Flugmaður easyJet snéri við yfir Keflavíkurflugvelli vegna óveðursins Aðalsteinn Kjartansson skrifar 16. desember 2014 16:04 Flugvélinni var snúið til Inverness í Skotlandi. Vísir/Pjetur Flugmaður easyJet treysti sér ekki til að lenda á Keflavíkurflugvelli vegna blindbyls í dag. Ákvörðunin var tekin þegar flugvélin var beint yfir Keflavík en flugmaðurinn hringsólaði fyrir ofan flugvöllinn áður en hann snéri flugvélinni við og hélt aftur til Edinborgar þar sem hún tók á loft í morgun. Á svipuðum tíma var flugvél Norwegian snúið við.Flugvélar hafa verið að lenda og taka á loft á flugvellinum í dag.Vísir/PjeturSamkvæmt upplýsingum frá flugvélinu var flugvélinni snúið til Inverness í Skotlandi. Um borð eru 173 farþegar en langflestir þeirra eru breskir ferðamenn á leið til landsins. „Flugmaðurinn tók þá ákvörðun að lenda ekki og fljúga áfram,“ segir Guðni Sigurðsson, talsmaður Isavia, sem rekur Keflavíkurflugvöll. Hann segir flugvöllinn vera opinn en að það sé ákvörðun hvers og eins flugmanns um hvort lent sé. „easyJet getur staðfest að flug EZY863 frá Luton til Reykjavíkur 16. desember var snúið til Inverness, Skotlandi, vegna varhugaverðra veðuraðstæðna á Íslandi,“ segir í svari easyJet við fyrirspurn Vísis. „Öryggi og velferð farþega okkar og starfsmanna er alltaf í hæsta forgangi.“Afar vont veður er á landinu.Vísir/AuðunnÁætlað er að flogið verði frá Inverness síðar í dag og er vonast til að biðin í Skotlandi verði innan við klukkutími. „Við viljum biðja alla farþega okkar afsökunar á öllum óþægindum vegna seinkunarinnar,“ segir svo í svarinu. Tvær flugvélar WOW air hafa lent á flugvellinum síðastliðna klukkustund og því ljóst að ekki er ógerlegt að lenda. Allar vélar WOW air sem áttu að lenda og taka á loft í Keflavík í dag eru lentar. Í morgun fengust þær upplýsingar frá Icelandair að ekki hafi verið hætt við nein flug félagsins í dag. Guðni segir að einni annarri flugvél hafi verið snúið við. Fréttir af flugi Veður Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira
Flugmaður easyJet treysti sér ekki til að lenda á Keflavíkurflugvelli vegna blindbyls í dag. Ákvörðunin var tekin þegar flugvélin var beint yfir Keflavík en flugmaðurinn hringsólaði fyrir ofan flugvöllinn áður en hann snéri flugvélinni við og hélt aftur til Edinborgar þar sem hún tók á loft í morgun. Á svipuðum tíma var flugvél Norwegian snúið við.Flugvélar hafa verið að lenda og taka á loft á flugvellinum í dag.Vísir/PjeturSamkvæmt upplýsingum frá flugvélinu var flugvélinni snúið til Inverness í Skotlandi. Um borð eru 173 farþegar en langflestir þeirra eru breskir ferðamenn á leið til landsins. „Flugmaðurinn tók þá ákvörðun að lenda ekki og fljúga áfram,“ segir Guðni Sigurðsson, talsmaður Isavia, sem rekur Keflavíkurflugvöll. Hann segir flugvöllinn vera opinn en að það sé ákvörðun hvers og eins flugmanns um hvort lent sé. „easyJet getur staðfest að flug EZY863 frá Luton til Reykjavíkur 16. desember var snúið til Inverness, Skotlandi, vegna varhugaverðra veðuraðstæðna á Íslandi,“ segir í svari easyJet við fyrirspurn Vísis. „Öryggi og velferð farþega okkar og starfsmanna er alltaf í hæsta forgangi.“Afar vont veður er á landinu.Vísir/AuðunnÁætlað er að flogið verði frá Inverness síðar í dag og er vonast til að biðin í Skotlandi verði innan við klukkutími. „Við viljum biðja alla farþega okkar afsökunar á öllum óþægindum vegna seinkunarinnar,“ segir svo í svarinu. Tvær flugvélar WOW air hafa lent á flugvellinum síðastliðna klukkustund og því ljóst að ekki er ógerlegt að lenda. Allar vélar WOW air sem áttu að lenda og taka á loft í Keflavík í dag eru lentar. Í morgun fengust þær upplýsingar frá Icelandair að ekki hafi verið hætt við nein flug félagsins í dag. Guðni segir að einni annarri flugvél hafi verið snúið við.
Fréttir af flugi Veður Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira