Kjósum konur til forystu Heiða Björg Hilmisdóttir og Margrét Lind Ólafsdóttir. skrifar 6. janúar 2014 07:00 Í okkar nútímasamfélagi ætti jafnrétti kynjanna að vera sjálfsagður hlutur enda segjumst við flest vilja jafnrétti kynjanna og á tyllidögum segja flestir stjórnmálamenn að þeir og flokkar þeirra berjist fyrir auknum áhrifum kvenna. Ef við ætlum að búa í réttlátu samfélagi skiptir máli að konur séu með í ákvarðanatöku um uppbyggingu samfélagsins. Að þeirra rödd heyrist og þær hafi áhrif. Á yfirstandandi kjörtímabili eru konur um 40% sveitarstjórnarmanna, í tuttugu sveitarstjórnum er hlutfall kvenna undir 30% og í einni sveitarstjórn er engin kona meðal kjörinna fulltrúa. Engu að síður voru konur um 50% frambjóðenda í síðustu sveitarstjórnarkosningum svo ekki er hér áhugaleysi kvenna um að kenna. Ástæðuna má fyrst og fremst rekja til þess að konur eru mun síður en karlar í efstu sætum framboðslista og því minni líkur á að þær nái kjöri. Einungis 25% lista höfðu á að skipa konu í leiðtogasæti fyrir fjórum árum og það er óásættanlegt. Hjá Samfylkingunni og VG, þeim stjórnmálaflokkum sem hafa sýnt raunverulegan pólitískan vilja til að tryggja jafnan hlut kynja, hafa kynjareglur um röðun á framboðslista haft mikil áhrif. Líkt og við skipan í stjórnir fyrirtækja, lífeyrissjóða og hjá hinu opinbera hafa slíkar reglur einfaldlega reynst brýn nauðsyn, enda hafa aðrir flokkar og framboð setið eftir í þessum efnum og konur þar með. Við það verður ekki unað öllu lengur. Að okkar mati væri eðlilegt að lög um jöfn hlutföll kynja í stjórnum og ráðum giltu einnig um sveitarstjórnir þannig að tryggt væri að hlutfall hvors kyns fari aldrei undir 40%. Þannig náum við betri árangri og byggjum upp réttlátara samfélag enda er samfélag þar sem konur og karlar eru metin til jafns einfaldlega betra fyrir okkur öll. Nú, í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga, reynir á hvort og þá hvaða stjórnmálaflokkar standa við stóru orðin og tryggja jafnan hlut kynja við skipan framboðslistanna. Þeir sem það vilja gera skipa konum til forystu til jafns við karla. Einungis þannig stöndum við vörð um þann árangur sem þegar hefur náðst og jöfnum enn frekar hlut kynjanna við stjórn málefna nærsamfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiða Björg Hilmisdóttir Mest lesið Halldór 08.02.2025 Halldór Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun Áslaug Arna – kraftur nýrra tíma Friðrik Jósefsson Skoðun Eureka! Auðvitað Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskan lifir – með hjálp gervigreindar! Sigvaldi Einarsson Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skoðun Skoðun Hinir ótal fletir á uppgjöri fortíðarinnar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna – kraftur nýrra tíma Friðrik Jósefsson skrifar Skoðun Eureka! Auðvitað Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson skrifar Skoðun Íslenskan lifir – með hjálp gervigreindar! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Feilspor kjarasamninga og jákvæð styrking launaafsláttar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli Helga Þórðardóttir skrifar Skoðun Kerecis og innviðauppbygging Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið kostar Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Í okkar nútímasamfélagi ætti jafnrétti kynjanna að vera sjálfsagður hlutur enda segjumst við flest vilja jafnrétti kynjanna og á tyllidögum segja flestir stjórnmálamenn að þeir og flokkar þeirra berjist fyrir auknum áhrifum kvenna. Ef við ætlum að búa í réttlátu samfélagi skiptir máli að konur séu með í ákvarðanatöku um uppbyggingu samfélagsins. Að þeirra rödd heyrist og þær hafi áhrif. Á yfirstandandi kjörtímabili eru konur um 40% sveitarstjórnarmanna, í tuttugu sveitarstjórnum er hlutfall kvenna undir 30% og í einni sveitarstjórn er engin kona meðal kjörinna fulltrúa. Engu að síður voru konur um 50% frambjóðenda í síðustu sveitarstjórnarkosningum svo ekki er hér áhugaleysi kvenna um að kenna. Ástæðuna má fyrst og fremst rekja til þess að konur eru mun síður en karlar í efstu sætum framboðslista og því minni líkur á að þær nái kjöri. Einungis 25% lista höfðu á að skipa konu í leiðtogasæti fyrir fjórum árum og það er óásættanlegt. Hjá Samfylkingunni og VG, þeim stjórnmálaflokkum sem hafa sýnt raunverulegan pólitískan vilja til að tryggja jafnan hlut kynja, hafa kynjareglur um röðun á framboðslista haft mikil áhrif. Líkt og við skipan í stjórnir fyrirtækja, lífeyrissjóða og hjá hinu opinbera hafa slíkar reglur einfaldlega reynst brýn nauðsyn, enda hafa aðrir flokkar og framboð setið eftir í þessum efnum og konur þar með. Við það verður ekki unað öllu lengur. Að okkar mati væri eðlilegt að lög um jöfn hlutföll kynja í stjórnum og ráðum giltu einnig um sveitarstjórnir þannig að tryggt væri að hlutfall hvors kyns fari aldrei undir 40%. Þannig náum við betri árangri og byggjum upp réttlátara samfélag enda er samfélag þar sem konur og karlar eru metin til jafns einfaldlega betra fyrir okkur öll. Nú, í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga, reynir á hvort og þá hvaða stjórnmálaflokkar standa við stóru orðin og tryggja jafnan hlut kynja við skipan framboðslistanna. Þeir sem það vilja gera skipa konum til forystu til jafns við karla. Einungis þannig stöndum við vörð um þann árangur sem þegar hefur náðst og jöfnum enn frekar hlut kynjanna við stjórn málefna nærsamfélagsins.
Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun
Skoðun Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson skrifar
Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar
Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar
Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun