Helgi í viðtali við CNN: Ég vil verða maðurinn sem allir vilja vinna Tómas Þór Þórðarson skrifar 3. desember 2014 18:15 Helgi Sveinsson. mynd/skjáskot „Ég var 19 ára þegar það þurfti að taka af mér fótinn,“ segir Helgi Sveinsson, heims- og Evrópumeistari fatlaðra í spjótkasti, við CNN. Helgi er til viðtals í þættinum Human to Hero þar sem hann segir sína sögu. „Ég byrjaði að æfa handbolta þegar ég var tíu ára gamall og áttaði mig fljótlega á því að það var mín íþrótt,“ segir hann. „Átján ára byrjaði ég að finna fyrir sársauka í fætinum og fékk þau svör að það væri krabbamein í honum.“ „Ég hugsaði með mér að atvinnumannaferillinn í íþróttum sem mig dreymdi um færi farinn út um gluggann.“ Helgi segist hafa beðið um gervifót til að stunda íþróttir og eftir það hafi ekki verið aftur snúið. „Eftir þrettán ára fjarveru frá íþróttum byrjaði ég að æfa frjálsíþróttir. Ég sá spjót liggja á grasinu þannig ég tók það upp og kastaði því. Ég fann það strax að þetta væri mitt sport. Gamla handboltaöxlin var komin aftur í gang,“ segir Helgi. „Fyrsta kast mitt með spjóti var sex metrum lengra en lágmarkið var inn á EM. Eftir það hugsaði ég með mér að ég get orðið bestur í þessari íþrótt.“ Besti árangur Helga er 51,81 metri en heimsmetið í greininni eru 52,79 metrar. Hann stefnir ekki bara á að bæta heimsmetið heldur miklu lengra en það. „Ég vil verða fyrsti maðurinn sem hefur misst fótinn til að kasta 60 metra. Ég elska allt við þetta. Það jafnast ekkert á við tilfinninguna þegar maður nær fullkomnu kasti. Ég vil verða maðurinn sem allir vilja vinna,“ segir Helgi Sveinsson. Innslagið, sem er tekið í frjálsíþróttahöllinni í Laugardalnum, má sjá með því að smella hér. Um stiklu úr stærra innslagi er að ræða, en það verður sýnt á sama stað þann 10. desember. Íþróttir Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Pólland - Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Í beinni: Svíþjóð - Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Þór fer upp í umspilssæti Arnór Sigurðsson hafði betur í Íslendingaslagnum Rústaði úrslitunum á Wimbledon „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Onana frá næstu vikurnar Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Sjá meira
„Ég var 19 ára þegar það þurfti að taka af mér fótinn,“ segir Helgi Sveinsson, heims- og Evrópumeistari fatlaðra í spjótkasti, við CNN. Helgi er til viðtals í þættinum Human to Hero þar sem hann segir sína sögu. „Ég byrjaði að æfa handbolta þegar ég var tíu ára gamall og áttaði mig fljótlega á því að það var mín íþrótt,“ segir hann. „Átján ára byrjaði ég að finna fyrir sársauka í fætinum og fékk þau svör að það væri krabbamein í honum.“ „Ég hugsaði með mér að atvinnumannaferillinn í íþróttum sem mig dreymdi um færi farinn út um gluggann.“ Helgi segist hafa beðið um gervifót til að stunda íþróttir og eftir það hafi ekki verið aftur snúið. „Eftir þrettán ára fjarveru frá íþróttum byrjaði ég að æfa frjálsíþróttir. Ég sá spjót liggja á grasinu þannig ég tók það upp og kastaði því. Ég fann það strax að þetta væri mitt sport. Gamla handboltaöxlin var komin aftur í gang,“ segir Helgi. „Fyrsta kast mitt með spjóti var sex metrum lengra en lágmarkið var inn á EM. Eftir það hugsaði ég með mér að ég get orðið bestur í þessari íþrótt.“ Besti árangur Helga er 51,81 metri en heimsmetið í greininni eru 52,79 metrar. Hann stefnir ekki bara á að bæta heimsmetið heldur miklu lengra en það. „Ég vil verða fyrsti maðurinn sem hefur misst fótinn til að kasta 60 metra. Ég elska allt við þetta. Það jafnast ekkert á við tilfinninguna þegar maður nær fullkomnu kasti. Ég vil verða maðurinn sem allir vilja vinna,“ segir Helgi Sveinsson. Innslagið, sem er tekið í frjálsíþróttahöllinni í Laugardalnum, má sjá með því að smella hér. Um stiklu úr stærra innslagi er að ræða, en það verður sýnt á sama stað þann 10. desember.
Íþróttir Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Pólland - Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Í beinni: Svíþjóð - Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Þór fer upp í umspilssæti Arnór Sigurðsson hafði betur í Íslendingaslagnum Rústaði úrslitunum á Wimbledon „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Onana frá næstu vikurnar Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Sjá meira