Fátækt á Íslandi: Ógeðslega erfitt að segja nei við börnin Kolbeinn Tumi Daðason og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 1. desember 2014 22:06 Fátækt á Íslandi er líklega algengari en flestir gera sér grein fyrir. Ein uppsögn, skilnaður eða breytt heilsufar virðist geta gert fólki svo erfitt fyrir að það nær ekki að fæða börn sín án aðstoðar. Í nýjasta þætti Bresta er rætt við fólk sem þekkir þessa stöðu af eigin raun. „Stelpan mín hafði svo miklar áhyggjur af mömmu sinni og hvað það myndi kosta að halda upp á afmælið sitt að hún ákvað að halda ekkert afmæli, til þess að spara pening. Þannig að börnin eru öll innvinkluð inn í þetta að það eru ekki til peningar fyrir neinu,“ segir Ása Sverrisdóttir, einstæð þriggja barna móðir, sem steig fram og sagði sögu sína í þætti kvöldsins sem sýndur var á Stöð 2. Fyrir ekki svo löngu var hlutskipti Ásu allt annað og betra hvað fjárhagslegu hliðina varðar. Hún var í sambandi, bjó í einbýlishúsi, með tvo bíla og allt til alls. Hjónabandið gekk ekki upp og úr varð skilnaður. Skömmu síðar missti hún vinnu sína við leikskólakennslu. „Þá varð brekkan dálítið brött.“Hefur einn fimmta af áætlaðri framfærslu á milli handanna Í kjölfarið hætti Ása að geta borgað af íbúð sinni og neyddist út á leigumarkað. Hún segir sér ekki allir vegir færir þar sem hún sé ómenntuð, einstæð þriggja barna móðir. Það hamli henni í atvinnuleytinni. Ása segist finna fyrir að stéttarskipting í samfélaginu sé að aukast. Hún finni mun á stöðunni fyrir ári síðan. Nú stundar hún nám við VMA og ætlar þaðan beint í háskólanám til að koma sér út úr fátæktinni. Ásta fær 127 þúsund krónur í framfærslustyrk frá Akureyrarbæ, 58 þúsund krónur í húsaleigubætur, 52 þúsund krónur í meðlag og 23 þúsund krónur í örorkubætur eða samtals um 260 þúsund krónur á mánuði. Þegar húsaleiga, hiti og rafmagn (103 þúsund krónur), sími og internet (21 þúsund krónur), tómstundir fyrir börnin (4500 krónur) og greiðsluþjónusta vegna trygginga og bílalána (75 þúsund krónur) hafa verið dregin frá stendur Ása eftir með 57 þúsund krónur. Framfærsluviðmið Umboðsmanns skuldara fyrir einstæðan einstakling með þrjú börn er 275.172 krónur. Ása hefur því um tuttugu prósent af viðmiðunarupphæðinni á milli handanna.Tómstundirnar hverfa fyrst Kolbeinn Stefánsson hjá Hagstofu Íslands segir enga leið fyrir fólk á borð við Ásu að komast í gegnum mánuð eftir mánuð á þennan hátt. „Það sem er kannski sárast fyrir fátækt barn er að geta ekki tekið þátt í alls konar félagsstarfi og öðru slíku. Félagsstarf er dýrt, það getur til dæmis verið með íþróttastarfsemi alls konar búnaður, keppnisferðir og annað slíkt,“ segir Kolbeinn. Ása segir dóttur sína, sem er þrettán ára, eiga sér drauma. „Eins og hún er að glamra á gítar og syngur. Hana langar í tónlistarskóla, hana langar í söngnám og allt þetta en það er bara ekki hægt sko.“ Ása segir svakalega erfitt að horfa upp á það að geta ekki gefið börnunum sínum þau tækifæri sem þau eigi skilið. „Þau koma hérna og segja: „Hann á svona, má ég fá svona? Þessi á þetta, má ég fá svona?“ Það er leiðinlegt að segja nei, það eru ekki til peningar.“Ógeðslega erfitt að segja alltaf nei Vallý Einarsdóttir, háskólamenntuð einstæð móðir, var önnur sem sagði sögu sína í þætti kvöldsins. Hún átti erfitt með sig þegar Þórhildur Þorkelsdóttir spurði hana út í hvernig væri að útskýra fyrir börnunum peningaleysið. „Hún sem sagt spyr rosalega oft: „Af hverju getum við ekki þetta?“ Það er ógeðslega erfitt að segja alltaf nei.“ Við vinnslu þáttarins var rætt við fjölmarga sem eiga um sárt að binda og sögðu sína sögu símleiðis, sumir hverjir hágrátandi. Aðeins örfáir voru tilbúnir að koma fram undir nafni en svo virðist sem þeir sem búi við mikla fátækt upplifi mikla skömm. Brestir Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Erlent Fleiri fréttir Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Sjá meira
Fátækt á Íslandi er líklega algengari en flestir gera sér grein fyrir. Ein uppsögn, skilnaður eða breytt heilsufar virðist geta gert fólki svo erfitt fyrir að það nær ekki að fæða börn sín án aðstoðar. Í nýjasta þætti Bresta er rætt við fólk sem þekkir þessa stöðu af eigin raun. „Stelpan mín hafði svo miklar áhyggjur af mömmu sinni og hvað það myndi kosta að halda upp á afmælið sitt að hún ákvað að halda ekkert afmæli, til þess að spara pening. Þannig að börnin eru öll innvinkluð inn í þetta að það eru ekki til peningar fyrir neinu,“ segir Ása Sverrisdóttir, einstæð þriggja barna móðir, sem steig fram og sagði sögu sína í þætti kvöldsins sem sýndur var á Stöð 2. Fyrir ekki svo löngu var hlutskipti Ásu allt annað og betra hvað fjárhagslegu hliðina varðar. Hún var í sambandi, bjó í einbýlishúsi, með tvo bíla og allt til alls. Hjónabandið gekk ekki upp og úr varð skilnaður. Skömmu síðar missti hún vinnu sína við leikskólakennslu. „Þá varð brekkan dálítið brött.“Hefur einn fimmta af áætlaðri framfærslu á milli handanna Í kjölfarið hætti Ása að geta borgað af íbúð sinni og neyddist út á leigumarkað. Hún segir sér ekki allir vegir færir þar sem hún sé ómenntuð, einstæð þriggja barna móðir. Það hamli henni í atvinnuleytinni. Ása segist finna fyrir að stéttarskipting í samfélaginu sé að aukast. Hún finni mun á stöðunni fyrir ári síðan. Nú stundar hún nám við VMA og ætlar þaðan beint í háskólanám til að koma sér út úr fátæktinni. Ásta fær 127 þúsund krónur í framfærslustyrk frá Akureyrarbæ, 58 þúsund krónur í húsaleigubætur, 52 þúsund krónur í meðlag og 23 þúsund krónur í örorkubætur eða samtals um 260 þúsund krónur á mánuði. Þegar húsaleiga, hiti og rafmagn (103 þúsund krónur), sími og internet (21 þúsund krónur), tómstundir fyrir börnin (4500 krónur) og greiðsluþjónusta vegna trygginga og bílalána (75 þúsund krónur) hafa verið dregin frá stendur Ása eftir með 57 þúsund krónur. Framfærsluviðmið Umboðsmanns skuldara fyrir einstæðan einstakling með þrjú börn er 275.172 krónur. Ása hefur því um tuttugu prósent af viðmiðunarupphæðinni á milli handanna.Tómstundirnar hverfa fyrst Kolbeinn Stefánsson hjá Hagstofu Íslands segir enga leið fyrir fólk á borð við Ásu að komast í gegnum mánuð eftir mánuð á þennan hátt. „Það sem er kannski sárast fyrir fátækt barn er að geta ekki tekið þátt í alls konar félagsstarfi og öðru slíku. Félagsstarf er dýrt, það getur til dæmis verið með íþróttastarfsemi alls konar búnaður, keppnisferðir og annað slíkt,“ segir Kolbeinn. Ása segir dóttur sína, sem er þrettán ára, eiga sér drauma. „Eins og hún er að glamra á gítar og syngur. Hana langar í tónlistarskóla, hana langar í söngnám og allt þetta en það er bara ekki hægt sko.“ Ása segir svakalega erfitt að horfa upp á það að geta ekki gefið börnunum sínum þau tækifæri sem þau eigi skilið. „Þau koma hérna og segja: „Hann á svona, má ég fá svona? Þessi á þetta, má ég fá svona?“ Það er leiðinlegt að segja nei, það eru ekki til peningar.“Ógeðslega erfitt að segja alltaf nei Vallý Einarsdóttir, háskólamenntuð einstæð móðir, var önnur sem sagði sögu sína í þætti kvöldsins. Hún átti erfitt með sig þegar Þórhildur Þorkelsdóttir spurði hana út í hvernig væri að útskýra fyrir börnunum peningaleysið. „Hún sem sagt spyr rosalega oft: „Af hverju getum við ekki þetta?“ Það er ógeðslega erfitt að segja alltaf nei.“ Við vinnslu þáttarins var rætt við fjölmarga sem eiga um sárt að binda og sögðu sína sögu símleiðis, sumir hverjir hágrátandi. Aðeins örfáir voru tilbúnir að koma fram undir nafni en svo virðist sem þeir sem búi við mikla fátækt upplifi mikla skömm.
Brestir Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Erlent Fleiri fréttir Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Sjá meira