Fótbolti

Eigum skilið meira hrós frá fjölmiðlum

Pellegrini á hliðarlínunni í gær.
Pellegrini á hliðarlínunni í gær. vísir/getty
Man. City stóðst pressuna er liðið fór til Rómar í gær og kláraði lið AS Roma, 2-0. Það var allt undir hjá City en liðið stóðst prófið.

Þetta var fyrsti útisigur City í Evrópukeppni gegn ítölsku liði og það sem gerir sigurinn enn glæsilegri er sú staðreynd að liðið var án Vincent Kompany, Yaya Toure, David Silva og Sergio Aguero.

„Ég hef sagt áður að ég vil ekki væla yfir mönnum sem geta ekki spilað. Það er erfitt að spila án þessara manna og mér finnst liðið eiga meira hrós skilið en það fær frá fjölmiðlum," sagði Manuel Pellegrini, stjóri City, eftir leikinn.

Nú er kominn tími til að gleyma Meistaradeildinni í bili segir stjórinn.

„Við hugsum ekki aftur um þessa keppni fyrr en í febrúar. Það er erfiður tími framundan í úrvalsdeildinni núna og við verðum að koma vel út úr jólunum."


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×