Innlent

Starfsfólk RB safnaði fyrir Mæðrastyrksnefnd

Stefán Árni Pálsson skrifar
Pakkarnir voru afhentir Mæðrastyrksnefnd sem sér síðan um að koma pökkunum áfram til þeirra sem þurfa á að halda.
Pakkarnir voru afhentir Mæðrastyrksnefnd sem sér síðan um að koma pökkunum áfram til þeirra sem þurfa á að halda. mynd/aðsend
Starfsfólk RB lét gott af sér leiða í desember með því að setja pakka undir jólatréð.

Pakkarnir voru afhentir Mæðrastyrksnefnd sem sér síðan um að koma pökkunum áfram til þeirra sem þurfa á að halda. Ákveðið var að safna gjöfum handa eldri börnum og unglingum á aldrinum 12- 16 ára en samkvæmt Mæðrastyrksnefnd er þörfin á jólagjöfum brýnust þar.

Auk jólapakkasöfnunar starfsfólks ákvað RB auk þess að styrkja Mæðrastyrksnefnd um 50.000 krónur til kaupa á jólagjöfum handa börnum og unglingum.

„Það er ótrúlega gaman að geta lagt svona góðu málefni lið. Mikil stemming hefur verið hér innanhúss í kringum söfnunina og pakkarnir verið að týnast smá saman undir jólatréð í mötuneytinu. Vonandi mun þetta framtak koma að góðum notum þar sem hennar er mest þörf,“ segir Guðrún Jóna Jónsdóttir formaður starfsmannafélags RB.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×