Færri ferðamenn sem eyða meiru Mikael Torfason skrifar 6. janúar 2014 07:00 Eins og staðan er má færa fyrir því sterk rök að ekki þurfi að fjölga erlendum ferðamönnum á Íslandi heldur væri nær að fá meira út úr þeim. Vinsælustu ferðamannastaðir landsins þola ekki meiri ágang og við virðumst ekki hafa neinar raunhæfar áætlanir um hvernig við ætlum að fjármagna vernd náttúruperlna. Ríkissjóður á ekki peninga til að takast á við verkefnið og á meðan fórnum við fallegustu stöðum landsins fyrir skyndigróða. Ferðamenn sem koma hingað til lands borga ekkert fyrir að sjá þessar perlur og ferðaþjónustufyrirtækin bera sig engu að síður illa og tala mörg hver gegn eðlilegri skattheimtu. Ferðaþjónusta á Íslandi býr við flókið og ívilnandi skattaumhverfi. Af sumu er greiddur virðisaukaskattur en öðru ekki. Þóknun til ferðaskrifstofu fyrir að skipuleggja ferð er undanþegin virðisaukaskatti, en ekki það sem hún er að selja. Virðisaukaskatturinn er ýmist sjö prósent eða 25,5 prósent. Fólksflutningar eru enn undanþegnir virðisaukaskatti, bæði innanlands- og millilandaflug auk fargjalda með hópferðabílum, ferjum og leigubílum. Bílaleigubílar bera hins vegar 25,5 prósent virðisaukaskatt. Skipulagðar hópferðir með fararstjóra eru undanþegnar virðisaukaskatti sem og sjóstangaveiði, hvalaskoðun, hestaferðir og flúðasiglingar. En kajakleiga eða hestaleiga (án leiðsögumanns) og leiga á köfunarbúnaði er virðisaukaskattskyld. Og til að flækja umhverfið enn frekar þá er sala á veiðileyfi í vatni undanþegin virðisaukaskatti en ekki leyfi til að veiða fimm silunga í vatninu. Löggjöfin er gömul og var hugsuð til að styðja við unga atvinnugrein sem átti undir högg að sækja. Frumkvöðlar hafa fjárfest af miklu hugrekki í ferðaþjónustu síðustu áratugi. Nú er uppskerutíð og skiljanlegt að eigendur ferðaþjónustufyrirtækja vilji ekki sjá á eftir öllum hagnaðinum til ríkisins. Hins vegar er það svo að ef við pössum ekki upp á auðlindina verður ekkert til skiptanna. Ferðaþjónusta er í svo örum vexti að miðað við vöxtinn síðustu ár munu erlendir ferðamenn verða milljón talsins innan fimm ára. Við eigum ekki að horfa á það sem sérstakt keppikefli að fá hingað milljón ferðamenn heldur eigum við að horfa til þess hvað hver ferðamaður skilur eftir sig. Eins og staðan er í dag er ekkert sem bendir til þess að við séum í stakk búin til að taka á móti þessum fjölda. Við erum enn ekki búin að koma okkur saman um hvernig við viljum fjármagna verndun og uppbyggingu í kringum náttúruperlurnar okkar. Það er mikilvægt að við höfum skarpa sýn á það hvert við viljum stefna. Við eigum ekki að sætta okkur við að Ísland verði ódýr ferðamannastaður því þá munum við ganga á auðlindina og rústa henni. Það er ómögulegt að ferðaþjónustufyrirtæki geti gert út á náttúru Íslands án þess að borga fyrir það og fái að auki skattaívilnanir. Eitt verður yfir alla að ganga og best er að skattkerfi séu einföld og gagnsæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mikael Torfason Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Eins og staðan er má færa fyrir því sterk rök að ekki þurfi að fjölga erlendum ferðamönnum á Íslandi heldur væri nær að fá meira út úr þeim. Vinsælustu ferðamannastaðir landsins þola ekki meiri ágang og við virðumst ekki hafa neinar raunhæfar áætlanir um hvernig við ætlum að fjármagna vernd náttúruperlna. Ríkissjóður á ekki peninga til að takast á við verkefnið og á meðan fórnum við fallegustu stöðum landsins fyrir skyndigróða. Ferðamenn sem koma hingað til lands borga ekkert fyrir að sjá þessar perlur og ferðaþjónustufyrirtækin bera sig engu að síður illa og tala mörg hver gegn eðlilegri skattheimtu. Ferðaþjónusta á Íslandi býr við flókið og ívilnandi skattaumhverfi. Af sumu er greiddur virðisaukaskattur en öðru ekki. Þóknun til ferðaskrifstofu fyrir að skipuleggja ferð er undanþegin virðisaukaskatti, en ekki það sem hún er að selja. Virðisaukaskatturinn er ýmist sjö prósent eða 25,5 prósent. Fólksflutningar eru enn undanþegnir virðisaukaskatti, bæði innanlands- og millilandaflug auk fargjalda með hópferðabílum, ferjum og leigubílum. Bílaleigubílar bera hins vegar 25,5 prósent virðisaukaskatt. Skipulagðar hópferðir með fararstjóra eru undanþegnar virðisaukaskatti sem og sjóstangaveiði, hvalaskoðun, hestaferðir og flúðasiglingar. En kajakleiga eða hestaleiga (án leiðsögumanns) og leiga á köfunarbúnaði er virðisaukaskattskyld. Og til að flækja umhverfið enn frekar þá er sala á veiðileyfi í vatni undanþegin virðisaukaskatti en ekki leyfi til að veiða fimm silunga í vatninu. Löggjöfin er gömul og var hugsuð til að styðja við unga atvinnugrein sem átti undir högg að sækja. Frumkvöðlar hafa fjárfest af miklu hugrekki í ferðaþjónustu síðustu áratugi. Nú er uppskerutíð og skiljanlegt að eigendur ferðaþjónustufyrirtækja vilji ekki sjá á eftir öllum hagnaðinum til ríkisins. Hins vegar er það svo að ef við pössum ekki upp á auðlindina verður ekkert til skiptanna. Ferðaþjónusta er í svo örum vexti að miðað við vöxtinn síðustu ár munu erlendir ferðamenn verða milljón talsins innan fimm ára. Við eigum ekki að horfa á það sem sérstakt keppikefli að fá hingað milljón ferðamenn heldur eigum við að horfa til þess hvað hver ferðamaður skilur eftir sig. Eins og staðan er í dag er ekkert sem bendir til þess að við séum í stakk búin til að taka á móti þessum fjölda. Við erum enn ekki búin að koma okkur saman um hvernig við viljum fjármagna verndun og uppbyggingu í kringum náttúruperlurnar okkar. Það er mikilvægt að við höfum skarpa sýn á það hvert við viljum stefna. Við eigum ekki að sætta okkur við að Ísland verði ódýr ferðamannastaður því þá munum við ganga á auðlindina og rústa henni. Það er ómögulegt að ferðaþjónustufyrirtæki geti gert út á náttúru Íslands án þess að borga fyrir það og fái að auki skattaívilnanir. Eitt verður yfir alla að ganga og best er að skattkerfi séu einföld og gagnsæ.
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun