Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Tindastóll 97-102 | Sigurganga Tindastóls heldur áfram Ingvi Þór Sæmundsson í Röstinni skrifar 1. desember 2014 17:07 Magnús í leik gegn KR. Tindastóll vann fimm stiga sigur, 97-102, á Grindavík í lokaleik 8. umferðar Domino's deildar karla í kvöld. Stólarnir eru enn í öðru sæti deildarinnar en nýliðarnir hafa spilað gríðarlega vel það sem af er tímabili. Darrel Lewis var í miklum ham í leiknum í kvöld, en þessi 38 ára kappi skoraði að vild og fór oft á tíðum illa með varnarmenn Grindavíkur. Þegar hálfleiksflautið gall var hann kominn með 23 stig, hann bætti 22 við í seinni hálfleik og lauk leik með 45 stig, flest allra á vellinum. Lewis og félagar skoruðu að vild nálægt körfunni í fyrri hálfleik, en vörn Grindvíkinga inni í teig var ekki upp á marga fiska. Rodney Alexander olli því hlutverki að vera akkeri í vörninni ekki og Grindjánar hefðu þurft meira varnarframlag frá honum í kvöld. Stólarnir hittu úr 60% skota sinna inni í teig í fyrri hálfleik, en aðeins eitt af sjö þriggja stiga stiga skotum liðsins í fyrri hálfleiknum fór niður. Leikurinn var jafn framan af og aldrei munaði miklu á liðunum. Staðan eftir fyrsta leikhluta var 20-20 og þegar tvær mínútur voru eftir að fyrri hálfleik var staðan enn jöfn, 35-35. Þá tók hins vegar við góður kafli hjá Stólunum sem luku fyrri hálfleiknum á 9-3 spretti. Staðan í leikhléi var 38-44. Ólafur Ólafsson var stigahæstur Grindvíkinga í hálfleik með tólf stig, en Oddur Rúnar Kristjánsson kom næstur með ellefu. Lewis var sem áður sagði stigahæstur hjá gestunum. Hann hélt uppteknum hætti eftir hlé og skoraði 13 af fyrstu 14 stigum gestanna í seinni hálfleik. Annars komu heimamenn vel inn í seinni hálfleik, sóttu grimmt inn í teiginn og fiskuðu hverja villuna á fætur annarri á liðsmenn Tindastóls. Stólarnir hitnuðu hins vegar fyrir utan þriggja stiga línuna og settu fjóra þrista niður í þriðja leikhluta sem átti stærstan þátt í því að þeir leiddu með tíu stigum fyrir lokaleikhlutann, 65-75. Myron Dempsey byrjaði fjórða leikhluta á að setja niður þrist og kom Tindastóli 13 stigum yfir. En Grindvíkingar voru ekki að baki dottnir, þriggja stiga skotin fóru að detta og þeir náðu að jafna, 81-81. Spennan var rafmögnuð það sem eftir lifði leiks og Grindvíkingar komust loks yfir, 95-93, þegar Ólafur setti niður þrist. En nýliðarnar eru harðgerir og þeir enduðu leikinn á 9-4 spretti og unnu að lokum fimm stiga sigur, 97-102. Dempsey fór mikinn á lokakaflanum og skoraði alls 27 stig og tók 10 fráköst. Pétur Rúnar Birgisson, leikstjórnandinn ungi, var einnig öflugur með 11 stig og tólf stoðsendingar. Þá hefur framlag Lewis áður verið nefnt. Alexander var stigahæstur í liði Grindavíkur með 27 stig, Ólafur kom næstur með 23 stig. Oddur skoraði 20 og gaf níu stoðsendingar og Jón Axel skoraði 14 stig, tók fimm fráköst og gaf níu stoðsendingar.