Aron: Tilefni til umhugsunar Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 30. desember 2014 14:05 Aron Kristjánsson ásamt Gunnari Magnússyni á æfingu landsliðsins í dag. Aron Pálmarsson er á myndinni til hægri. Vísir/Valli/Daníel Aron Kristjánsson stýrði í dag fyrstu æfingu íslenska landsliðsins í undirbúningi þess fyrir HM í Katar sem hefst um miðjan næsta mánuð. Æfingin fór fram án Arons Pálmarssonar sem varð fyrir líkamsárás í miðbæ Reykjavíkur um helgina. Sá síðarnefndi missir af æfingum liðsins bæði í dag og á morgun en landsliðsþjálfarinn segir mál þetta hafa áhrif á undirbúning liðsins fyrir HM í Katar. „Þetta eru fáar æfingar sem við fáum allir saman í aðdraganda þessa móts og því skiptir hver æfing miklu máli. Í dag ætluðum við að vinna með atriði þar sem hann er í vissu lykilhlutverki og slæmt að hann geti ekki tekið þátt í því.“ „Þetta hefur svo auðvitað verið áfall fyrir hann sjálfan en ég á von á honum til æfinga hér þann 2. janúar og vonandi að hann verði í lagi þá. Hann er með skurð yfir öðru auganu og bólginn í andlitinu.“ Aron segist hafa búið sig undir það versta miðað við fyrstu tíðindin sem hann fékk af atvikinu. „En svo heyrði ég í honum sjálfum og varð rólegri. Ég hef ekki áhyggjur af öðru en að hann kom inn í þetta verkefni með okkur af fullum krafti. Hann var farinn að hlakka mikið til að taka þátt í mótinu og ég hef fulla trú á því að við náum að vinna úr þessu.“ Aron Pálmarsson var að skemmta sér með vinum á sínum frítíma en landsliðsþjálfarinn segir að mál sem þetta séu ávallt viðkvæm. „Hann var að spila með sínu félagsliði þann 26. desember og kom svo heim degi síðar. Hann var svo í fríi til 30. desember og fór því út að borða með sínum félögum þegar þetta atvik á sér stað. Það er mjög slæmt og ætti að gefa mönnum tilefni til umhugsunar. Menn verða að fara varlega og passa sig.“ Aron telur ekki að þetta mál hafi neikvæð áhrif á leikmannahópinn. „Það er auðvitað slæmt að hann missi af þessum æfingum og að umfjöllun um liðið nú þegar undirbúningur fyrir stórmót hefst skuli vera á þessum nótum. En það eru þaulreyndir strákar í hópnum og þeir munu standa þétt við bak Arons. Þeir fordæma þessa árás því þetta getur auðvitað gerst fyrir hvern sem er.“ HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Aron gaf eina milljón til krabbameinssjúkra barna Handboltamaðurinn Aron Pálmarsson hefur verið mikið í fréttunum í morgun eftir að það fréttist af því að íslenski landsliðsmanninn hafi orðið fyrir líkamsárás í miðbæ Reykjavíkur um helgina en kappinn bíður líka upp á góðar fréttir af sér í dag. 30. desember 2014 13:08 Aron: Næsta sem ég veit að ég ligg í jörðinni Segir að árásin á sig hafi veirð með öllu tilefnislaus. 30. desember 2014 11:00 Aron varð fyrir líkamsárás um helgina Ráðist á landsliðsmanninn Aron Pálmarsson í miðbæ Reykjavíkur. 30. desember 2014 09:40 Formaður HSÍ um árásina á Aron: Lögreglan að skoða myndbandsupptökur Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, tjáði sig um líkamsárásina á landsliðsmanninn Aron Pálmarsson í samtali við Eirík Stefán Ásgeirsson á æfingu íslenska handboltalandsliðsins í dag. 30. desember 2014 12:33 Mest lesið Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Handbolti Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Sport „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fleiri fréttir Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sjá meira
