BMW 2 fær 3 strokka Mini vél Finnur Thorlacius skrifar 15. desember 2014 13:03 BMW 2-línan. BMW heldur áfram að skera niður strokkana í bílum sínum, rétt eins og fleiri bílaframleiðendur þessa dagana. Nú er komið að hinum smávaxna BMW 2 að fá sína minnstu vél hingað til, þ.e. aðeins þriggja strokka vél sem einnig má finna í Mini bílum. Vélin er með 1,5 lítra sprengirými, með tveimur forþjöppum og skilar 134 hestöflum. Með henni er BMW 218i 8,8 sekúndur í hundraðið, hámarkshraðinn er 212 km/klst og bílinn verður afturhjóladrifinn. Uppgefin eyðsla BMW 218i er 5,1 lítrar á hverja 100 kílómetra. Ólíkt Mini þá má fá þessa vél tengda við 8 gíra sjálfskiptingu, en 6 gíra sjálfskipting er í Mini bílnum. Þyngdradreifingin milli öxla BMW 218i er 50/50. BMW ætlar líka að bjóða BMW 2 með 2,0 lítra dísilvél og fjórhjóladrifi og eyðir sá bíll aðeins 4,3 lítrum. Mest lesið „Við vitum að þessu er stjórnað af Áslaugu Örnu“ Innlent Lýsir ógnarástandi í bekk dóttur sinnar: „Ofbeldið er enn þá alvarlegra en fólk heldur“ Innlent Samúel Jói og Shamsudin-tvíburarnir á leið í steininn Innlent Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Innlent Missa herbergið eftir allt saman: „Með eindæmum lítilmannlegt“ Innlent Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Erlent Jóhann Páll hækkar hreindýraveiðileyfi hressilega Innlent Flugfélögum verði skylt að afhenda farþegalista Innlent Segist draga andann vegna staðsetningar flugvallarins Innlent Kristín til aðstoðar forsætisráðherra Innlent
BMW heldur áfram að skera niður strokkana í bílum sínum, rétt eins og fleiri bílaframleiðendur þessa dagana. Nú er komið að hinum smávaxna BMW 2 að fá sína minnstu vél hingað til, þ.e. aðeins þriggja strokka vél sem einnig má finna í Mini bílum. Vélin er með 1,5 lítra sprengirými, með tveimur forþjöppum og skilar 134 hestöflum. Með henni er BMW 218i 8,8 sekúndur í hundraðið, hámarkshraðinn er 212 km/klst og bílinn verður afturhjóladrifinn. Uppgefin eyðsla BMW 218i er 5,1 lítrar á hverja 100 kílómetra. Ólíkt Mini þá má fá þessa vél tengda við 8 gíra sjálfskiptingu, en 6 gíra sjálfskipting er í Mini bílnum. Þyngdradreifingin milli öxla BMW 218i er 50/50. BMW ætlar líka að bjóða BMW 2 með 2,0 lítra dísilvél og fjórhjóladrifi og eyðir sá bíll aðeins 4,3 lítrum.
Mest lesið „Við vitum að þessu er stjórnað af Áslaugu Örnu“ Innlent Lýsir ógnarástandi í bekk dóttur sinnar: „Ofbeldið er enn þá alvarlegra en fólk heldur“ Innlent Samúel Jói og Shamsudin-tvíburarnir á leið í steininn Innlent Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Innlent Missa herbergið eftir allt saman: „Með eindæmum lítilmannlegt“ Innlent Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Erlent Jóhann Páll hækkar hreindýraveiðileyfi hressilega Innlent Flugfélögum verði skylt að afhenda farþegalista Innlent Segist draga andann vegna staðsetningar flugvallarins Innlent Kristín til aðstoðar forsætisráðherra Innlent