Fótbolti

Skoraði mark númer 6666

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ciro Immobile fagnar hér marki sínu í gær.
Ciro Immobile fagnar hér marki sínu í gær. Vísir/Getty
Ciro Immobile, ítalski framherjinn hjá Borussia Dortmund skoraði ekki aðeins mikilvægt mark fyrir lið sitt í Meistaradeildinni í gær því það var líka merkilegt mark í sögu Meistaradeildarinnar.

Ciro Immobile kom Borussia Dortmund í 1-0 á móti Anderlecht en þetta mark skilaði á endanum þýska liðinu stiginu sem það þurfti til að vinna riðilinn. Anderlecht jafnaði nefnilega metin sex mínútum fyrir leikslok.

Borussia Dortmund var þar með ofar en Arsenal á markatölu en bæði liðinu enduðu riðlakeppnina með þrettán stig.

Markið hans Ciro Immobile var mark númer 6666 í Meistaradeildinni en spænski tölfræðimeistarinn Alexis Martín-Tamayo tók þetta saman og birti á twitter-síðu sinni.

Mörkin með sexunum í sögu Meistaradeildarinnar:

Mark númer 6 - Jaime Magalhaes, Porto

Mark númer 66 - Lilian Thuram, Mónakó

Mark númer 666 - Serhiy Rebrov, Dynamo Kiev

Mark númer 6666 - Ciro Immobile, Borussia Dortmund

Mörk með sama tölustaf í sögu Meistaradeildarinnar:

Mark númer 1111 - Ümit Davala

Mark númer 2222 - David Trezeguet

Mark númer 3333 - Sylvain Abdullah Idingar

Mark númer 4444 - Fred

Mark númer 5555 - Shinji Kagawa

Mark númer 6666 - Ciro Immobile

Ciro Immobile skorar hér markið sitt.Vísir/Getty
Vísir/Getty



Fleiri fréttir

Sjá meira


×