Stefnir í umdeild bókmenntaverðlaun Jakob Bjarnar skrifar 1. desember 2014 17:30 Hin útvöldu þetta árið í flokki fagurbókmennta. Þau þessi fá sérlegan gullmiða á bækur sínar, sem telur í jólabókaflóði. Nú stendur yfir athöfn á Kjarvalsstöðum þar sem kynntar eru þær 15 bækur sem tilnefndar eru til Íslensku bókmenntaverðlaunanna, fimm bækur í flokki barna- og ungmennabóka, fagurbókmennta og fræðibóka og rita almenns efnis. Þetta er í 26. sinn sem verðlaunin eru veitt og þeir þrír höfundar sem standa uppi sem sigurvegarar fá hver í sinn hlut eina milljón íslenskra króna. Íslensku bókmenntaverðlaunin 2014 verða afhent um mánaðamótin janúar-febrúar á komandi ári á Bessastöðum. Samhliða tilnefningum til Íslensku bókmenntaverðlaunanna mun dómnefnd á vegum Bandalags þýðenda og túlka kynna þær fimm þýðingar sem tilnefndar eru til Íslensku þýðingaverðlaunanna. Með fullri virðingu fyrir hinum flokkunum snýr mesta eftirvænting um flokk fagurbókmenntanna, helst er að í tengslum við þann flokk hafi menn uppi miklar meiningar og líkast til verður svo einnig nú. Þetta árið er engin ein bók sem sker sig úr þá þannig að allir séu sammála um að þar sé afburðaverk á ferð. Og svona til að hræra aðeins í pottum mislyndis, af því það er svo hressandi, þá mun mörgum koma á óvart að Kok eftir Kristínu Eiríksdóttur komi til álita, hún hefur ekki hlotið góða dóma eða, svo vitnað sé af handahófi, í gagnrýnanda Víðsjár, þá talar hann um að ekki sé mikið flug í textanum. Og hún hefur ekki verið ofarlega á blaði þar sem bókmenntaelítan hefur komið saman til að spá í spilin. Sjá til að mynda hér. Tvær konur eru tilnefndar í þessum flokki, báðar fyrir ljóðabækur en hin er Þórdís Gísladóttir. Hún má jafnframt heita óvænt á lista, sem má reyndar einnig segja um sjálfan Guðberg Bergsson. Hann hefur ekki verið mikið nefndur sem líklegur kandítat. Reyndar er það svo að þeir sem best telja sig þekkja til hefðu líkast til ekki riðið feitum hesti frá veðbönkum, ef það hefði verið í boði. Helst er að Ófeigur Sigurðsson hafi talist nokkuð öruggur á blað. En, þetta snýst kannski ekki um þá sem eru tilnefndir, heldur hina sem eru það ekki. Víst er að ýmsir munu sakna þess að sjá ekki Oddný Eir Ævarsdóttur, Steinar Braga, Sigurbjörgu Þrastardóttur, Jóhönnu Kristjónsdóttur, Sigurð Pálsson, Gerði Kristnýju, Einar Kárason eða Anton Helga Jónsson, svo einhverjir séu nefndir, meðal hinna tilnefndu þetta árið. Það á hins vegar við um Sigurð, Einar og Gerði að öll hafa þau hlotið verðlaunin, og víst er það ekki til að auka möguleika þeirra á að hreppa þau aftur. En, eins og klisjan segir: Margir eru kallaðir en fáir útvaldir. Tilnefningarnar eru sem hér segir:Guðbergur Bergsson er ekki óvanur bókmenntaverðlaunum.visir/ValliFagurbókmenntir Guðbergur Bergsson Þrír snéru aftur Útgefandi: JPV útgáfa Gyrðir Elíasson Koparakur Útgefandi: Dimma Kristín Eiríksdóttir Kok Útgefandi: JPV