Eins og að biðja Federer um að spila fyrir framan þrjá menn og hund Tómas Þór Þórðarson skrifar 3. desember 2014 12:30 Ronnie O'Sullivan er ekki kátur en samt að vinna. vísir/getty Breska meistaramótið í snóker, næst stærsta mót hvers árs á eftir heimsmeistaramótinu, stendur nú yfir í York á Englandi. Ronnie O'Sullivan, fimmfaldur heimsmeistari í íþróttinni, komst auðveldlega í þriðju umferð mótsins með 6-3 sigri á Peter Lines, en hann hafði ýmislegt um mótið að segja í viðtali eftir sigurinn. Þessi besti snókerspilari heims er afar ósáttur með aðbúnaðinn á mótinu og hvernig það er uppsett. Spilað er á fjórum borðum í einu, ekki tveimur, og hafa risar í sportinu fallið úr leik í fyrstu umferðunum. „Ég býst við að við sjáum fleiri óvænt úrslit þar til það verður byrjað að spila á tveimur borðum. Þetta er eins og að biðja Roger Federer um að spila á velli þrettán á Wimbledon fyrir framan þrjá menn og hund,“ sagði O'Sullivan í viðtali við BBC. „Ég sagði áður en mótið byrjaði að menn ættu eftir að sjá óvænt úrslit því það er spilað á fjórum borðum sem er ekki gott.“ „Aðstæður eru mjög erfiðar því maður spilar með bakið í áhorfendur. Manni líður því eins og maður sé ekki að spila fyrir neinn.“ Það er ekki bara uppsetningin sem fer illa í O'Sullivan heldur sjálf snókerborðin sem honum finst engan vegin boðleg á svona móti. „Borðin eru hræðileg. Kúlan fer löturhægt í battann en skýst svo af honum mun hraðar. Þetta er næst stærsta mótið sem við spilum á og ég er í alvöru að hugsa um að nota ekki battana,“ sagði Ronnie O'Sullivan Íþróttir Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Valur vann stigalausu Stjörnuna „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Beeman gekk frá fyrrum félögum De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Íslendingaliðið í undanúrslit Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Barcelona verður ekki refsað þótt þeir kaupi ekki Rashford Sjá meira
Breska meistaramótið í snóker, næst stærsta mót hvers árs á eftir heimsmeistaramótinu, stendur nú yfir í York á Englandi. Ronnie O'Sullivan, fimmfaldur heimsmeistari í íþróttinni, komst auðveldlega í þriðju umferð mótsins með 6-3 sigri á Peter Lines, en hann hafði ýmislegt um mótið að segja í viðtali eftir sigurinn. Þessi besti snókerspilari heims er afar ósáttur með aðbúnaðinn á mótinu og hvernig það er uppsett. Spilað er á fjórum borðum í einu, ekki tveimur, og hafa risar í sportinu fallið úr leik í fyrstu umferðunum. „Ég býst við að við sjáum fleiri óvænt úrslit þar til það verður byrjað að spila á tveimur borðum. Þetta er eins og að biðja Roger Federer um að spila á velli þrettán á Wimbledon fyrir framan þrjá menn og hund,“ sagði O'Sullivan í viðtali við BBC. „Ég sagði áður en mótið byrjaði að menn ættu eftir að sjá óvænt úrslit því það er spilað á fjórum borðum sem er ekki gott.“ „Aðstæður eru mjög erfiðar því maður spilar með bakið í áhorfendur. Manni líður því eins og maður sé ekki að spila fyrir neinn.“ Það er ekki bara uppsetningin sem fer illa í O'Sullivan heldur sjálf snókerborðin sem honum finst engan vegin boðleg á svona móti. „Borðin eru hræðileg. Kúlan fer löturhægt í battann en skýst svo af honum mun hraðar. Þetta er næst stærsta mótið sem við spilum á og ég er í alvöru að hugsa um að nota ekki battana,“ sagði Ronnie O'Sullivan
Íþróttir Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Valur vann stigalausu Stjörnuna „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Beeman gekk frá fyrrum félögum De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Íslendingaliðið í undanúrslit Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Barcelona verður ekki refsað þótt þeir kaupi ekki Rashford Sjá meira