Formúla 1

Grindur McLaren og Sauber í lagi

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Nú er bara að bíða og sjá hvernig bílarnir munu líta út á næsta ári.
Nú er bara að bíða og sjá hvernig bílarnir munu líta út á næsta ári. Vísir/getty
Bæði McLaren og Sauber hafa tilkynnt að grindurnar fyrir 2015 bíla liðanna hafa staðist árekstrarpróf FIA.

McLaren undirbýr nú endurkomu Honda á næsta ári. Liðið mun einnig taka til heildar endurskoðunar aðra hluta bílsins, loftflæði og grind bílsins. McLaren vill fara að vinna keppnir aftur. Liðið hefur ekki unnið síðan 2012.

Ron Dennis framkvæmdastjóri liðsins segir að liðið hafi lært margt af því að prófa framtíðar fram- og afturvængi á æfingum fyrir Abú Dabí kappaksturinn.

„Hvað varðar bílinn, þá höfum við klárað öll árekstrarpróf, við erum á undan áætlun og prófanirnar í Abú Dabí gáfu okkur viðmiðunarpunkt fyrir komandi þróun á loftflæði bílsins,“ sagði Dennis.

Sauber tilkynnti í gær að liðið væri búið að standast árekstrarprófin fyrir næsta ár. Það er stórt skref fyrir liðið sem hefur átt í miklum fjárhagsvandræðum í ár.

Liðin geta enn gert breytingar á grindunum en ef þær verða veigamiklar þurfa liðin að standast árekstrarprófin aftur. Það gæti verið merki um litlar eða vanhugsaðar breytingar að vera svona snemma á ferðinni.

Snemmbúið árekstrarpróf gæti þó líka þýtt að liðið sé búið að vinna að grindinni lengi og hönnunin sé gríðar vönduð.


Tengdar fréttir

Force India vill keppa við Williams

Force India bindur vonir við framfarir sem liðið hefur þegar fundið. Markið er sett hátt. Stefnan er að keppa við Williams á næsta tímabili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×