„Við Arnar erum með framleiðslufyrirtækið
Mint Productions
og ég fór í ferðalag í sumar og það varð svona kveikjan að þáttunum. Ég var heillaður af því sem ég sá og það rann upp fyrir mér hvað ég veit í raun lítið um Ísland og það er ekki kúl,“ segir Davíð Arnar Oddgeirsson.
Hann, ásamt Arnari Þór Þórssyni og Brynjólfi Löve, verður með vikulega sjónvarpsþætti á Vísi sem heita Illa farnir.
„Það er svona tvöföld meining í þessu. Við erum alltaf að fara eitthvert og eftir ferðalögin erum við búnir að sofa lítið og verða kalt, svona pínu illa farnir,“ segir Davíð léttur í bragði um nafn þáttanna.
Félagarnir stefna á að heimsækja alla landshluta í þáttunum.
Hér fyrir ofan má sjá fyrsta þátt af flakki þeirra um Suðurland þar sem þeir láta gamminn geysa í Adrenalíngarðinum.
