Handbolti

Alfreð neitar að syngja jólalag | Myndband

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/Facebook
Alfreð Gíslason, þjálfari Kiel, er í forvitnilegu viðtali hjá Tom O'Brannigan, fréttamanni EHF, á Facebook-síðu Meistaradeildar Evrópu.

O'Brannigan spyr Alfreð um jólavenjur hans en Akureyringurinn hefur það að venja að heimsækja eldri borgara í bænum þar sem hann býr, í austurhluta Þýskalands.

Alfreð segist gefa pening í starf eldri borgaranna þar sem hann telur að það sé betra en að hann myndi syngja fyrir þau. „Þá myndu þau bara fara,“ segir hann í léttum dúr.

O'Brannigan reynir að fá Alfreð til að syngja jólalag á íslensku en þjálfarinn íslenski harðneitar. Hann óskar engu að síður áhorfendum gleðilegra jóla á íslensku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×