Úrslit:Grindavík-Tindastóll 97-102 (20-20, 18-24, 27-31, 32-27) Grindavík: Rodney Alexander 27/5 fráköst, Ólafur Ólafsson 23/8 fráköst, Oddur Rúnar Kristjánsson 20/9 stoðsendingar, Jón Axel Guðmundsson 14/5 fráköst/9 stoðsendingar, Magnús Þór Gunnarsson 5, Ómar Örn Sævarsson 4/12 fráköst, Hilmir Kristjánsson 4, Þorsteinn Finnbogason 0, Hinrik Guðbjartsson 0, Jens Valgeir Óskarsson 0, Björn Steinar Brynjólfsson 0, Daníel Guðni Guðmundsson 0. Tindastóll: Darrel Keith Lewis 45, Myron Dempsey 27/10 fráköst, Pétur Rúnar Birgisson 11/4 fráköst/12 stoðsendingar, Svavar Atli Birgisson 8/8 fráköst, Helgi Rafn Viggósson 8, Helgi Freyr Margeirsson 3, Viðar Ágústsson 0, Þráinn Gíslason 0, Sigurður Páll Stefánsson 0, Ingvi Rafn Ingvarsson 0/4 fráköst, Friðrik Þór Stefánsson 0, Finnbogi Bjarnason 0.Sverrir: Vorum í algjörum vandræðummeð Lewis Sverrir Sverrisson, þjálfari Grindavíkur, sagði að varnarleikurinn hefði orðið sínu liði að falli gegn Tindastóli í kvöld. „Sóknarlega vorum við nokkuð góðir, spilið var gott og við skoruðum nóg. „En varnarlega vorum við ekki að gera nógu vel og við vorum í algjörum vandræðum með Darrel Lewis allan leikinn. „Hann fór einn á móti nánast öllum og kláraði skotin sín vel. Við vorum í tómu basli,“ sagði Sverrir sem er þó á því að Grindavíkurliðið eigi eftir að styrkjast í komandi leikjum. „Við erum að reyna að berja okkur saman og koma okkur á sporið. Þetta er búið að reyna vel á mannskapinn og við höfum bara unnið tvo leiki. „Við eigum hörkuleiki framundan og verðum að halda áfram,“ sagði Sverrir að lokum.Kári: Gríðarlega sáttir Kári Maríasson, aðstoðarþjálfari Tindastóls, var að vonum sáttur með sigurinn á Grindavík í kvöld. „Við erum gríðarlega sáttir, en við hefðum ekki átt að missa niður tólf stiga forystuna sem við náðum. Við áttum bara að halda henni. „En úr því sem komið var þá erum við mjög sáttir með fimm stiga sigur. „Það er mjög gott að koma á svona sterkan heimavöll, þetta var sjónvarpsleikur og spenna og því var frábært að vinna,“ sagði Kári, en hvernig fannst honum spilamennska Tindastóls í kvöld? „Körfuboltinn í fyrri hálfleik var ekkert sérstakur en leikurinn lyftist vel upp í seinni hálfleik og úr varð skemmtilegur leikur,“ sagði Kári að lokum.Leiklýsing: Grindavík - TindastóllLeik lokið | 97-102 | Dempsey setti bæði vítin niður. Fimm stiga sigur Tindastóls staðreynd, í frábærum leik.40. mín | 97-100| Þriggja stig skot Ólafs geigar! Grindjánar senda Dempsey á línuna.40. mín | 95-100 | Dempsey hamrar boltann niður með kraftmikilli troðslu. Sjö Tindastólsstig í röð!39. mín |95-93 | Ólafur setur niður þrist og kemur Grindavík loksins yfir!37. mín| 88-90 | Alexander fer mikinn þessar mínúturnar. Hann er kominn með 23 stig og hefur fiskað sjö villur á liðsmenn Tindastóls.36. mín | 81-83 | Jón Axel jafnar metin en Helgi Rafn svarar með körfu. Hann er kominn með átta stig.34. mín | 76-79 | Magnús setur sinn fyrsta þrist niður og minnkar muninn í þrjú stig. Israel Miller, þjálfari Tindastóls, tekur leikhlé. Lewis er aðeins kominn með eitt stig í leikhlutanum.33. mín | 70-79 | Þorleifur Ólafsson, meiddur fyrirliði Grindavíkur, stendur upp á bekknum og fær tæknivillu. Sverrir þjálfari var brjálaður út í sinn mann.31. mín | 65-78 | Dempsey neglir niður þrist, þeim fimmta í seinni hálfleik hjá Stólunum.Þriðja leikhluta lokið | 65-75| Tíu stiga munur. Eftir góða byrjun Grindvíkinga í seinni hálfleik hitnuðu Stólarnir fyrir utan þriggja stiga línuna og settu niður fjóra þrista í þriðja leikhluta. Lewis er kominn með 40 stig og gefur ekkert eftir. Alexander spilaði vel í sókninni í leikhlutanum og er kominn með 18 stig í heildina.29. mín | 63-68 | Fjögur Grindavíkurstig í röð, tvö frá Ólafi og tvö frá Alexander.28. mín | 59-68 | Svavar setur niður þrist og í kjölfarið tapar Grindavík boltanum. Sverrir tekur leikhlé.27. mín | 54-61 | Helgi Freyr og Lewis með tvo þrista á skömmum tíma. Stólarnir þurftu á þessu að halda. Grindavík er þegar komið í bónus.25. mín | 52-53 | Alexander er tíður gestur á vítalínunni þessa stundina. Hann er kominn með fimm stig í seinni hálfleik. Lewis fékk áðan sína þriðju villu.23. mín | 46-50 | Alexander minnkar muninn í fjögur stig af vítalínunni. Stólarnir eru þegar búnir að fá fjórar villur í seinni hálfleik.Seinni hálfleikur hafinn | 42-47 | Ólafur setti niður fyrstu körfu seinni hálfleiks og fékk í kjölfarið sína þriðju villu. Fimm stiga munur á liðunum.Fyrri hálfleik lokið | 38-44 | Lokaskot Lewis geigar. Óvenjuleg sjón í fyrri hálfleiknum. Hann er stigahæstur allra á vellinum með 23 stig. Dempsey kemur næstur hjá Stólunum með 10 stig og fimm fráköst. Liðið skorar að vild inni í teig, en gestirnir hafa aðeins sett niður eitt þriggja stiga skot. Ólafur er stigahæstur Grindvíkinga með 12 stig, en Oddur kemur næstur með 11 stig. Þá skilaði Jón Axel fínu framlagi af bekknum; sjö stigum, þremur fráköstum og fimm stoðsendingum.19. mín | 35-43 | Pétur setur niður fyrsta þrist Tindastóls í leiknum. Lewis bætir tveimur stigum við í næstu sókn. 8-0 sprettur hjá gestunum.18. mín | 35-35 | Oddur setur sinn þriðja þrist niður. Hann hefur skorað 75% af öllum þristum leiksins.16. mín | 30-31 | Þriggja stiga sókn hjá Ólafi. Frábærlega gert. Hann er kominn með átta stig og fimm fráköst.15. mín | 27-29 | Lewis skorar enn eina körfuna. Magnús er búinn að taka fjögur þriggja stiga skot sem öll hafa geigað, en hann gæti þess vegna tekið upp á því að setja 5-6 þrista niður í röð þrátt fyrir þessa erfiðu byrjun.14. mín | 27-27 | Dempsey og Lewis eru komnir með 25 af 27 stigum Tindastóls. Gestirnir myndu eflaust þiggja framlag frá fleirum í sókninni.12. mín | 25-25 | Lewis skorar körfu góða og setur vítið niður að auki.Fyrsta leikhluta lokið | 20-20 | Jón Axel skorar síðustu stigin í skemmtilegum fyrsta leikhluta. Lewis hefur farið mikinn og er kominn með tólf stig. Hann, og aðrir leikmenn Tindastóls, skora að vild nálægt körfunni og Grindvíkingar eru ekki að verja körfuna nógu vel. Oddur er þeirra stigahæstur með átta stig. Alexander er kominn með sex.8. mín | 18-18 | Sóknin hjá báðum liðum gengur vel þessa stundina. Lewis er kominn með tólf stig. Hann skorar eins og árið sé 2000. Jón Axel og Magnús koma inn á hjá Grindavík.6. mín | 11-10 | Oddur setur niður þrist, þann fyrsta í leiknum, og kemur Grindavík aftur yfir.4. mín | 8-8 | Lewis jafnar leikinn með sinni þriðju körfu.3. mín | 8-4 | Alexander byrjar vel. Hann er kominn með fjögur stig.Leikurinn hafinn | 2-0 | Oddur skorar fyrstu stig leiksins.Fyrir leik: Þetta er að fara af stað. Oddur, Hilmir Kristjánsson, Ómar Örn Sævarsson, Alexander og Ólafur Ólafsson byrja inn á hjá heimamönnum. Hjá gestunum byrja Lewis, Myron Dempsey, Pétur Rúnar Birgisson, Helgi Rafn Viggósson og Viðar Ágústsson.Fyrir leik: Stigahæsti leikmaður Grindavíkur er öllu yngri en Lewis, eða hinn 19 ára gamli Oddur Rúnar Kristjánsson sem lék með Breiðabliki í 1. deildinni í fyrra. Hann er með 16,5 stig að meðaltali í leik, en hann hefur spilað tæpar 27 mínútur að meðaltali í leik.Fyrir leik: Hinn 38 ára gamli Darrel Lewis hefur farið fyrir liði Tindastóls í stigaskorun á tímabilinu, en hann hefur skorað 20,3 stig að meðaltali í leik. Hann er einnig að skila 7,6 fráköstum og 5,1 stoðsendingu.Fyrir leik: Tindastóli hefur gengið flest í haginn það sem af er tímabili. Liðið er í öðru sæti deildarinnar, fjórum stigum á eftir KR sem er eina liðið sem hefur unnið Stólana í vetur. Norðanmenn eru ofarlega í flestum tölfræðiþáttum. Þeir hafa skorað næstflest stigin í deildinni (93,9), tekið flest fráköst (46,7) og eru í þriðja sæti yfir flestar stoðsendingar liðs (22,1). Þá er liðið að hitta ljómandi vel inni í teig, eða 53,3%.Fyrir leik: Grindvíkingar endurheimta Magnús Þór Gunnarsson úr tveggja leikja banni í kvöld.Fyrir leik: Grindvíkingar hafa verið í vandræðum á tímabilinu. Korteri fyrir mót gekk Sigurður Þorsteinsson til liðs við Solna Vikings í Svíþjóð en skömmu áður hafði liðið samið við Joey Haywood um að leika með liðinu. Grindvíkingar ákváðu hins vegar fljótlega að skipta um erlendan leikmann, fá stærri mann til að fylla skarð Sigurðar. Hóað var í Rodney Alexander sem um tíma með ÍR. Hann hefur þegar spilað tvo leiki með Grindjánum og skorað 14,5 stig og tekið tíu fráköst að meðaltali í þessum tveimur leikjum. Alexander er ekki kominn í sitt besta form en mun eflaust styrkja Grindavíkurliðið þegar á líður.Fyrir leik: Þess má geta að faðir Jóns Axels, Guðmundur Bragason, lýsir leiknum með Arnari Björnssyni á Stöð 2 Sport í kvöld. Útsendingin hefst klukkan sjö, eða stundarfjórðungi fyrir leik.Fyrir leik: Grindvíkingar fengu góðan liðsstyrk fyrir leikinn, en Jón Axel Guðmundsson mun spila með liðinu í kvöld. Jón Axel er menntaskóla vestanhafs, en hefur verið að æfa með Grindavíkurliðinu að undanförnu. Hann mun þó ekki leika meira með Grindavík í vetur, en hann heldur aftur utan á morgun.Fyrir leik: Eins og fram kom á Vísi í dag á Tindastóll möguleika á að ná fyrstu Suðurnesjaþrennu sinni í 23 ár. Tímabilið 1991-92 gerðist það síðast að Stólarnir unnu öll Suðurnesjaliðin þrjú, Grindavík, Njarðvík og Keflavík.Fyrir leik: Komiði sæl og blessuð. Hér verður leik Grindavíkur og Tindstóls lýst. Dominos-deild karla Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ Sjá meira
Tindastóll vann fimm stiga sigur, 97-102, á Grindavík í lokaleik 8. umferðar Domino's deildar karla í kvöld. Stólarnir eru enn í öðru sæti deildarinnar en nýliðarnir hafa spilað gríðarlega vel það sem af er tímabili. Darrel Lewis var í miklum ham í leiknum í kvöld, en þessi 38 ára kappi skoraði að vild og fór oft á tíðum illa með varnarmenn Grindavíkur. Þegar hálfleiksflautið gall var hann kominn með 23 stig, hann bætti 22 við í seinni hálfleik og lauk leik með 45 stig, flest allra á vellinum. Lewis og félagar skoruðu að vild nálægt körfunni í fyrri hálfleik, en vörn Grindvíkinga inni í teig var ekki upp á marga fiska. Rodney Alexander olli því hlutverki að vera akkeri í vörninni ekki og Grindjánar hefðu þurft meira varnarframlag frá honum í kvöld. Stólarnir hittu úr 60% skota sinna inni í teig í fyrri hálfleik, en aðeins eitt af sjö þriggja stiga stiga skotum liðsins í fyrri hálfleiknum fór niður. Leikurinn var jafn framan af og aldrei munaði miklu á liðunum. Staðan eftir fyrsta leikhluta var 20-20 og þegar tvær mínútur voru eftir að fyrri hálfleik var staðan enn jöfn, 35-35. Þá tók hins vegar við góður kafli hjá Stólunum sem luku fyrri hálfleiknum á 9-3 spretti. Staðan í leikhléi var 38-44. Ólafur Ólafsson var stigahæstur Grindvíkinga í hálfleik með tólf stig, en Oddur Rúnar Kristjánsson kom næstur með ellefu. Lewis var sem áður sagði stigahæstur hjá gestunum. Hann hélt uppteknum hætti eftir hlé og skoraði 13 af fyrstu 14 stigum gestanna í seinni hálfleik. Annars komu heimamenn vel inn í seinni hálfleik, sóttu grimmt inn í teiginn og fiskuðu hverja villuna á fætur annarri á liðsmenn Tindastóls. Stólarnir hitnuðu hins vegar fyrir utan þriggja stiga línuna og settu fjóra þrista niður í þriðja leikhluta sem átti stærstan þátt í því að þeir leiddu með tíu stigum fyrir lokaleikhlutann, 65-75. Myron Dempsey byrjaði fjórða leikhluta á að setja niður þrist og kom Tindastóli 13 stigum yfir. En Grindvíkingar voru ekki að baki dottnir, þriggja stiga skotin fóru að detta og þeir náðu að jafna, 81-81. Spennan var rafmögnuð það sem eftir lifði leiks og Grindvíkingar komust loks yfir, 95-93, þegar Ólafur setti niður þrist. En nýliðarnar eru harðgerir og þeir enduðu leikinn á 9-4 spretti og unnu að lokum fimm stiga sigur, 97-102. Dempsey fór mikinn á lokakaflanum og skoraði alls 27 stig og tók 10 fráköst. Pétur Rúnar Birgisson, leikstjórnandinn ungi, var einnig öflugur með 11 stig og tólf stoðsendingar. Þá hefur framlag Lewis áður verið nefnt. Alexander var stigahæstur í liði Grindavíkur með 27 stig, Ólafur kom næstur með 23 stig. Oddur skoraði 20 og gaf níu stoðsendingar og Jón Axel skoraði 14 stig, tók fimm fráköst og gaf níu stoðsendingar.