Útlit fyrir hvít, köld og vindasöm jól Kjartan Atli Kjartansson skrifar 17. desember 2014 13:37 Páll Bergþórsson spáir hvítum jólum. Útlit er fyrir að jólin verði hvít og ansi köld. Þetta segir Páll Bergþórsson, veðurfræðingur og fyrrum veðurstofustjóri. Hann segir að bæði aðfangadagur og jóladagur verði afar kaldir um nánast allt land. „Já, það eru allar líkur á því að jólin verði köld og hvít. Það getur orðið allt að tíu stiga frost báða jóladagana. En fram að jólum er ekki útlit fyrir mikið frost.“ Páll býst við snjókomu og éljagangi fram að jólum og telur að veðrið verði svipað um allt land. „Mestu hlýindin verða líklegast sumsstaðar við Suðurströndina, undir Eyjafjöllum þá helst,“ útskýrir hann. Norska veðurstofan spáir einnig hvítum og köldum jólum og víðsvegar á landinu er útlit fyrir mikinn vind. Um miðjan nóvember var Páll beðinn að spá fyrir um hvort jólin yrðu hvít eða rauð. Hann sagði mjög erfitt að spá svo langt fram í tímann, en taldi líklegra að jólin yrðu rauð. En síðan þá hefur snjóað mikið og kólnað, eitthvað sem var ófyrirsjáanlegt. „Það eru engin sambönd svo langt inn í framtíðina,“ sagði hann þá. Spá Veðurstofu Íslands fyrir næsta sólahringinn lítur svo út: Suðvestan 13-18 m/s og éljagangur, en 20-25 NV-lands. Dregur smám saman úr vindi í dag, en snýst í norðaustan 13-18 á Vestfjörðum. Norðan og norðvestan 8-15 og él á morgun, hvassast á Vestfjörðum, en úrkomulítið A-lands. Frost víða 0 til 5 stig, en sums staðar frostlaust við S- og A-ströndina.Næstu daga er spáin svo:Á föstudag: Norðan og norðaustustan 13-20 m/s, hvassast NV-til fyrir hádegi, en A-lands um kvöldið. Snjókoma eða él, en bjart með köflum S-lands. Frost 1 til 10 stig, kaldast inn til landsins.Á laugardag: Gengur í suðaustan 15-23 m/s með snjókomu eða slyddu og rigning um kvöldið, fyrst SV-lands. Hægara og úkomulítið NA-lands fram á kvöld. Hlýnandi veður í bili.Á sunnudag: Ákveðin austan- og norðaustanátt og snjókoma eða éljagangur. Rofar til SV-til seinni partinn. Kólnandi veður.Á mánudag og þriðjudag (Þorláksmessa): Útlit fyrir norðaustlæga átt með snjókomu eða éljum, en úrkomulítið SV-til. Fremur svalt í veðri.Norska veðurstofan býst við miklum kulda á jóladag og annan í jólum. Í spá norsku veðurstofunnar fyrir Reykjavík kemur fram að allt að vindurinn á aðfangadagskvöldi verði allt að fimmtán metrar á sekúndu. Á Akureyri verður lítill vindur, kalt og örlítil snjókoma; sannkallað jólaveður. Svipaða sögu er að segja á Egilsstöðum, en þar dettur allt í dúnalogn um klukkan 18 á aðfangadagskvöld, samkvæmt spánni. Á Ísafirði er búist við allt að sjö metrum á sekúndu og snjókomu á aðfangadagskvöld, en síðan lægir á jóladag, en kólnar töluvert. Á Ísafirði er búist við eins stigs hita á aðfangadagskvöld en þar verður vindasamt, allt að fimmtán metrar á sekúndu. Veður Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira
Útlit er fyrir að jólin verði hvít og ansi köld. Þetta segir Páll Bergþórsson, veðurfræðingur og fyrrum veðurstofustjóri. Hann segir að bæði aðfangadagur og jóladagur verði afar kaldir um nánast allt land. „Já, það eru allar líkur á því að jólin verði köld og hvít. Það getur orðið allt að tíu stiga frost báða jóladagana. En fram að jólum er ekki útlit fyrir mikið frost.“ Páll býst við snjókomu og éljagangi fram að jólum og telur að veðrið verði svipað um allt land. „Mestu hlýindin verða líklegast sumsstaðar við Suðurströndina, undir Eyjafjöllum þá helst,“ útskýrir hann. Norska veðurstofan spáir einnig hvítum og köldum jólum og víðsvegar á landinu er útlit fyrir mikinn vind. Um miðjan nóvember var Páll beðinn að spá fyrir um hvort jólin yrðu hvít eða rauð. Hann sagði mjög erfitt að spá svo langt fram í tímann, en taldi líklegra að jólin yrðu rauð. En síðan þá hefur snjóað mikið og kólnað, eitthvað sem var ófyrirsjáanlegt. „Það eru engin sambönd svo langt inn í framtíðina,“ sagði hann þá. Spá Veðurstofu Íslands fyrir næsta sólahringinn lítur svo út: Suðvestan 13-18 m/s og éljagangur, en 20-25 NV-lands. Dregur smám saman úr vindi í dag, en snýst í norðaustan 13-18 á Vestfjörðum. Norðan og norðvestan 8-15 og él á morgun, hvassast á Vestfjörðum, en úrkomulítið A-lands. Frost víða 0 til 5 stig, en sums staðar frostlaust við S- og A-ströndina.Næstu daga er spáin svo:Á föstudag: Norðan og norðaustustan 13-20 m/s, hvassast NV-til fyrir hádegi, en A-lands um kvöldið. Snjókoma eða él, en bjart með köflum S-lands. Frost 1 til 10 stig, kaldast inn til landsins.Á laugardag: Gengur í suðaustan 15-23 m/s með snjókomu eða slyddu og rigning um kvöldið, fyrst SV-lands. Hægara og úkomulítið NA-lands fram á kvöld. Hlýnandi veður í bili.Á sunnudag: Ákveðin austan- og norðaustanátt og snjókoma eða éljagangur. Rofar til SV-til seinni partinn. Kólnandi veður.Á mánudag og þriðjudag (Þorláksmessa): Útlit fyrir norðaustlæga átt með snjókomu eða éljum, en úrkomulítið SV-til. Fremur svalt í veðri.Norska veðurstofan býst við miklum kulda á jóladag og annan í jólum. Í spá norsku veðurstofunnar fyrir Reykjavík kemur fram að allt að vindurinn á aðfangadagskvöldi verði allt að fimmtán metrar á sekúndu. Á Akureyri verður lítill vindur, kalt og örlítil snjókoma; sannkallað jólaveður. Svipaða sögu er að segja á Egilsstöðum, en þar dettur allt í dúnalogn um klukkan 18 á aðfangadagskvöld, samkvæmt spánni. Á Ísafirði er búist við allt að sjö metrum á sekúndu og snjókomu á aðfangadagskvöld, en síðan lægir á jóladag, en kólnar töluvert. Á Ísafirði er búist við eins stigs hita á aðfangadagskvöld en þar verður vindasamt, allt að fimmtán metrar á sekúndu.
Veður Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira