BMW 2 fær 3 strokka Mini vél Finnur Thorlacius skrifar 15. desember 2014 13:03 BMW 2-línan. BMW heldur áfram að skera niður strokkana í bílum sínum, rétt eins og fleiri bílaframleiðendur þessa dagana. Nú er komið að hinum smávaxna BMW 2 að fá sína minnstu vél hingað til, þ.e. aðeins þriggja strokka vél sem einnig má finna í Mini bílum. Vélin er með 1,5 lítra sprengirými, með tveimur forþjöppum og skilar 134 hestöflum. Með henni er BMW 218i 8,8 sekúndur í hundraðið, hámarkshraðinn er 212 km/klst og bílinn verður afturhjóladrifinn. Uppgefin eyðsla BMW 218i er 5,1 lítrar á hverja 100 kílómetra. Ólíkt Mini þá má fá þessa vél tengda við 8 gíra sjálfskiptingu, en 6 gíra sjálfskipting er í Mini bílnum. Þyngdradreifingin milli öxla BMW 218i er 50/50. BMW ætlar líka að bjóða BMW 2 með 2,0 lítra dísilvél og fjórhjóladrifi og eyðir sá bíll aðeins 4,3 lítrum. Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Innlent
BMW heldur áfram að skera niður strokkana í bílum sínum, rétt eins og fleiri bílaframleiðendur þessa dagana. Nú er komið að hinum smávaxna BMW 2 að fá sína minnstu vél hingað til, þ.e. aðeins þriggja strokka vél sem einnig má finna í Mini bílum. Vélin er með 1,5 lítra sprengirými, með tveimur forþjöppum og skilar 134 hestöflum. Með henni er BMW 218i 8,8 sekúndur í hundraðið, hámarkshraðinn er 212 km/klst og bílinn verður afturhjóladrifinn. Uppgefin eyðsla BMW 218i er 5,1 lítrar á hverja 100 kílómetra. Ólíkt Mini þá má fá þessa vél tengda við 8 gíra sjálfskiptingu, en 6 gíra sjálfskipting er í Mini bílnum. Þyngdradreifingin milli öxla BMW 218i er 50/50. BMW ætlar líka að bjóða BMW 2 með 2,0 lítra dísilvél og fjórhjóladrifi og eyðir sá bíll aðeins 4,3 lítrum.
Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Innlent