Úrslit:Grindavík-Tindastóll 97-102 (20-20, 18-24, 27-31, 32-27) Grindavík: Rodney Alexander 27/5 fráköst, Ólafur Ólafsson 23/8 fráköst, Oddur Rúnar Kristjánsson 20/9 stoðsendingar, Jón Axel Guðmundsson 14/5 fráköst/9 stoðsendingar, Magnús Þór Gunnarsson 5, Ómar Örn Sævarsson 4/12 fráköst, Hilmir Kristjánsson 4, Þorsteinn Finnbogason 0, Hinrik Guðbjartsson 0, Jens Valgeir Óskarsson 0, Björn Steinar Brynjólfsson 0, Daníel Guðni Guðmundsson 0. Tindastóll: Darrel Keith Lewis 45, Myron Dempsey 27/10 fráköst, Pétur Rúnar Birgisson 11/4 fráköst/12 stoðsendingar, Svavar Atli Birgisson 8/8 fráköst, Helgi Rafn Viggósson 8, Helgi Freyr Margeirsson 3, Viðar Ágústsson 0, Þráinn Gíslason 0, Sigurður Páll Stefánsson 0, Ingvi Rafn Ingvarsson 0/4 fráköst, Friðrik Þór Stefánsson 0, Finnbogi Bjarnason 0.Sverrir: Vorum í algjörum vandræðummeð Lewis Sverrir Sverrisson, þjálfari Grindavíkur, sagði að varnarleikurinn hefði orðið sínu liði að falli gegn Tindastóli í kvöld. „Sóknarlega vorum við nokkuð góðir, spilið var gott og við skoruðum nóg. „En varnarlega vorum við ekki að gera nógu vel og við vorum í algjörum vandræðum með Darrel Lewis allan leikinn. „Hann fór einn á móti nánast öllum og kláraði skotin sín vel. Við vorum í tómu basli,“ sagði Sverrir sem er þó á því að Grindavíkurliðið eigi eftir að styrkjast í komandi leikjum. „Við erum að reyna að berja okkur saman og koma okkur á sporið. Þetta er búið að reyna vel á mannskapinn og við höfum bara unnið tvo leiki. „Við eigum hörkuleiki framundan og verðum að halda áfram,“ sagði Sverrir að lokum.Kári: Gríðarlega sáttir Kári Maríasson, aðstoðarþjálfari Tindastóls, var að vonum sáttur með sigurinn á Grindavík í kvöld. „Við erum gríðarlega sáttir, en við hefðum ekki átt að missa niður tólf stiga forystuna sem við náðum. Við áttum bara að halda henni. „En úr því sem komið var þá erum við mjög sáttir með fimm stiga sigur. „Það er mjög gott að koma á svona sterkan heimavöll, þetta var sjónvarpsleikur og spenna og því var frábært að vinna,“ sagði Kári, en hvernig fannst honum spilamennska Tindastóls í kvöld? „Körfuboltinn í fyrri hálfleik var ekkert sérstakur en leikurinn lyftist vel upp í seinni hálfleik og úr varð skemmtilegur leikur,“ sagði Kári að lokum.Leiklýsing: Grindavík - TindastóllLeik lokið | 97-102 | Dempsey setti bæði vítin niður. Fimm stiga sigur Tindastóls staðreynd, í frábærum leik.40. mín | 97-100| Þriggja stig skot Ólafs geigar! Grindjánar senda Dempsey á línuna.40. mín | 95-100 | Dempsey hamrar boltann niður með kraftmikilli troðslu. Sjö Tindastólsstig í röð!39. mín |95-93 | Ólafur setur niður þrist og kemur Grindavík loksins yfir!37. mín| 88-90 | Alexander fer mikinn þessar mínúturnar. Hann er kominn með 23 stig og hefur fiskað sjö villur á liðsmenn Tindastóls.36. mín | 81-83 | Jón Axel jafnar metin en Helgi Rafn svarar með körfu. Hann er kominn með átta stig.34. mín | 76-79 | Magnús setur sinn fyrsta þrist niður og minnkar muninn í þrjú stig. Israel Miller, þjálfari Tindastóls, tekur leikhlé. Lewis er aðeins kominn með eitt stig í leikhlutanum.33. mín | 70-79 | Þorleifur Ólafsson, meiddur fyrirliði Grindavíkur, stendur upp á bekknum og fær tæknivillu. Sverrir þjálfari var brjálaður út í sinn mann.31. mín | 65-78 | Dempsey neglir niður þrist, þeim fimmta í seinni hálfleik hjá Stólunum.Þriðja leikhluta lokið | 65-75| Tíu stiga munur. Eftir góða byrjun Grindvíkinga í seinni hálfleik hitnuðu Stólarnir fyrir utan þriggja stiga línuna og settu niður fjóra þrista í þriðja leikhluta. Lewis er kominn með 40 stig og gefur ekkert eftir. Alexander spilaði vel í sókninni í leikhlutanum og er kominn með 18 stig í heildina.29. mín | 63-68 | Fjögur Grindavíkurstig í röð, tvö frá Ólafi og tvö frá Alexander.28. mín | 59-68 | Svavar setur niður þrist og í kjölfarið tapar Grindavík boltanum. Sverrir tekur leikhlé.27. mín | 54-61 | Helgi Freyr og Lewis með tvo þrista á skömmum tíma. Stólarnir þurftu á þessu að halda. Grindavík er þegar komið í bónus.25. mín | 52-53 | Alexander er tíður gestur á vítalínunni þessa stundina. Hann er kominn með fimm stig í seinni hálfleik. Lewis fékk áðan sína þriðju villu.23. mín | 46-50 | Alexander minnkar muninn í fjögur stig af vítalínunni. Stólarnir eru þegar búnir að fá fjórar villur í seinni hálfleik.Seinni hálfleikur hafinn | 42-47 | Ólafur setti niður fyrstu körfu seinni hálfleiks og fékk í kjölfarið sína þriðju villu. Fimm stiga munur á liðunum.Fyrri hálfleik lokið | 38-44 | Lokaskot Lewis geigar. Óvenjuleg sjón í fyrri hálfleiknum. Hann er stigahæstur allra á vellinum með 23 stig. Dempsey kemur næstur hjá Stólunum með 10 stig og fimm fráköst. Liðið skorar að vild inni í teig, en gestirnir hafa aðeins sett niður eitt þriggja stiga skot. Ólafur er stigahæstur Grindvíkinga með 12 stig, en Oddur kemur næstur með 11 stig. Þá skilaði Jón Axel fínu framlagi af bekknum; sjö stigum, þremur fráköstum og fimm stoðsendingum.19. mín | 35-43 | Pétur setur niður fyrsta þrist Tindastóls í leiknum. Lewis bætir tveimur stigum við í næstu sókn. 8-0 sprettur hjá gestunum.18. mín | 35-35 | Oddur setur sinn þriðja þrist niður. Hann hefur skorað 75% af öllum þristum leiksins.16. mín | 30-31 | Þriggja stiga sókn hjá Ólafi. Frábærlega gert. Hann er kominn með átta stig og fimm fráköst.15. mín | 27-29 | Lewis skorar enn eina körfuna. Magnús er búinn að taka fjögur þriggja stiga skot sem öll hafa geigað, en hann gæti þess vegna tekið upp á því að setja 5-6 þrista niður í röð þrátt fyrir þessa erfiðu byrjun.14. mín | 27-27 | Dempsey og Lewis eru komnir með 25 af 27 stigum Tindastóls. Gestirnir myndu eflaust þiggja framlag frá fleirum í sókninni.12. mín | 25-25 | Lewis skorar körfu góða og setur vítið niður að auki.Fyrsta leikhluta lokið | 20-20 | Jón Axel skorar síðustu stigin í skemmtilegum fyrsta leikhluta. Lewis hefur farið mikinn og er kominn með tólf stig. Hann, og aðrir leikmenn Tindastóls, skora að vild nálægt körfunni og Grindvíkingar eru ekki að verja körfuna nógu vel. Oddur er þeirra stigahæstur með átta stig. Alexander er kominn með sex.8. mín | 18-18 | Sóknin hjá báðum liðum gengur vel þessa stundina. Lewis er kominn með tólf stig. Hann skorar eins og árið sé 2000. Jón Axel og Magnús koma inn á hjá Grindavík.6. mín | 11-10 | Oddur setur