Aron Kristjánsson stýrði í dag fyrstu æfingu íslenska landsliðsins í undirbúningi þess fyrir HM í Katar sem hefst um miðjan næsta mánuð. Æfingin fór fram án Arons Pálmarssonar sem varð fyrir líkamsárás í miðbæ Reykjavíkur um helgina. Sá síðarnefndi missir af æfingum liðsins bæði í dag og á morgun en landsliðsþjálfarinn segir mál þetta hafa áhrif á undirbúning liðsins fyrir HM í Katar. „Þetta eru fáar æfingar sem við fáum allir saman í aðdraganda þessa móts og því skiptir hver æfing miklu máli. Í dag ætluðum við að vinna með atriði þar sem hann er í vissu lykilhlutverki og slæmt að hann geti ekki tekið þátt í því.“ „Þetta hefur svo auðvitað verið áfall fyrir hann sjálfan en ég á von á honum til æfinga hér þann 2. janúar og vonandi að hann verði í lagi þá. Hann er með skurð yfir öðru auganu og bólginn í andlitinu.“ Aron segist hafa búið sig undir það versta miðað við fyrstu tíðindin sem hann fékk af atvikinu. „En svo heyrði ég í honum sjálfum og varð rólegri. Ég hef ekki áhyggjur af öðru en að hann kom inn í þetta verkefni með okkur af fullum krafti. Hann var farinn að hlakka mikið til að taka þátt í mótinu og ég hef fulla trú á því að við náum að vinna úr þessu.“ Aron Pálmarsson var að skemmta sér með vinum á sínum frítíma en landsliðsþjálfarinn segir að mál sem þetta séu ávallt viðkvæm. „Hann var að spila með sínu félagsliði þann 26. desember og kom svo heim degi síðar. Hann var svo í fríi til 30. desember og fór því út að borða með sínum félögum þegar þetta atvik á sér stað. Það er mjög slæmt og ætti að gefa mönnum tilefni til umhugsunar. Menn verða að fara varlega og passa sig.“ Aron telur ekki að þetta mál hafi neikvæð áhrif á leikmannahópinn. „Það er auðvitað slæmt að hann missi af þessum æfingum og að umfjöllun um liðið nú þegar undirbúningur fyrir stórmót hefst skuli vera á þessum nótum. En það eru þaulreyndir strákar í hópnum og þeir munu standa þétt við bak Arons. Þeir fordæma þessa árás því þetta getur auðvitað gerst fyrir hvern sem er.“
HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Aron gaf eina milljón til krabbameinssjúkra barna Handboltamaðurinn Aron Pálmarsson hefur verið mikið í fréttunum í morgun eftir að það fréttist af því að íslenski landsliðsmanninn hafi orðið fyrir líkamsárás í miðbæ Reykjavíkur um helgina en kappinn bíður líka upp á góðar fréttir af sér í dag. 30. desember 2014 13:08 Aron: Næsta sem ég veit að ég ligg í jörðinni Segir að árásin á sig hafi veirð með öllu tilefnislaus. 30. desember 2014 11:00 Aron varð fyrir líkamsárás um helgina Ráðist á landsliðsmanninn Aron Pálmarsson í miðbæ Reykjavíkur. 30. desember 2014 09:40 Formaður HSÍ um árásina á Aron: Lögreglan að skoða myndbandsupptökur Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, tjáði sig um líkamsárásina á landsliðsmanninn Aron Pálmarsson í samtali við Eirík Stefán Ásgeirsson á æfingu íslenska handboltalandsliðsins í dag. 30. desember 2014 12:33 Mest lesið Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Handbolti Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Sport „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fleiri fréttir Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sjá meira
Aron gaf eina milljón til krabbameinssjúkra barna Handboltamaðurinn Aron Pálmarsson hefur verið mikið í fréttunum í morgun eftir að það fréttist af því að íslenski landsliðsmanninn hafi orðið fyrir líkamsárás í miðbæ Reykjavíkur um helgina en kappinn bíður líka upp á góðar fréttir af sér í dag. 30. desember 2014 13:08
Aron: Næsta sem ég veit að ég ligg í jörðinni Segir að árásin á sig hafi veirð með öllu tilefnislaus. 30. desember 2014 11:00
Aron varð fyrir líkamsárás um helgina Ráðist á landsliðsmanninn Aron Pálmarsson í miðbæ Reykjavíkur. 30. desember 2014 09:40
Formaður HSÍ um árásina á Aron: Lögreglan að skoða myndbandsupptökur Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, tjáði sig um líkamsárásina á landsliðsmanninn Aron Pálmarsson í samtali við Eirík Stefán Ásgeirsson á æfingu íslenska handboltalandsliðsins í dag. 30. desember 2014 12:33
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti