þegar hún kemur. Við höfum líka fengið verkefni í gegnum Wikileaks og farið í nokkrar ferðir á vegum þeirra,“ segir Stefán. Hann segir þessi námskeið góð grunnnámskeið og opni margar dyr. „Þeir sem leggja sig í það að ná sér í vinnu eftir námskeiðið geta gert það léttilega. Þetta er góður grunnur og þeir sem vilja fara í dýpri verkefni en að gæta stjarnanna geta leitað sér frekari menntunar. Einn sem kom til okkar árið 2009 fékk vinnu sem sprengjuleitarmaður hjá NATO árið eftir til dæmis.“ Kynningarfundurinn í kvöld er öllum opinn en Stefán segir að Öryggisvarðaskólinn meti hvern einstakling áður en hann er tekinn inn á námskeiðið og þá sé kallað eftir sakarvottorði ef þörf krefur. Námskeiðið í Mexíkó verður frá 12. til 21. mars og kostar 575 þúsund krónur með öllu – flugi, mat og gistingu. Tólf til fjórtán pláss eru laus og hafa bankarnir verið liðlegir með lán til námsins. „Við ætlum að nýta okkur aðstæður í Mexíkó og leigjum lögregluskóla þarna úti með öllu – allt frá akstursbrautum til skotvopnaþjálfunarsvæðis. Við kaupum ekki þjálfunina frá neinum öðrum heldur sjáum um hana sjálfir,“ segir Stefán. Uppfært 10.01. 2014: Samkvæmt upplýsingum frá True North vann Stefán ekki að neinum verkefnum fyrir fyrirtækið árið 2012 eða á þeim tíma þegar stórmyndirnar sem hann minnist á hér að ofan voru teknar upp hér á landi. Mest lesið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sjá meira
„Fólk hefur mismunandi hugmyndir um lífvörslu og sér hana í James Bond-bíómyndastíl. Lífvarsla er ekki það. Við höfum haldið svipuð námskeið hér heima síðan skólinn var stofnaður árið 2009 en þetta er fyrsta námskeiðið sem við höldum erlendis. Námskeiðin eru yfirleitt tvær vikur en námskeiðið í Mexíkó verður aðeins lengra,“ segir Stefán Stefánsson, stofnandi Öryggisvarðaskólans. Kynningarfundur á lífvarðanámskeiðið í Mexíkó verður haldinn í kvöld klukkan 19 á vegum skólans. „Lífvarsla snýst númer eitt, tvö og þrjú um skipulagningu. Við kennum fólki hvernig á að forðast áhættu og kennum líka sjálfsvörn og skotvopnaþjálfun svo eitthvað sé nefnt. Við kynnum líka hvaða starfsmöguleikar eru fyrir hendi í þessari grein. Við kennum nemendum að gera plön og prófíl um viðskiptavini. Sá prófíll inniheldur ýmsa hluti um viðskiptavininn – hvaða meðöl hann þarf ef hann veikist, í hvaða blóðflokki hann er og þar fram eftir götunum. Nemendur okkar eiga að geta brugðist við öllu,“ segir Stefán og bætir við að þeir sem vinni við lífvörslu þurfi að vinna nánast allan sólarhringinn. „Sumir standast ekki álagið. Kennsludagur hjá okkur er þrettán til fimmtán klukkutímar. Við viljum sjá hvernig fólk vinnur saman í hópi og undir þrýstingi. Nemendurnir þurfa alltaf að vera með allt hundrað prósent á hreinu því níutíu prósent vissa gæti leitt það af sér að viðskiptavinurinn deyr. Venjulega er fólk á tólf tíma vöktum. Ég veit að Ríkislögreglustjóri býður upp á lífvarðaþjónustu og þá eru launin 24 til 26 þúsund á klukkutímann. Því er hægt að hafa ágætlega upp úr þessu en þeir sem vinna við þetta vinna yfirleitt líka við eitthvað annað samhliða.“ Stefán segir mikið að gera í þessum bransa á Íslandi þó Íslendingar leiti sér ekki þessarar þjónustu. „Það hefur verið mikil aukning á starfseminni á Íslandi, sérstaklega í kringum Hollywood-stórmyndirnar sem hafa komið hingað. Pegasus og True North hafa leitað til okkar til að gæta stjarna á borð við Tom Cruise en Öryggismiðstöðin og Securitas bjóða líka upp á þessa þjónustu. Frægar stjörnur eru alltaf með lífvarðagæslu og Yoko Ono er til dæmis alltaf með slatta af vörðum þegar hún kemur. Við höfum líka fengið verkefni í gegnum Wikileaks og farið í nokkrar ferðir á vegum þeirra,“ segir Stefán. Hann segir þessi námskeið góð grunnnámskeið og opni margar dyr. „Þeir sem leggja sig í það að ná sér í vinnu eftir námskeiðið geta gert það léttilega. Þetta er góður grunnur og þeir sem vilja fara í dýpri verkefni en að gæta stjarnanna geta leitað sér frekari menntunar. Einn sem kom til okkar árið 2009 fékk vinnu sem sprengjuleitarmaður hjá NATO árið eftir til dæmis.“ Kynningarfundurinn í kvöld er öllum opinn en Stefán segir að Öryggisvarðaskólinn meti hvern einstakling áður en hann er tekinn inn á námskeiðið og þá sé kallað eftir sakarvottorði ef þörf krefur. Námskeiðið í Mexíkó verður frá 12. til 21. mars og kostar 575 þúsund krónur með öllu – flugi, mat og gistingu. Tólf til fjórtán pláss eru laus og hafa bankarnir verið liðlegir með lán til námsins. „Við ætlum að nýta okkur aðstæður í Mexíkó og leigjum lögregluskóla þarna úti með öllu – allt frá akstursbrautum til skotvopnaþjálfunarsvæðis. Við kaupum ekki þjálfunina frá neinum öðrum heldur sjáum um hana sjálfir,“ segir Stefán. Uppfært 10.01. 2014: Samkvæmt upplýsingum frá True North vann Stefán ekki að neinum verkefnum fyrir fyrirtækið árið 2012 eða á þeim tíma þegar stórmyndirnar sem hann minnist á hér að ofan voru teknar upp hér á landi.
Mest lesið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sjá meira