niður þrist, þann fyrsta í leiknum, og kemur Grindavík aftur yfir.4. mín | 8-8 | Lewis jafnar leikinn með sinni þriðju körfu.3. mín | 8-4 | Alexander byrjar vel. Hann er kominn með fjögur stig.Leikurinn hafinn | 2-0 | Oddur skorar fyrstu stig leiksins.Fyrir leik: Þetta er að fara af stað. Oddur, Hilmir Kristjánsson, Ómar Örn Sævarsson, Alexander og Ólafur Ólafsson byrja inn á hjá heimamönnum. Hjá gestunum byrja Lewis, Myron Dempsey, Pétur Rúnar Birgisson, Helgi Rafn Viggósson og Viðar Ágústsson.Fyrir leik: Stigahæsti leikmaður Grindavíkur er öllu yngri en Lewis, eða hinn 19 ára gamli Oddur Rúnar Kristjánsson sem lék með Breiðabliki í 1. deildinni í fyrra. Hann er með 16,5 stig að meðaltali í leik, en hann hefur spilað tæpar 27 mínútur að meðaltali í leik.Fyrir leik: Hinn 38 ára gamli Darrel Lewis hefur farið fyrir liði Tindastóls í stigaskorun á tímabilinu, en hann hefur skorað 20,3 stig að meðaltali í leik. Hann er einnig að skila 7,6 fráköstum og 5,1 stoðsendingu.Fyrir leik: Tindastóli hefur gengið flest í haginn það sem af er tímabili. Liðið er í öðru sæti deildarinnar, fjórum stigum á eftir KR sem er eina liðið sem hefur unnið Stólana í vetur. Norðanmenn eru ofarlega í flestum tölfræðiþáttum. Þeir hafa skorað næstflest stigin í deildinni (93,9), tekið flest fráköst (46,7) og eru í þriðja sæti yfir flestar stoðsendingar liðs (22,1). Þá er liðið að hitta ljómandi vel inni í teig, eða 53,3%.Fyrir leik: Grindvíkingar endurheimta Magnús Þór Gunnarsson úr tveggja leikja banni í kvöld.Fyrir leik: Grindvíkingar hafa verið í vandræðum á tímabilinu. Korteri fyrir mót gekk Sigurður Þorsteinsson til liðs við Solna Vikings í Svíþjóð en skömmu áður hafði liðið samið við Joey Haywood um að leika með liðinu. Grindvíkingar ákváðu hins vegar fljótlega að skipta um erlendan leikmann, fá stærri mann til að fylla skarð Sigurðar. Hóað var í Rodney Alexander sem um tíma með ÍR. Hann hefur þegar spilað tvo leiki með Grindjánum og skorað 14,5 stig og tekið tíu fráköst að meðaltali í þessum tveimur leikjum. Alexander er ekki kominn í sitt besta form en mun eflaust styrkja Grindavíkurliðið þegar á líður.Fyrir leik: Þess má geta að faðir Jóns Axels, Guðmundur Bragason, lýsir leiknum með Arnari Björnssyni á Stöð 2 Sport í kvöld. Útsendingin hefst klukkan sjö, eða stundarfjórðungi fyrir leik.Fyrir leik: Grindvíkingar fengu góðan liðsstyrk fyrir leikinn, en Jón Axel Guðmundsson mun spila með liðinu í kvöld. Jón Axel er menntaskóla vestanhafs, en hefur verið að æfa með Grindavíkurliðinu að undanförnu. Hann mun þó ekki leika meira með Grindavík í vetur, en hann heldur aftur utan á morgun.Fyrir leik: Eins og fram kom á Vísi í dag á Tindastóll möguleika á að ná fyrstu Suðurnesjaþrennu sinni í 23 ár. Tímabilið 1991-92 gerðist það síðast að Stólarnir unnu öll Suðurnesjaliðin þrjú, Grindavík, Njarðvík og Keflavík.Fyrir leik: Komiði sæl og blessuð. Hér verður leik Grindavíkur og Tindstóls lýst.
Dominos-deild karla Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ Sjá meira