Gengur aftur á bak upp Esjuna Stefán Árni Pálsson skrifar 12. desember 2014 11:25 Vilborg Arna Gissurardóttir og Selma Björk Hermannsdóttir. Á morgun, laugardaginn 13. desember, gengur Vilborg Arna Gissurardóttir upp Esjuna - aftur á bak - til styrktar baráttunni gegn einelti. Þetta er hluti af áskorun sem hún tók í tengslum við fjáröflunarátak Barnaheilla - Jólapeysuna. Í ár er safnað fyrir Vináttu - forvarnarverkefni gegn einelti í leikskóla. Selma Björk Hermannsdóttir, baráttukona gegn einelti hefur lagt Jólapeysunni lið og ætlar að hvetja Vilborgu áfram og ganga með henni upp - þó ekki aftur á bak. Selma varð þekkt eftir að hún skrifaði grein um einelti sem hún varð fyrir frá því hún var í leikskóla vegna þess að hún fæddist með skarð í vör. Í framhaldinu fór hún að halda fyrirlestra með föður sínum í skólum. Saga Selmu er táknræn fyrir Vináttu-verkefnið sem verið er að safna fyrir, því hún varð fyrst fyrir barðinu á einelti í leikskóla. Þangað má oft rekja rætur eineltis og þess vegna er afar mikilvægt að hefja forvarnir strax þá. Vilborg og Selma leggja af stað í birtingu á morgun, eða um klukkan 11 og ætla að safna þannig áheitum. Með þeim í för verða einnig nokkrir aðrir einstaklingar sem styðja baráttuna gegn einelti og aðrir eru einnig velkomnir að slást í hópinn. Þetta verður í fyrsta sinn sem Selma fer alla leið upp á topp Esjunnar. Þetta er því mikið afrek hjá þeim báðum, afturgöngunni Vilborgu og Selmu sem fer alla leið á toppinn. Þær eru að leggja ótrúlega mikið á sig til að vinna gegn einelti og eiga svo sannarlega skilið að það skili sér í áheitasöfnuninni. Áheitasíða Vilborgar má sjá hér.Einnig er hægt að heita á þær með sms-um: 1.000 kr. Sendið: 4018 í númerið: 903 1510 2.000 kr. Sendið: 4018 í númerið: 903 1520 5.000 kr. Sendið: 4018 í númerið: 903 1550 Vilborg Arna Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Menning Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn Lífið Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Lífið Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Menning Fleiri fréttir Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Sjá meira
Á morgun, laugardaginn 13. desember, gengur Vilborg Arna Gissurardóttir upp Esjuna - aftur á bak - til styrktar baráttunni gegn einelti. Þetta er hluti af áskorun sem hún tók í tengslum við fjáröflunarátak Barnaheilla - Jólapeysuna. Í ár er safnað fyrir Vináttu - forvarnarverkefni gegn einelti í leikskóla. Selma Björk Hermannsdóttir, baráttukona gegn einelti hefur lagt Jólapeysunni lið og ætlar að hvetja Vilborgu áfram og ganga með henni upp - þó ekki aftur á bak. Selma varð þekkt eftir að hún skrifaði grein um einelti sem hún varð fyrir frá því hún var í leikskóla vegna þess að hún fæddist með skarð í vör. Í framhaldinu fór hún að halda fyrirlestra með föður sínum í skólum. Saga Selmu er táknræn fyrir Vináttu-verkefnið sem verið er að safna fyrir, því hún varð fyrst fyrir barðinu á einelti í leikskóla. Þangað má oft rekja rætur eineltis og þess vegna er afar mikilvægt að hefja forvarnir strax þá. Vilborg og Selma leggja af stað í birtingu á morgun, eða um klukkan 11 og ætla að safna þannig áheitum. Með þeim í för verða einnig nokkrir aðrir einstaklingar sem styðja baráttuna gegn einelti og aðrir eru einnig velkomnir að slást í hópinn. Þetta verður í fyrsta sinn sem Selma fer alla leið upp á topp Esjunnar. Þetta er því mikið afrek hjá þeim báðum, afturgöngunni Vilborgu og Selmu sem fer alla leið á toppinn. Þær eru að leggja ótrúlega mikið á sig til að vinna gegn einelti og eiga svo sannarlega skilið að það skili sér í áheitasöfnuninni. Áheitasíða Vilborgar má sjá hér.Einnig er hægt að heita á þær með sms-um: 1.000 kr. Sendið: 4018 í númerið: 903 1510 2.000 kr. Sendið: 4018 í númerið: 903 1520 5.000 kr. Sendið: 4018 í númerið: 903 1550
Vilborg Arna Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Menning Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn Lífið Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Lífið Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Menning Fleiri fréttir Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Sjá meira