Jeppar að verðmæti eins og hálfs milljarðs króna hér á landi Kjartan Atli Kjartansson skrifar 3. desember 2014 15:26 Hér má sjá bílaflotann sem hingað er kominn til lands. Hér á landi er nú gríðarlega mikill fjöldi jeppa af tegundinni Land Rover Discovery Sport. Jepparnir hafa verið fluttir inn til landsins því næstu sex vikurnar fer fram kynning fyrir bílablaðamenn á þessari nýju tegund jeppa. Einnig eru fleiri jeppar frá Land Rover. Alls er talið að um 160 jeppar frá fyrirtækinu hafi verið fluttir inn sérstaklega í tengslum við kynninguna. Varlega áætlað er sameiginlegt verðmæti jeppanna vel á annan milljarð króna. Von er á miklum fjölda erlendra bílablaðamanna í tengslum við kynninguna. Búist er við yfir þúsund blaðamönnum sem munu koma hingað og prófa Land Rover Discovery Sport jeppann, auk þess sem þeir geta reynsluekið jeppum á borð við Range Rover Evoque og fleiri sambærilegra bíla. Land Rover Discovery Sport er einskonar arftaki Land Rover Freelander jeppans, en er ekki enn kominn í sölu. Blaðamennirnir munu gista á þremur hótelum í borginni. Bílarnir koma hingað til lands beint frá Land Rover verksmiðjunni í Bretlandi og verða fluttir út aftur að kynningunni lokinni. Hér að neðan má sjá myndir af jeppunum. Bílar Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent
Hér á landi er nú gríðarlega mikill fjöldi jeppa af tegundinni Land Rover Discovery Sport. Jepparnir hafa verið fluttir inn til landsins því næstu sex vikurnar fer fram kynning fyrir bílablaðamenn á þessari nýju tegund jeppa. Einnig eru fleiri jeppar frá Land Rover. Alls er talið að um 160 jeppar frá fyrirtækinu hafi verið fluttir inn sérstaklega í tengslum við kynninguna. Varlega áætlað er sameiginlegt verðmæti jeppanna vel á annan milljarð króna. Von er á miklum fjölda erlendra bílablaðamanna í tengslum við kynninguna. Búist er við yfir þúsund blaðamönnum sem munu koma hingað og prófa Land Rover Discovery Sport jeppann, auk þess sem þeir geta reynsluekið jeppum á borð við Range Rover Evoque og fleiri sambærilegra bíla. Land Rover Discovery Sport er einskonar arftaki Land Rover Freelander jeppans, en er ekki enn kominn í sölu. Blaðamennirnir munu gista á þremur hótelum í borginni. Bílarnir koma hingað til lands beint frá Land Rover verksmiðjunni í Bretlandi og verða fluttir út aftur að kynningunni lokinni. Hér að neðan má sjá myndir af jeppunum.
Bílar Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent