Gylfi og Harpa valin knattspyrnufólk ársins 2014 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. desember 2014 18:14 Leikmannaval Knattspyrnusambands Íslands hefur valið Gylfa Þór Sigurðsson og Hörpu Þorsteinsdóttur knattspyrnufólk ársins 2014 en þetta er í ellefta skiptið sem að knattspyrnufólk ársins er sérstaklega útnefnt af KSÍ. Leikmannaval KSÍ er skipað fyrrverandi landsliðsfólki, þjálfurum og forystumönnum í knattspyrnuhreyfingunni. Veitt eru verðlaun fyrir þrjú efstu sætin hjá körlum og konum og hefur KSÍ nú sagt frá valinu fyrir árið 2014. Hér fyrir neðan má umfjöllun um valið af heimasíðu sambandsins.Knattspyrnumaður ársinsGylfi Þór Sigurðsson var sem fyrr einn lykilmanna íslenska landsliðsins í knattspyrnu sem hefur byrjað undankeppni EM frábærlega. Gylfi lék 6 landsleiki á árinu og skoraði í þeim fjögur mörk en öll mörkin voru í undankeppni EM. Hann skoraði gegn Tyrkjum hér á Laugardalsvelli, gegn Lettum ytra og loks tvö mörk í glæstum sigri gegn Hollandi í Laugardalnum. Hann hefur nú leikið 28 landsleiki og skorað í þeim 9 mörk. Gylfi lék með Tottenham í ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili en var seldur til Swansea í sumar þar sem hann gegnir lykilhlutverki. Hann hefur skorað 2 mörk í 16 leikjum í deildinni en hefur gefið flestar stoðsendingar allra í liðinu og er í öðru sæti yfir flestar stoðsendingar allra í ensku úrvalsdeildinni.2. sætiAlfreð Finnbogason var markakóngur í hollensku úrvalsdeildinni 2014/2014 en hann skoraði 29 mörk í 32 leikjum. Hann setti félagsmet hjá félagi sínu Heerenveen með því að skora 53 mörk í efstu deild og það, þrátt fyrir að leika aðeins tvö tímabil með hollenska liðinu. Alfreð var svo seldur í sumar til Real Sociedad á Spáni fyrir 7,5 milljón evrur. Alfreð meiddist rétt áður en spænska deildin hófst en hefur smám saman verið að tryggja sér sæti í liðinu. Alfreð missti úr nokkuð af landsleikjum vegna meiðsla en hann lék 3 landsleiki á árinu og skoraði 1 mark, í vináttulandsleik gegn Belgum.3. sætiKolbeinn Sigþórsson lék 7 landsleik á árinu og skoraði í þeim 3 mörk. Landsleikirnir eru því orðnir 27 og mörkin í þeim 16 talsins. Þrátt fyrir að vera orðaður við brottför frá félagi sínu Ajax þá hefur hann gert nýjan samning við hollenska félagið. Kolbeinn varð, ásamt einum öðrum, markahæsti leikmaður Ajax á síðasta tímabili með 10 mörk í 30 leikjum en félagið varð hollenskur meistari. Hann var áfram fastamaður í Ajax á nýju tímabili en meiddist fyrir skömmu og verður frá keppni til áramóta. Kolbeinn er nú orðinn þriðji leikjahæsti Íslendingurinn í Meistaradeild Evrópu frá upphafi, hefur leikið 11 leiki.Knattspyrnukona ársinsHarpa Þorsteinsdóttir átti frábært keppnistímabil, líkt og síðasta ár. Hún var í fararbroddi Stjörnustúlkna sem vörðu Íslandsmeistaratitilinn á árinu með glæsibrag og bættu um betur og urðu einnig bikarmeistarar eftir sigur á Selfossi í úrslitaleik. Harpa varð markahæst í Pepsi-deild kvenna og skoraði 27 mörk í 18 leikjum. Hún gerði svo einnig fjögur mörk í bikarkeppninni. Harpa var einn af fjögurra leikmanna sem lék í öllum 12 landsleikjum Íslands á árinu og varð markahæst, ásamt Dagnýju Brynjarsdóttur, með 7 mörk.2. sætiSara Björk Gunnarsdóttir átti frábært ár með félagi sínu FC Rosengård í Svíþjóð og var fyrirliði liðsins sem hampaði meistaratitlinum í þriðja sinn á fjórum árum. Liðið féll út fyrir Evrópumeisturum Wolfsburg á síðasta tímabili en hefur nú tryggt sér sæti í 8 liða úrslitum þar sem mótherjarnir verða aftur þýska liðið Wolfsburg. Sara tók einnig við fyrirliðabandinu hjá íslenska landsliðinu þar sem hún var sem fyrr í fararbroddi en Ísland hafnaði m.a. í 3. sæti á Algarve mótinu. Hún lék í öllum 12 landsleikjum Íslands á árinu og skoraði í þeim 2 mörk. Hún hefur leikið 78 landsleiki þrátt fyrir að vera einungis 24 ára gömul.3. sætiGlódís Perla Viggósdóttir var einn af burðarásum Stjörnunnar sem áttu frábært tímabil, unnu bæði deild og bikar. Glódís er einungis 19 ára gömul en gegndi engu að síður lykilhlutverki í liði Stjörnunnar. Hún mun á næsta tímabili söðla um en hún hefur skrifað undir samning við sænska úrvalsdeildarfélagið Eskilstuna. Glódís er orðin fastamaður í íslenska landsliðinu og lék í 11 leikjum á árinu og skoraði þar sitt fyrsta A landsliðsmark. Hún hefur nú leikið 25 landsleiki og má búast við miklu af þessum framtíðarleikmanni Íslands. Íslenski boltinn Fréttir ársins 2014 Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Sport Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Fleiri fréttir Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Sjá meira
Leikmannaval Knattspyrnusambands Íslands hefur valið Gylfa Þór Sigurðsson og Hörpu Þorsteinsdóttur knattspyrnufólk ársins 2014 en þetta er í ellefta skiptið sem að knattspyrnufólk ársins er sérstaklega útnefnt af KSÍ. Leikmannaval KSÍ er skipað fyrrverandi landsliðsfólki, þjálfurum og forystumönnum í knattspyrnuhreyfingunni. Veitt eru verðlaun fyrir þrjú efstu sætin hjá körlum og konum og hefur KSÍ nú sagt frá valinu fyrir árið 2014. Hér fyrir neðan má umfjöllun um valið af heimasíðu sambandsins.Knattspyrnumaður ársinsGylfi Þór Sigurðsson var sem fyrr einn lykilmanna íslenska landsliðsins í knattspyrnu sem hefur byrjað undankeppni EM frábærlega. Gylfi lék 6 landsleiki á árinu og skoraði í þeim fjögur mörk en öll mörkin voru í undankeppni EM. Hann skoraði gegn Tyrkjum hér á Laugardalsvelli, gegn Lettum ytra og loks tvö mörk í glæstum sigri gegn Hollandi í Laugardalnum. Hann hefur nú leikið 28 landsleiki og skorað í þeim 9 mörk. Gylfi lék með Tottenham í ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili en var seldur til Swansea í sumar þar sem hann gegnir lykilhlutverki. Hann hefur skorað 2 mörk í 16 leikjum í deildinni en hefur gefið flestar stoðsendingar allra í liðinu og er í öðru sæti yfir flestar stoðsendingar allra í ensku úrvalsdeildinni.2. sætiAlfreð Finnbogason var markakóngur í hollensku úrvalsdeildinni 2014/2014 en hann skoraði 29 mörk í 32 leikjum. Hann setti félagsmet hjá félagi sínu Heerenveen með því að skora 53 mörk í efstu deild og það, þrátt fyrir að leika aðeins tvö tímabil með hollenska liðinu. Alfreð var svo seldur í sumar til Real Sociedad á Spáni fyrir 7,5 milljón evrur. Alfreð meiddist rétt áður en spænska deildin hófst en hefur smám saman verið að tryggja sér sæti í liðinu. Alfreð missti úr nokkuð af landsleikjum vegna meiðsla en hann lék 3 landsleiki á árinu og skoraði 1 mark, í vináttulandsleik gegn Belgum.3. sætiKolbeinn Sigþórsson lék 7 landsleik á árinu og skoraði í þeim 3 mörk. Landsleikirnir eru því orðnir 27 og mörkin í þeim 16 talsins. Þrátt fyrir að vera orðaður við brottför frá félagi sínu Ajax þá hefur hann gert nýjan samning við hollenska félagið. Kolbeinn varð, ásamt einum öðrum, markahæsti leikmaður Ajax á síðasta tímabili með 10 mörk í 30 leikjum en félagið varð hollenskur meistari. Hann var áfram fastamaður í Ajax á nýju tímabili en meiddist fyrir skömmu og verður frá keppni til áramóta. Kolbeinn er nú orðinn þriðji leikjahæsti Íslendingurinn í Meistaradeild Evrópu frá upphafi, hefur leikið 11 leiki.Knattspyrnukona ársinsHarpa Þorsteinsdóttir átti frábært keppnistímabil, líkt og síðasta ár. Hún var í fararbroddi Stjörnustúlkna sem vörðu Íslandsmeistaratitilinn á árinu með glæsibrag og bættu um betur og urðu einnig bikarmeistarar eftir sigur á Selfossi í úrslitaleik. Harpa varð markahæst í Pepsi-deild kvenna og skoraði 27 mörk í 18 leikjum. Hún gerði svo einnig fjögur mörk í bikarkeppninni. Harpa var einn af fjögurra leikmanna sem lék í öllum 12 landsleikjum Íslands á árinu og varð markahæst, ásamt Dagnýju Brynjarsdóttur, með 7 mörk.2. sætiSara Björk Gunnarsdóttir átti frábært ár með félagi sínu FC Rosengård í Svíþjóð og var fyrirliði liðsins sem hampaði meistaratitlinum í þriðja sinn á fjórum árum. Liðið féll út fyrir Evrópumeisturum Wolfsburg á síðasta tímabili en hefur nú tryggt sér sæti í 8 liða úrslitum þar sem mótherjarnir verða aftur þýska liðið Wolfsburg. Sara tók einnig við fyrirliðabandinu hjá íslenska landsliðinu þar sem hún var sem fyrr í fararbroddi en Ísland hafnaði m.a. í 3. sæti á Algarve mótinu. Hún lék í öllum 12 landsleikjum Íslands á árinu og skoraði í þeim 2 mörk. Hún hefur leikið 78 landsleiki þrátt fyrir að vera einungis 24 ára gömul.3. sætiGlódís Perla Viggósdóttir var einn af burðarásum Stjörnunnar sem áttu frábært tímabil, unnu bæði deild og bikar. Glódís er einungis 19 ára gömul en gegndi engu að síður lykilhlutverki í liði Stjörnunnar. Hún mun á næsta tímabili söðla um en hún hefur skrifað undir samning við sænska úrvalsdeildarfélagið Eskilstuna. Glódís er orðin fastamaður í íslenska landsliðinu og lék í 11 leikjum á árinu og skoraði þar sitt fyrsta A landsliðsmark. Hún hefur nú leikið 25 landsleiki og má búast við miklu af þessum framtíðarleikmanni Íslands.
Íslenski boltinn Fréttir ársins 2014 Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Sport Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Fleiri fréttir Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Sjá meira