útgáfa Ófeigur Sigurðsson Öræfi Útgefandi: Mál og menning Þórdís Gísladóttir Velúr Útgefandi: BjarturDómnefndskipuðu:Tyrfingur Tyrfingsson – Formaður dómnefndar Erna Guðrún Árnadóttir Knútur HafsteinssonAkademíkerinn Ármann Jakobsson hefur verið að feta sig á brautir skáldskaparins sjálfur með góðum árangri.visir/stefánBarna- og ungmennabækur Ármann Jakobsson Síðasti galdrameistarinn Útgefandi: JPV útgáfa Bryndís Björgvinsdóttir Hafnfirðingabrandarinn Útgefandi: Vaka-Helgafell Eva Þengilsdóttir Nála - riddarasaga Útgefandi: Salka Þórarinn Eldjárn og Sigrún Eldjárn Fuglaþrugl og naflakrafl Útgefandi: Vaka-Helgafell Þórarinn Leifsson Maðurinn sem hataði börn Útgefandi: Mál og menningDómnefnd skipuðu:Helga Ferdinandsdóttir – formaður dómnefndar Árni Árnason Þorbjörg KarlsdóttirBjörg Guðrún er meðal hinna tilnefndu með endurminningabók.visir/gvaFræðibækur og rit almenns efnis Björg Guðrún Gísladóttir Hljóðin í nóttinni Útgefandi: Veröld Eggert Þór Bernharðsson Sveitin í sálinni – Búskapur og ræktun í Reykjavík 1930-1970 Útgefandi: JPV útgáfa Pétur H. Ármannsson ritst. Gunnlaugur Halldórsson - Arkitekt Útgefandi: Hið íslenska bókmenntafélag Snorri Baldursson Lífríki Íslands – Vistkerfi lands og sjávar Útgefandi: Forlagið og Bókaútgáfan Opna Sveinn Yngvi Egilsson Náttúra ljóðsins – Umhverfi íslenskra skálda Útgefandi: HáskólaútgáfanDómnefnd skipuðu:Hildigunnur Sverrisdóttir – Formaður dómnefndar Aðalsteinn Ingólfsson Pétur Þorsteinn Óskarsson Formenn dómnefndanna þriggja munu velja einn verðlaunahafa úr hverjum flokki ásamt forsetaskipuðum formanni lokadómnefndar.Gyrðir er fyrirferðarmikill þetta árið, bæði tilnefndur í flokki fagurbóka sem og fyrir þýðingu.visir/anton brinkÍslensku þýðingaverðlaunin Fjórir af þeim fimm sem tilnefndir eru í ár hafa áður komið við sögu Íslensku þýðingaverðlaunanna. Gyrðir Elíasson hlaut þau árið 2012 fyrir þýðingu sína á ljóðasafninu Tunglið braust inn í húsið og Silja Aðalsteinsdóttir árið 2007 fyrir þýðingu sína á Wuthering Heights eftir Emily Brontë. Árið 2012 var Jón St. Kristjánsson tilnefndur til verðlaunanna fyrir þýðingu sína á Reisubók Gúllivers eftir Jonathan Swift og Hermann Stefánsson sama ár fyrir Fásinnu eftir Horacio Castellanos Moya. Herdís Hreiðarsdóttir hefur ekki áður gefið út þýðingu en Út í vitann er hluti af meistaraprófsverkefni hennar í þýðingafræði frá Háskóla Íslands árið 2013.Íslensku þýðingaverðlaunin Þýðandi: Gyrðir Elíasson Listin að vera einn - Shuntaro Tanikawa Útgefandi: Dimma Þýðandi: Herdís Hreiðarsdóttir Út í vitann – Virginia Woolf Útgefandi: Ugla Þýðandi: Hermann Stefánsson Uppfinning Morles – Adolfo Bioy Casares Útgefandi: Kind Þýðandi: Jón St. Kristjánsson Náðarstund – Hannah Kent Útgefandi: JPV Þýðandi: Silja Aðalsteinsdóttir Lífið að leysa – Alice Munro Útgefandi: Mál og menningDómnefnd skipuðu:Árni Matthíasson – Formaður dómnefndar María Rán Guðjónsdóttir Tinna Ásgeirsdóttir Íslensku bókmenntaverðlaunin Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira
