Lífið

„Kæru foreldrar, ég vil að þið eyðið meiri tíma með mér“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Stórverslunin Ikea fékk auglýsingastofuna McCann á Spáni til að búa til jólaauglýsingu sem heitir The Other Letter, eða hitt bréfið.

Í auglýsingunni eru nokkrir spænskir krakkar beðnir um að skrifa bréf til vitringanna þriggja, sem gegna sama hlutverki og jólasveinarnir gera hér. Eiga krakkarnir að skrifa þeim hvað þeir vilja í jólagjöf.

Bréf barnanna eru eins og við mátti búast og biðja þau til dæmis um tölvu, leikföng, hljóðfæri og leiki.

Því næst eru þau beðin um að skrifa óskalista til foreldra sinna. Í fyrstu virðast börnin hissa, jafnvel ringluð yfir þeirri bón. Síðan skrifa þau bréf til foreldra sinna sem eru talsvert frábrugðin bréfunum til vitringanna. Það sem börnin vilja nefnilega helst af öllu í jólagjöf er að foreldrar þeirra eyði meiri tíma með þeim. 

Foreldrarnir fá síðan að lesa bréfin og eiga margir erfitt með að halda aftur af tárunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.