Eins og að biðja Federer um að spila fyrir framan þrjá menn og hund Tómas Þór Þórðarson skrifar 3. desember 2014 12:30 Ronnie O'Sullivan er ekki kátur en samt að vinna. vísir/getty Breska meistaramótið í snóker, næst stærsta mót hvers árs á eftir heimsmeistaramótinu, stendur nú yfir í York á Englandi. Ronnie O'Sullivan, fimmfaldur heimsmeistari í íþróttinni, komst auðveldlega í þriðju umferð mótsins með 6-3 sigri á Peter Lines, en hann hafði ýmislegt um mótið að segja í viðtali eftir sigurinn. Þessi besti snókerspilari heims er afar ósáttur með aðbúnaðinn á mótinu og hvernig það er uppsett. Spilað er á fjórum borðum í einu, ekki tveimur, og hafa risar í sportinu fallið úr leik í fyrstu umferðunum. „Ég býst við að við sjáum fleiri óvænt úrslit þar til það verður byrjað að spila á tveimur borðum. Þetta er eins og að biðja Roger Federer um að spila á velli þrettán á Wimbledon fyrir framan þrjá menn og hund,“ sagði O'Sullivan í viðtali við BBC. „Ég sagði áður en mótið byrjaði að menn ættu eftir að sjá óvænt úrslit því það er spilað á fjórum borðum sem er ekki gott.“ „Aðstæður eru mjög erfiðar því maður spilar með bakið í áhorfendur. Manni líður því eins og maður sé ekki að spila fyrir neinn.“ Það er ekki bara uppsetningin sem fer illa í O'Sullivan heldur sjálf snókerborðin sem honum finst engan vegin boðleg á svona móti. „Borðin eru hræðileg. Kúlan fer löturhægt í battann en skýst svo af honum mun hraðar. Þetta er næst stærsta mótið sem við spilum á og ég er í alvöru að hugsa um að nota ekki battana,“ sagði Ronnie O'Sullivan Íþróttir Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Fleiri fréttir Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sjá meira
Breska meistaramótið í snóker, næst stærsta mót hvers árs á eftir heimsmeistaramótinu, stendur nú yfir í York á Englandi. Ronnie O'Sullivan, fimmfaldur heimsmeistari í íþróttinni, komst auðveldlega í þriðju umferð mótsins með 6-3 sigri á Peter Lines, en hann hafði ýmislegt um mótið að segja í viðtali eftir sigurinn. Þessi besti snókerspilari heims er afar ósáttur með aðbúnaðinn á mótinu og hvernig það er uppsett. Spilað er á fjórum borðum í einu, ekki tveimur, og hafa risar í sportinu fallið úr leik í fyrstu umferðunum. „Ég býst við að við sjáum fleiri óvænt úrslit þar til það verður byrjað að spila á tveimur borðum. Þetta er eins og að biðja Roger Federer um að spila á velli þrettán á Wimbledon fyrir framan þrjá menn og hund,“ sagði O'Sullivan í viðtali við BBC. „Ég sagði áður en mótið byrjaði að menn ættu eftir að sjá óvænt úrslit því það er spilað á fjórum borðum sem er ekki gott.“ „Aðstæður eru mjög erfiðar því maður spilar með bakið í áhorfendur. Manni líður því eins og maður sé ekki að spila fyrir neinn.“ Það er ekki bara uppsetningin sem fer illa í O'Sullivan heldur sjálf snókerborðin sem honum finst engan vegin boðleg á svona móti. „Borðin eru hræðileg. Kúlan fer löturhægt í battann en skýst svo af honum mun hraðar. Þetta er næst stærsta mótið sem við spilum á og ég er í alvöru að hugsa um að nota ekki battana,“ sagði Ronnie O'Sullivan
Íþróttir Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Fleiri fréttir Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sjá meira