Nú stendur yfir athöfn á Kjarvalsstöðum þar sem kynntar eru þær 15 bækur sem tilnefndar eru til Íslensku bókmenntaverðlaunanna, fimm bækur í flokki barna- og ungmennabóka, fagurbókmennta og fræðibóka og rita almenns efnis. Þetta er í 26. sinn sem verðlaunin eru veitt og þeir þrír höfundar sem standa uppi sem sigurvegarar fá hver í sinn hlut eina milljón íslenskra króna. Íslensku bókmenntaverðlaunin 2014 verða afhent um mánaðamótin janúar-febrúar á komandi ári á Bessastöðum. Samhliða tilnefningum til Íslensku bókmenntaverðlaunanna mun dómnefnd á vegum Bandalags þýðenda og túlka kynna þær fimm þýðingar sem tilnefndar eru til Íslensku þýðingaverðlaunanna. Með fullri virðingu fyrir hinum flokkunum snýr mesta eftirvænting um flokk fagurbókmenntanna, helst er að í tengslum við þann flokk hafi menn uppi miklar meiningar og líkast til verður svo einnig nú. Þetta árið er engin ein bók sem sker sig úr þá þannig að allir séu sammála um að þar sé afburðaverk á ferð. Og svona til að hræra aðeins í pottum mislyndis, af því það er svo hressandi, þá mun mörgum koma á óvart að Kok eftir Kristínu Eiríksdóttur komi til álita, hún hefur ekki hlotið góða dóma eða, svo vitnað sé af handahófi, í gagnrýnanda Víðsjár, þá talar hann um að ekki sé mikið flug í textanum. Og hún hefur ekki verið ofarlega á blaði þar sem bókmenntaelítan hefur komið saman til að spá í spilin. Sjá til að mynda hér. Tvær konur eru tilnefndar í þessum flokki, báðar fyrir ljóðabækur en hin er Þórdís Gísladóttir. Hún má jafnframt heita óvænt á lista, sem má reyndar einnig segja um sjálfan Guðberg Bergsson. Hann hefur ekki verið mikið nefndur sem líklegur kandítat. Reyndar er það svo að þeir sem best telja sig þekkja til hefðu líkast til ekki riðið feitum hesti frá veðbönkum, ef það hefði verið í boði. Helst er að Ófeigur Sigurðsson hafi talist nokkuð öruggur á blað. En, þetta snýst kannski ekki um þá sem eru tilnefndir, heldur hina sem eru það ekki. Víst er að ýmsir munu sakna þess að sjá ekki Oddný Eir Ævarsdóttur, Steinar Braga, Sigurbjörgu Þrastardóttur, Jóhönnu Kristjónsdóttur, Sigurð Pálsson, Gerði Kristnýju, Einar Kárason eða Anton Helga Jónsson, svo einhverjir séu nefndir, meðal hinna tilnefndu þetta árið. Það á hins vegar við um Sigurð, Einar og Gerði að öll hafa þau hlotið verðlaunin, og víst er það ekki til að auka möguleika þeirra á að hreppa þau aftur. En, eins og klisjan segir: Margir eru kallaðir en fáir útvaldir. Tilnefningarnar eru sem hér segir:Guðbergur Bergsson er ekki óvanur bókmenntaverðlaunum.visir/ValliFagurbókmenntir Guðbergur Bergsson Þrír snéru aftur Útgefandi: JPV útgáfa Gyrðir Elíasson Koparakur Útgefandi: Dimma Kristín Eiríksdóttir Kok Útgefandi: JPV útgáfa Ófeigur Sigurðsson Öræfi Útgefandi: Mál og menning Þórdís Gísladóttir Velúr Útgefandi: BjarturDómnefndskipuðu:Tyrfingur Tyrfingsson – Formaður dómnefndar Erna Guðrún Árnadóttir Knútur HafsteinssonAkademíkerinn Ármann Jakobsson hefur verið að feta sig á brautir skáldskaparins sjálfur með góðum árangri.visir/stefánBarna- og ungmennabækur Ármann Jakobsson Síðasti galdrameistarinn Útgefandi: JPV útgáfa Bryndís Björgvinsdóttir Hafnfirðingabrandarinn Útgefandi: Vaka-Helgafell Eva Þengilsdóttir Nála - riddarasaga Útgefandi: Salka Þórarinn Eldjárn og Sigrún Eldjárn Fuglaþrugl og naflakrafl Útgefandi: Vaka-Helgafell Þórarinn Leifsson Maðurinn sem hataði börn Útgefandi: Mál og menningDómnefnd skipuðu:Helga Ferdinandsdóttir – formaður dómnefndar Árni Árnason Þorbjörg KarlsdóttirBjörg Guðrún er meðal hinna tilnefndu með endurminningabók.visir/gvaFræðibækur og rit almenns efnis Björg Guðrún Gísladóttir Hljóðin í nóttinni Útgefandi: Veröld Eggert Þór Bernharðsson Sveitin í sálinni – Búskapur og ræktun í Reykjavík 1930-1970 Útgefandi: JPV útgáfa Pétur H. Ármannsson ritst. Gunnlaugur Halldórsson - Arkitekt Útgefandi: Hið íslenska bókmenntafélag Snorri Baldursson Lífríki Íslands – Vistkerfi lands og sjávar Útgefandi: Forlagið og Bókaútgáfan Opna Sveinn Yngvi Egilsson Náttúra ljóðsins – Umhverfi íslenskra skálda Útgefandi: HáskólaútgáfanDómnefnd skipuðu:Hildigunnur Sverrisdóttir – Formaður dómnefndar Aðalsteinn Ingólfsson Pétur Þorsteinn Óskarsson Formenn dómnefndanna þriggja munu velja einn verðlaunahafa úr hverjum flokki ásamt forsetaskipuðum formanni lokadómnefndar.Gyrðir er fyrirferðarmikill þetta árið, bæði tilnefndur í flokki fagurbóka sem og fyrir þýðingu.visir/anton brinkÍslensku þýðingaverðlaunin Fjórir af þeim fimm sem tilnefndir eru í ár hafa áður komið við sögu Íslensku þýðingaverðlaunanna. Gyrðir Elíasson hlaut þau árið 2012 fyrir þýðingu sína á ljóðasafninu Tunglið braust inn í húsið og Silja Aðalsteinsdóttir árið 2007 fyrir þýðingu sína á Wuthering Heights eftir Emily Brontë. Árið 2012 var Jón St. Kristjánsson tilnefndur til verðlaunanna fyrir þýðingu sína á Reisubók Gúllivers eftir Jonathan Swift og Hermann Stefánsson sama ár fyrir Fásinnu eftir Horacio Castellanos Moya. Herdís Hreiðarsdóttir hefur ekki áður gefið út þýðingu en Út í vitann er hluti af meistaraprófsverkefni hennar í þýðingafræði frá Háskóla Íslands árið 2013.Íslensku þýðingaverðlaunin Þýðandi: Gyrðir Elíasson Listin að vera einn - Shuntaro Tanikawa Útgefandi: Dimma Þýðandi: Herdís Hreiðarsdóttir Út í vitann – Virginia Woolf Útgefandi: Ugla Þýðandi: Hermann Stefánsson Uppfinning Morles – Adolfo Bioy Casares Útgefandi: Kind Þýðandi: Jón St. Kristjánsson Náðarstund – Hannah Kent Útgefandi: JPV Þýðandi: Silja Aðalsteinsdóttir Lífið að leysa – Alice Munro Útgefandi: Mál og menningDómnefnd skipuðu:Árni Matthíasson – Formaður dómnefndar María Rán Guðjónsdóttir Tinna Ásgeirsdóttir
Íslensku bókmenntaverðlaunin Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira