Apple hækkaði verð á vörum sínum um 20 prósent í síðustu viku eftir að fall rúblunnar gerði vörnunar ódýrari en annarsstaðar í Evrópu.

Hér má sjá þróun gengis rúblunnar gagnvart dollaranum.
Seðlabankinn hefur heitið frekari aðgerðum til styrktar rúblunni en yfirvöld þar hafa viðurkennt að ástandið sé alvarlegt. Ástæða gengishrunsins er sögð vera hugmyndir um hertar viðskiptaþvinganir gegn Rússum út af ástandinu í Úkraínu og stuðningi þeirra við aðskilnaðarsinna.