Með hjarta úr gulli:15 ára stelpa á Selfossi gaf 100 jólagjafir Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 23. desember 2014 18:29 Rósa Signý Ólafsdóttir, fimmtán ára grunnskólanemandi á Selfossi, kom hundrað eldri borgurum heldur betur á óvart þegar hún færði þeim öllum jólagjöf eða jólapoka, sem innihéldu meðal annars kerti og spil. Rósa Signý naut aðstoðar fjölskyldu sinnar þegar jólapokarnir voru bornir inn á sjúkrahúsið á Selfossi en allir heimilismenn á öldrunardeildunum Ljósheimum og Fossheimum fengu jólagjöf, auk eldri borgara í heimaþjónustu. Sverrir Stormsker, sem er fjölskylduvinur á heimili Rósu, byrjaði á því að spila á píanóið og svo ávarpaði Rósa viðstadda. „Ég ætla bara að segja við ykkur, gleðileg jól, ég vona að þið hafið það sem best um jólin og verðið í rosalega góðu jólaskapi. Ég ætla að gefa ykkur smá þakklætisvott fyrir það sem þið hafið gert og gefa ykkur jólagjafir“, sagði Rósa Signý. Því næst gekk hún, sem var með þrjá litla aðstoðarmenn með sér á milli fólksins og afhendi gjafirnar. Í hverju poka var kerti og spil, malt og appelsín, mandarína og sælgæti. Heimilisfólkið átti ekki til orð yfir þessari ungu stelpu, sem virðist vera með hjarta úr gulli eins og fólkið sagði sjálft. En hvernig datt Rósu í hug að gefa allar þessar jólagjafir ? „Þetta var sameiginleg hugmynd hjá mér og mömmu minni, hún sagði þetta mjög góða hugmynd og við ákváðum að láta hana verða að veruleika“, segir Rósa Signý. En er hún svona hjartahlý ? „Já, ég myndi segja það“. Jólafréttir Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fleiri fréttir Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslenska atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Sjá meira
Rósa Signý Ólafsdóttir, fimmtán ára grunnskólanemandi á Selfossi, kom hundrað eldri borgurum heldur betur á óvart þegar hún færði þeim öllum jólagjöf eða jólapoka, sem innihéldu meðal annars kerti og spil. Rósa Signý naut aðstoðar fjölskyldu sinnar þegar jólapokarnir voru bornir inn á sjúkrahúsið á Selfossi en allir heimilismenn á öldrunardeildunum Ljósheimum og Fossheimum fengu jólagjöf, auk eldri borgara í heimaþjónustu. Sverrir Stormsker, sem er fjölskylduvinur á heimili Rósu, byrjaði á því að spila á píanóið og svo ávarpaði Rósa viðstadda. „Ég ætla bara að segja við ykkur, gleðileg jól, ég vona að þið hafið það sem best um jólin og verðið í rosalega góðu jólaskapi. Ég ætla að gefa ykkur smá þakklætisvott fyrir það sem þið hafið gert og gefa ykkur jólagjafir“, sagði Rósa Signý. Því næst gekk hún, sem var með þrjá litla aðstoðarmenn með sér á milli fólksins og afhendi gjafirnar. Í hverju poka var kerti og spil, malt og appelsín, mandarína og sælgæti. Heimilisfólkið átti ekki til orð yfir þessari ungu stelpu, sem virðist vera með hjarta úr gulli eins og fólkið sagði sjálft. En hvernig datt Rósu í hug að gefa allar þessar jólagjafir ? „Þetta var sameiginleg hugmynd hjá mér og mömmu minni, hún sagði þetta mjög góða hugmynd og við ákváðum að láta hana verða að veruleika“, segir Rósa Signý. En er hún svona hjartahlý ? „Já, ég myndi segja það“.
Jólafréttir Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fleiri fréttir Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslenska atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Sjá meira