Handbolti

Undanúrslit deildarbikarsins í dag

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Frændurnir Guðmundur og Geir verða í eldlínunni í dag.
Frændurnir Guðmundur og Geir verða í eldlínunni í dag.
Fjögur efstu lið Olís deilda karla og kvenna verða í eldlínunni um helgina og leik á deildarbikar Flugfélags Íslands í Strandgötunni í Hafnarfirði. Fylgst verður með öllum leikjunum á Vísi.

Kvennaliðin ríða á vaðið og mætast Grótta og Stjarnan núna klukkan 12. Fram og ÍBV eigast við klukkan 13:45.

Fram er í efsta sæti deildarinnar með fullt hús stiga í 10 leikjum en ÍBV er í fjórða sæti með 16 stig. Fram vann leik liðanna í vetur 27-23 á heimavelli.

Grótta hefur tapað einu leik er í öðru sæti deildarinnar með 18 stig en Stjarnan er í sætinu fyrir neðan með tveimur stigum minna.  Grótta vann ótrúlegan 28-14 stigur þegar liðin mættust í september en mun meiri spennu er að vænta í dag.

Í karlaflokki mætir topplið Vals FH klukkan 15:30 og klukkan 17:15 eigast við ÍR og Afturelding.

FH er í fjórða sæti deildarinnar með 20 stig, fjórum stigum minna en Valur. Valur vann 28-25 sigur þegar liðin mættust í nóvember.

ÍR er með 24 stig líkt og Valur og Afturelding er með tveimur stigum minna. Liðin hafa mæst tvívegis í vetur og vann Afturelding 25-23 sigur í Austurberginu í Breiðholti í október en ÍR vann öruggan fimm marka sigur 31-26 þegar liðin mættust í Mosfellsbæ fyrir tólf dögum síðan.

Stjarnan á titil að verja í kvennaflokki en sigurvegarar síðasta árs í karlaflokki, Haukar, eiga ekki kost á að verja titil sinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×