Handbolti

Aron varð fyrir líkamsárás um helgina

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Aron í leik með íslenska landsliðinu.
Aron í leik með íslenska landsliðinu. Vísir/Vilhelm
Aron Pálmarsson, leikmaður íslenska landsliðsins og Kiel í Þýskalandi, varð fyrir líkamsárás í miðbæ Reykjavíkur um helgina. Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari, segir þó að þátttaka hans með íslenska landsliðinu á HM í Katar sé ekki í hættu.

„HSÍ mun fjalla nánar um málið síðar í dag,“ sagði Aron í samtali við Vísi og varðist frekari fregna að málinu. Hann sagði þó að nafni sinn væri bólginn eftir árásina.

„Maður var sjokkeraður þegar maður heyrði fyrst af þessu,“ sagði landsliðsþjálfarinn og baðst undan því að svara fleiri spurningum um málið að sinni.

Íslenska landsliðið hefur æfingar fyrir HM í Katar í dag en Aron mun ekki æfa í dag. Ísland mætir Þýskalandi í æfingaleikjum á sunnudag og mánudag og er óvíst hvort að Aron spili með í þeim leikjum.

Click here for an English version




Fleiri fréttir

Sjá meira


×